Vikan - 17.09.1998, Blaðsíða 14
Lífsreynslusaga
LEG MAMMA
Að blanda sér
í vinahóp dótturinnar
4i hennar. Á mynd
eru þær með sömu
klippinguna; klippingu eins
og Rachel í framhaldsþátt-
unum „Vinir" er með. „Já,
ég var með litað hár þarna,"
segir hún brosandi og segir
það hafa verið ein af mis-
tökunum sem hún hafi gert;
mistök, sem hún sá ekki
sjálf fyrr en það var næstum
orðið of seint.
Eg:
-tók eftir því þegar
^ m j z— gamli bekkurinn
y s l^Jút menntó hittist í
vor að okkur finnst flestum við
ekkert hafa elst á þeim 25
árum sem liðin eru frá útskrift.
Flestir töluðu um að við hefð-
um ekkert breyst og værum
ennþá jafn ung í anda og við
vorum á útskriftardaginn. Ef
þetta nemendamót hefði átt
sér stað einu ári fyrr hefði ég
sjálfsagt talað hæst og mest um
það hvað við værum ung í
anda. En nú veit ég að það er
blekking.
Ég eignaðist dóttur mína
nokkrum dögum eftir stúd-
entsprófið. Það var ekkert á
milli mín og barnsföðurins, en
það kom ekki að sök. Foreldr-
ar mínir bjuggu í stóru húsi og
létu mig strax fá kjallaraíbúð-
ina. Mamma var heimavinn-
andi og tók ekki annað í mál en
að ég héldi mínu striki og færi
í Háskólann, eins og alltaf
hafði staðið til. Ég var því ung-
ur og áhyggjulaus háskóla-
nemi, rétt orðin tvítug og naut
lífsins. Samband okkar
mæðgnanna var einstakt og ég
hafði ekki bara eignast barn,
heldur líka nýja vinkonu.
Svo kom að því að dóttir mín
fór að eldast. Þegar leið að
fermingu kom að fyrsta
árekstrinum: „Mamma, þú
mætir ekki í kirkjuna í þessum
fötum," sagði hún og benti á
nýju buxnadragtina mína.
„Mömmur stelpnanna verða í
drögtum eða kjólum. Þú ert
enginn táningur."
Ég lét þessi orð sem vind um
eyru þjóta. Dóttir mín hlyti að
sjá það í kirkjunni að hún ætti
langunglegustu mömmuna!
Ég var tággrönn og leit vel út í
dragtinni. Ég vissi vel að ég
hafði háa og granna fætur og
þröngu buxurnar fóru mér vel.
Ástandið versnaði þegar hún
var orðin sextán og sjálf kom-
in í menntaskóla:
„I guðanna bænum mamma,
Verslunin Sautján er fyrir
krakka á mínum aldri, ekki
mömmur sem eru að nálgast
fertugt!" Mér fannst hún ekki
alveg skilja hvað vinir hennar
héldu upp á mig. Þeim þótti
bara gaman þegar þeir voru í
heimsókn og ég settist inn í
stofu til þeirra og söng með
lögunum sem þau voru að
spila. „Mamma, getur maður
fengið „prívasí" á þessu heim-
ili?" spurði hún bara með fýlu-
svip. Hún virtist ekki sjá að
vinum hennar fannst gaman
að heyra mig segja sögur úr
Glaumbæ og Sigtúni, frá
kvöldinu þegar Glaumbær
brann og partíunum sem við
héldum til að drekkja sorgum
okkar. Og hvaða unga mann -
eskja getur státað af því að
eiga mömmu sem er alltaf í
stuði, á alltaf vín handa vinun-
um og er til í að fá sér í glas
með þeim og kjafta?
Sprengjan sprakk - en ekki
með látum. I fyrra leigði dótt-
ir mín sér íbúð með vinkonu
sinni frá æskuárunum „bestu
vinkonu minni", eins og ég
kallaði hana, því við áttum svo
vel skap saman. Hún hlustaði
ekki á rök mín fyrir því að
henni lægi ekkert á að leigja
fyrr en hún væri búin með Há-
skólann. Ég mætti daginn sem
þær byrjuðu að mála og viður-
kenni það alveg að kannski
hefði ég ekki átt að skipta mér
af litnum á veggjunum: „Þessi
er nú alveg „out"! sagði ég og
benti á stofuna.
„Sorrí mamma, þetta er ekki
þitt mál," sagði hún brosandi.
„Við ætlum að búa hér, ekki
þú!"
„Hei, á bara að yfirgefa
mann?" spurði ég hress í
bragði. Þær svöruðu engu, en
litu hvor á aðra með tvíræðum
svip.
Ég hringdi til þeirra á laugar-
dagskvöldi og ætlaði að plata
þær með mér á kráarrölt. Ég
hafði stundum slegist í för með
þeim þegar þær fóru tvær sam-
an eða fleiri og var hrókur alls
fagnaðar, enda er ég sannköll-
uð stuðmanneskja þegar ég er
í glasi. Ég er ekki þessi
mamma sem hneykslast á að
unga fólkið detti í það eða fái
sér jafnvel í nös. Maður þekk-
ir nú ýmislegt frá því í „gamla
daga" þótt enginn úr mínum
vinahópi hafi prófað hass í þá
daga.
Þetta laugardagskvöld svaraði
vinur hennar: „Bíddu aðeins,
hún er að bera snakkið inn í
stofu." Snakkið? Var partí?
„Hæ, mamma mín," heyrðist
kunnugleg rödd segja hinum
megin línunnar.
„Hva... Er bara partí og
mömmu ekki boðið?" spurði
ég-
Já, það var innflutningspartí
og mér var ekki boðið: „Þú
getur ekki verið alls staðar,
elsku mamma..."
Daginn eftir sprakk sprengjan.
Við settumst niður, mæðgurn-
ar, og ræddum út um málin. í
þessu uppgjöri sagði dóttir
mín mér allt. Hún sagðist
aldrei hafa þolað að sjá mig
ganga um í sömu fatatísku og
hún, jafnvel í hennar fötum.
Henni fannst ekkert flott að
eiga mömmu sem var svo
grönn að hún passaði í föt dótt-
ur sinnar, 20 árum yngri.
14