Vikan


Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 24

Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 24
Ungir kvikmyndaáhugamenn í Vesturbænum búa fjórir strákar sem stunda bíóhúsin með svolítið öðru hugarfari en jafnaldrar þcirra. Jú, þeir fara til að skemmta sér en einnig til að gagnrýna myndirnar og gefa þeim stjörnur. Þeir kalla sig Bíófélagið, ætluðu á tíma- bili að kalla sig Bíógarpa, en einfaldleikinn varð ofan á enda kemur í ljós að þeir eru lítið fyrir væmni. Þessir ungu kvikmynda áhugamenn eru tíu ára, hinir benda á að einn sé ekki alveg búinn að ná aldri en það vantar ekki margar vikur upp á. Garparnir heita Skúli Jónsson, Hlynur Daði Sævarsson, Halldór Jónasson og Jóhann Olafsson. En hvers vegna stofnuðu þeir þennan klúbb? Texti: Steingerður Steinarsdóttir Mynd: Gunnar Gunnarsson ur Skúli: Pabbi er í svona bíófé- lagi og mér datt í hug að það gæti verið gaman að stofna eitt slíkt. Þetta rekur okkur líka af stað í bíó og við miss- um síður af góðum myndum. Halldór: Við ræddum líka um að stofna annars konar fé- lag, t.d. fótboltafélag, en við erum í öðru slíku svo þetta varð ofan á. Félagið ú bók þar sem færð er inn stjörnugjöf kvikmynd- anna sem þeir sjá og límdar eru inn auglýsingar bíóhús- anna á myndinni. Þeir segja að Flalldór sé strangastur í stjörnugjöfinni en hinir gefi yf- irleitt svipað. Halldór segist ekki sjálfur vita afhverju hann er svona strangur en bendir á að hann sé oft sammála hin- um. Halldór: Ég gaf Klikkaða prófessornum aðeins tvær og hálfa stjörnu því mér fannst alltof mikið um það í lokin að allir væru að fyrirgefa öllum. Mér fannst hún þess vegna væmin, annars var þetta ágæt mynd, svolítið klikkuð en fyndin. Ég var alveg sammála hinum um að Matthildur ætti skilið þrjár stjörnur. 24 Skúli: Ég gaf Matthildi bara tvær og hálfa. Jóhann: Já, Matthildur var skemmtileg, ekki síst vegna þess að hún bjargar krökkun- um frá frenjunni, sem er þessi andstyggilegi skólastjóri, sem lokar þau inni og er vond við þau. Strákarnir telja það gefa myndinni um Matthildi aukið gildi að aðalpersónan, Matt- hildur, býr yfir yfirnáttúruleg- um kröftum og geturfœrt hluti úr stað. Jóhann: Það var frábært þegar hún horfði bara á bæk- urnar sem hún vildi fá og þær komu svífandi til hennar. Hlynur Daði: Líka þegar hún fékk sér Cheeríosið um morguninn og lét Cheeríos- pakkann hella ofan í skálina og skeiðina moka sjálfa upp í munninn á sér. Félagið er orðið tveggja ára gamalt og strákarnir eru alveg ákveðnir í að halda áfram. Nýlega færðu þeir út kvíarnar og eru farnir að taka mynd- bönd líka og gefa þeim stjörn- ur. Seinast tóku þeir myndina Free Willy og gagnrýndu. Hún fékk þrjár stjörnur frá öllum nema Hlyni Daða sem gaf henni þrjár og hálfa. En er þetta lokaður klúbbur? Halldór: Við höfum nú hugs- að um að taka fleiri inn. Skúli: Það voru tveir strákar í skólanum sem komu til greina en við hættum við og höfum nú ákveðið að vera bara fjórir. Hlynur Daði: Ja, annar þeirra reyndist nú ekki hafa neitt voða mikinn áhuga á að fara í bíó. En hvað með þá sjálfa? Er þetta fyrst og fremst áhugi á kvikmyndum og kvikmynda- gerð sem rekur þá áfram og velta þeir þá eitthvað fyrir sér hvað það er sem gerir eina mynd betri en aðra? Skúli: Nei, það er ekki svo mikið. Aðallega er þetta nú til gamans. Halldór: Auðvitað segjum við eitthvað um hvað okkur finnst að og hvað okkur þykir gott þegar við gefum stjörnur. Jóhann: Halldór hefur skoð- að myndbandablöð. Annars höfum við lítið farið í bíó að undanförnu. Við förum reyndar mest í Háskólabíó enda er það í næsta nágrenni við okkur. Hlynur Daði: Já, ég hef mest farið í bíó með pabba og mömmu að undanförnu. Gœtu þeir hugsað sér að verða kvikmyndagagnrýnend- ur síðar meir? Hlynur Daði: Já, alveg eins. En dreifa þeir þá gagnrýni sinni í skólanum eða annars staðar til að vekja athygli ann- arra krakka á góðum mynd- um? Skúli: Nei, þessu er ekki dreift. Við höfum ekki hugsað okkur að birta gagnrýnina op- inberlega. Þessir efnilegu kvikmynda- gagnrýnendur fara síðan að ræða hvaða mynd sé áhuga- verðast að taka til skoðunar næst. Þeir eru kvaddir áður en ákvörðun hefur verið tekin en áhuginn bendir til að af nógu verði að taka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.