Vikan


Vikan - 17.09.1998, Side 42

Vikan - 17.09.1998, Side 42
Ferðast um á Vespunni! Marco og Guðný Margrét nota helst ekki bílinn: „Hér fer mikill tími í biðraðir," segir Guðný Margrét. Guðný Margrét Emilsdóttir heimsótt til Mílanó Hún fór af heimili sínu í miðborg Mílanó klukkan sjö á þriðjudagsmorgni. Klukkan níu um kvöldið hringdi farsíminn hennar í tvö hundruð kílómetra fjarlægð, á veitingastað í strandbænum Marina di Massa: „Almáttugur! - Ég gleymdi að segja manninum mínum að ég kæmi ekki heim fyrr en annað kvöld!“ segir Guðný Margrét Emilsdóttir, starfsmaður Flugleiða og Ferðamálaráðs íslands á Ítalíu. Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson „Já, þetta er dæmigerður vinnudagur - ég veit aldrei hvert starfið ber mig,“ segir Guðný Margrét þegar næði gefst tii að setjast niður rétt fyrir miðnætti og ræða saman. Hún á að vera komin í loftið aftur rétt fyrir klukkan sjö næsta morgun, mæta til vinnu á skrifstofu sína um áttaleytið og að vinnudegi loknum á hún fund með mönnum frá kvik- myndafyrirtækinu 20th Cent- ury Fox. Heima bíður Marco, maðurinn hennar, bygg- ingaarkitekt, píanóleikari, lagasmiður og listamaður, sem býr meðal annars til högg- myndir úr marmara úr Carr- ara fjöllunum. Þegar hann 42 hringdi var kvöldmaturinn til- búinn, en hann kippti sér ekk- ert upp við að frúin kæmi ekki heim; svo vanur er hann ferðalögunum sem fylgja starfi hennar. Hlutverk Guðnýjar Margrét- ar í Mílanó er að markaðssetja og selja ísland á Ítalíu. Það þýðir að hún er oft kölluð án mikils fyrirvara í viðtöl við sjónvarpsstöðvar, sem margar hafa aðsetur sínar í Róm. Flugvélar eru því í hennar augum eins og bílar í okkar. SKÓLASTOFAN HVARF - RÓM BIRTIST Hún talar ítölsku eins og ítali og hugsar eins og ítali. Samt sjá allir að hún er ekki ítölsk. Þegar ég hitti hana aft- ur var það við Dómkirkjuna í Mílanó. Þar skipta ferðamenn hundruðum en ég sá Guðnýju Margréti þvert yfir torgið. Hún skar sig úr: hávaxin, með sítt ljóst hár og blá augu. Mílanó hefur verið heima- borgin hennar síðustu ellefu árin, enda leiðir hún okkur í gegnum hana eins og innfædd. Flesta dagana ferðuðumst við um fótgangandi: „Hér notar maður helst ekki bílinn! “ segir hún, enda kemur Marco mað- urinn hennar á Vespunni sinni þegar hann kemur að hitta okkur um kvöldið. Einn dag- inn fórum við á markað í Síkjahverfinu, akandi á Renaultinum þeirra. Það borgaði sig engan veginn. I alltof langan tíma vorum við föst í umferðarhnút: „Hér fer mikill tími í biðraðir,“ sagði Guðný Margrét léttilega og er greinilega ekki að stressa sig á þessari töf. V En hvers vegna lá leiðin til Ifalíu? „Það má segja að það sé lat- ínukennaranum mínum í Verslunarskólanum, Árna Hermannssyni, að kenna - eða öllu heldur að þakka - að ég skyldi fara til Ítalíu að loknu stúdentsprófi. ítalska er auð- vitað ekki annað en nútíma latína og Árni kenndi ekki að-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.