Vikan


Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 23

Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 23
Þessi steinveggur stendur eftir af húsinu þar sem Fálkinn rak lengi reiðhjólaverkstæði. Gunnar lét skreyta vegginn við hæfi.í 1 Veggjakrot er vandamál hér á landi sem annars staðar. Gunnar varð fyrri til og fékk þrjá stráka til þess að skreyta vegg- ina sem umlykja Hótel Frón. Hótel Frón. Setustofurnar eru bjartar og fallegar og vel búnar húsgögnum. Allar íbúðirnar hafa lítinn eldhúskrók þar sem gestirnir geta eldað sjálfir. Nokkur húsanna sem Gunnar hefur byggt í miðbænum. ekki að byggja í Grafarvoginum eins og allir hinir? „Þelta er nú bara einhver fóbía fyrir því að vera eins og hinir," segir Gunnar og virðist vera steinhissa á sjálfum sér. „Bara hreinlega einhverjar dillur. Ég hef einfaldlega ekki nennt að elta tísku- straumana." Sjálfur hefur Gunnar lengi búið í miðbænum og gæti ekki hugsað sér að búa annars staðar. Segir það þægilegt að geta gengið út úr hús- inu og vera staddur í miðju mann- lífsins. „Þeir eru til sem vildu gjarn- an búa miðsvæðis, en setja sig á móti því að búa við hávaðann sem óneitanlega skapast þegar skemmtistaðirnir loka um helgar. En að mínu mati er þetta umferð og hávaði sem venst og angrar mig ekki. Mér finnst kostirnir vega þyngra en gallarnir.“ Það er engin lognmolla í kringum Gunnar, síminn í vasa hans hringir stöðugt meðan við spjöllum saman á fallegu hótelinu við Klapparstíg- inn. Hótel Frón er nýjasta húsið sem hann reisti í miðbænum og þar er starfsemin í fullum gangi allt árið. Á sumrin er þar rekið venju- legt hótel en á veturna breytist rekslurinn. „Á veturna er hér ekki venjuleg hótelstarfsemi, heldur eru hér gestir til lengri tíma. í luísinu eru sex tveggja herbergja íbúðir og nfu einstaklingsíbúðir. Það eru ýmis fyrirtæki sem leigja hér fyrir er- lenda starfsmenn sína og hér gistir fólk hvaðanæva að. Fólki, sem dvel- ur að heiman í lengri eða skemmri tíma, finnst þægilegra aö búa í íbúð frekar en í einu hótelherbergi. Það er gott að geta eldað sjálfur í stað þess að þurfa að borða á veitinga- húsum alla daga.“ Gunnar segist ekki koma mikið nálægl hótelrekstrinum, Bergljót systir hans sjái alfarið um þá hlið mála. Hún var lengi flugfreyja hjá Flugleiðum og þegar hún hætti fékk Gunnar hana í liö með sér og eru þau bæði alsæl með þann gang mála. Ég spyr Gunriar að lokum hvað hann hafi hugsað sér að gera þegar hann hætti að bvggja hús og setjist í helgan stein. „Ætli maður fari ekki að spila golf eins og allir hinir," svarar Gunnar og er mikið skemmt við tilhugsunina. „En ég veit það svei mér ekki." segir hann um leið og hann sprettur á fætur. „Ég hef svo sem aldrei séð tilganginn með þeim leik og líklega er hann allt of hægfara fvrir minn smekk." S ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.