Vikan


Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 42

Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 42
Ferðast um á Vespunni! Marco og Guðný Margrét nota helst ekki bílinn: „Hér fer mikill tími í biðraðir," segir Guðný Margrét. Guðný Margrét Emilsdóttir heimsótt til Mílanó Hún fór af heimili sínu í miðborg Mílanó klukkan sjö á þriðjudagsmorgni. Klukkan níu um kvöldið hringdi farsíminn hennar í tvö hundruð kílómetra fjarlægð, á veitingastað í strandbænum Marina di Massa: „Almáttugur! - Ég gleymdi að segja manninum mínum að ég kæmi ekki heim fyrr en annað kvöld!“ segir Guðný Margrét Emilsdóttir, starfsmaður Flugleiða og Ferðamálaráðs íslands á Ítalíu. Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson „Já, þetta er dæmigerður vinnudagur - ég veit aldrei hvert starfið ber mig,“ segir Guðný Margrét þegar næði gefst tii að setjast niður rétt fyrir miðnætti og ræða saman. Hún á að vera komin í loftið aftur rétt fyrir klukkan sjö næsta morgun, mæta til vinnu á skrifstofu sína um áttaleytið og að vinnudegi loknum á hún fund með mönnum frá kvik- myndafyrirtækinu 20th Cent- ury Fox. Heima bíður Marco, maðurinn hennar, bygg- ingaarkitekt, píanóleikari, lagasmiður og listamaður, sem býr meðal annars til högg- myndir úr marmara úr Carr- ara fjöllunum. Þegar hann 42 hringdi var kvöldmaturinn til- búinn, en hann kippti sér ekk- ert upp við að frúin kæmi ekki heim; svo vanur er hann ferðalögunum sem fylgja starfi hennar. Hlutverk Guðnýjar Margrét- ar í Mílanó er að markaðssetja og selja ísland á Ítalíu. Það þýðir að hún er oft kölluð án mikils fyrirvara í viðtöl við sjónvarpsstöðvar, sem margar hafa aðsetur sínar í Róm. Flugvélar eru því í hennar augum eins og bílar í okkar. SKÓLASTOFAN HVARF - RÓM BIRTIST Hún talar ítölsku eins og ítali og hugsar eins og ítali. Samt sjá allir að hún er ekki ítölsk. Þegar ég hitti hana aft- ur var það við Dómkirkjuna í Mílanó. Þar skipta ferðamenn hundruðum en ég sá Guðnýju Margréti þvert yfir torgið. Hún skar sig úr: hávaxin, með sítt ljóst hár og blá augu. Mílanó hefur verið heima- borgin hennar síðustu ellefu árin, enda leiðir hún okkur í gegnum hana eins og innfædd. Flesta dagana ferðuðumst við um fótgangandi: „Hér notar maður helst ekki bílinn! “ segir hún, enda kemur Marco mað- urinn hennar á Vespunni sinni þegar hann kemur að hitta okkur um kvöldið. Einn dag- inn fórum við á markað í Síkjahverfinu, akandi á Renaultinum þeirra. Það borgaði sig engan veginn. I alltof langan tíma vorum við föst í umferðarhnút: „Hér fer mikill tími í biðraðir,“ sagði Guðný Margrét léttilega og er greinilega ekki að stressa sig á þessari töf. V En hvers vegna lá leiðin til Ifalíu? „Það má segja að það sé lat- ínukennaranum mínum í Verslunarskólanum, Árna Hermannssyni, að kenna - eða öllu heldur að þakka - að ég skyldi fara til Ítalíu að loknu stúdentsprófi. ítalska er auð- vitað ekki annað en nútíma latína og Árni kenndi ekki að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.