Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 44
i
megi vanmeta greinarskrif í
blöðum og tímaritum: „Það
má aldrei gera lítið úr þeirri
umfjöllun sem ísland fær í fjöl-
miðlum. Mér finnst stórkost-
legt að koma inn á hár-
greiðslustofu hér í tveggja
milljón manna borg og sjá
konur sökkva sér niður í göm-
ul tímarit að lesa greinar um
ísland“.
Hún getur verið stolt af þeim
árangri sem hún hefur náð. Á
ferðakaupstefnu sem haldin
var í Reykjavík um miðjan
september kom í ljós að ferða-
mönnum frá Ítalíu til íslands
hefur fjölgað um 31% milli
ára:
„Itölum finnst margt heill-
andi við Island; náttúran,
menningin, sagan, bókmennt-
ir, maturinn og fólkið - reynd-
ar það sama og íslendingum
finnst heillandi við Ítalíu! Ital-
ía getur auðvitað ekki státað af
jafn fallegri náttúru og ís-
land...“ segir hún og það er
greinilegt að henni þykir vænt
um heimalandið. „ítalir hafa á
orði hvað þeim finnst íslend-
# (I
Hádegisverðurp
sunnudegi er niikil
vægur timi hjá Itöl
um. Þennan dag
voru i heimsókn
þau Steinunn Harð-
ardóttir, dagskrár-
gerðarmaður hjá
Ríkisútvarpinu og
leiðsögumaður, og
Magnús Jónsson,
leiðsögumaður, en
þau voru stödd á
Italiu til að skipu-
leggja gönguferðir
þar á næsta ári.
KEMUR HEIM TIL AÐ
HLUSTA Á KRÍUNA
Mílanó er ákaflega hröð
borg; iðnaðar- og tískuborg.
Þar er Kauphöllin, þar er
móðurskip fremstu ítölsku
tískuhönnuðanna og þangað
kemur ríkasta fólk heimsins
að versla. Guðný Margrét
segir ekkert mál fyrir íslenskar
konur að kynnast ítölskum
milljónamæringum - en þær
verði oftar en ekki að vera til-
búnar til að loka á fjölskyldu
og fyrra líf: „Ég get farið með
þig á réttu staðina, ef þú vilt!“
segir hún kankvís eftir þessa
lýsingu, en boðið er afþakkað
hið snarasta og allt í einu verð-
ur ekkert eins eftirsóknarvert
og blankur íslenskur karlmað-
ur...
Guðný Margrét er ekkert að
þykjast. Þótt hún sé nákvæm-
lega eins og innfædd í þessari
stórborg viðurkennir hún að
hún hafi verið svolítið „týnd“
fyrsta árið: „Auðvitað tekur
tíma að læra á svona stóra
borg og að kynnast fólkinu
hér,“ segir hún. „Sem betur
fer gaf ég mér tíma“.
Vinnutími ítala er að jafnaði
langur; 12-14 klukkustundir á
dag. Guðný Margrét segist
sakna þess að hafa ekki fjöll,
fossa og „græna bletti“ í
námunda og því fari þau
Marco oft upp í sveit um helg-
ar. En eru það þá þessir
„grænu blettir“ sem hún sakn-
ar mest frá Islandi?
„Já, ég sakna íslenska lands-
lagsins og víðáttunnar,“ segir
hún. „Eg er eins og krían.
Þegar vorar verð ég að komast
heim. Þá fer ég að hugsa unr
miðnætursólina og það skiptir
mig miklu að komast heim til
íslands. Yfirleitt tengjast ferð-
irnar heim starfi mínu og þá
hef ég engan tíma til að hitta
ættingja og vini, en í fríum þá
reyni ég rækta bæði fjölskyldu
og vini. Þá heimsæki ég systk-
ini mín sem búa fyrir norðan
og vestan, fer í Krísuvík og
hlusta á kríuna eða sit í fjör-
unni við Vík í Mýrdal og horfi
á sjóinn. Mér finnst gott að
eiga kost á því að vera hluti af
náttúrunni og þótt Reykjavík
sé stórborg þarf ekki að fara
langt til að komast í fallega
náttúru og þar hefur maður
alltaf Esjuna, Akrafjall,
Skarðsheiði og Reykjanes-
hringinn fyrir augunum.“
Eftir vikudvöl með Guðnýju
Margréti í stórborginni finnst
manni að þetta sé heimaborg-
in hennar; staðurinn þar sem
hún vill búa alla ævi:
„Nei, ég sný heim aftur,
a.m.k. í ellinni,“ segir hún án
hiks. „Þá ætla ég að flytja í
íbúðina sem ég keypti mér fyr-
ir átta árum í miðbænum. Ég
ætla að deyja á íslandi og láta
grafa mig á íslandi..."
ingar vera gott fólk og það sé
greinilegt að náttúruleg gest-
risni sé okkur í blóð borin, en
ekki lærð í skólum eða af bók-
um“.
ÍTALSKIR KARLMENN
Italskir karlmenn eru ekkert
að leyna aðdáun sinni á þessari
hávöxnu íslensku konu: „Fal-
lega kona!“ eru orð sem við
heyrum oftar en einu sinni á
gönguferð um Mflanó, á veit-
ingastöðum eða kaffihúsum og
hann Moscatelli, eigandi elsta
Hann er ábyrgur maður, sem
sér vel fyrir fjölskyldu sinni -
en hann blaðrar mikið!“ segir
hún brosandi og lætur sem hún
sjái ekki huggulega lögreglu-
þjóninn sem stendur og starir á
hana. „Italskir karlmenn geta
endalaust talað um konur og
eru alltaf með vakandi auga á
þeim - enda segja íslenskar
vinkonur mínar að það besta
við að heimsækja mig hingað
til Mflanó sé að þær fari heim
með sjálfstraustið í góðu lagi!“
barsins í Mflanó, leyn-
ir ekki aðdáun sinni
þegar Guðný Margrét
ræðir við hann:
„Hann er ekki dauð-
ur úr öllum æðum
hann Moscatelli!" seg-
ir Guðný Margrét
brosandi. „Ætli hann
sé ekki að nálgast ní-
rætt!“
Clinton er í fréttun-
um og þótt margir
þeirra Itala sem við
hittum væru ekkert
sérstaklega hrifnir af
honum sem forseta
standa þeir með honum í Mon-
icu málinu: „ítölum er í blóð
borið að faðma, koma við kon-
ur og hrósa þeim, án þess að
baki liggi nokkuð annað en að
fá útrás fyrir hugsanir. Ég held
reyndar að íslenskir karlmenn
séu skrefinu á undan þeim
ítölsku í að ganga alla leið,“
segir hún hlæjandi. „Hinn
dæmigerði, ítalski karlmaður
er ekki dökkhærður með brún
augu að spila á mandólín,
borða spagettí og elska konur.
44