Vikan


Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 48
Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2,101 M w © ir j Reykingar og kynlíf Þorsteinn lœknir Ég sá grein í Vikunni um daginn þar sem stúlka var að spyrja þig út í atriði varðandi kynlíf og þá datt mér í hug að snúa mér til þín með mjög persónulegt mál. Við hjónin höfum verið í ágætu sambandi frá því við vorum ung. Eins og gengur erum við ekki sam- mála um allt. Það fer t.d. hryllilega í taugarnar á mér hvað hann reykir mikið, alltaf og allsstaðar. Ég hef hvatt hann til að hætta, innritað hann á námskeið, fengið börnin í lið með mér en hann þolir ekki að heyra á þetta minnst. Nú er hins vegar al- varlegra mál komið upp. Hann hefur svo lítinn áhuga á samlífi okkar og stinningar- vandamál (held ég að það sé kallað) er farið að gera vart við sig. Er þetta ekki allt út af reykingunum? Ég heyrði talað um þetta í þætti á Stöð 2 um daginn og nefndi það við hann að svona færu reykingar með karlmenn. Þeir verða blóðlausir og duglitlir. Hann bara stóð upp og fór. En hvernig á ég að snúa mér í þessu máli? Ætti hann að taka lyf og er eitthvað sem ég get gert? Mikið vona ég að þú getir svarað þessu bréfi, en ekki birta nafnið mitt. Áhyggjufull eiginkona Kæra eiginkona Reykingar eru ekkert grín, líklega vanmetum við oftar en ekki fíknina sem fylgir þeim, en hún kemur einmitt fram í því að fólk verður ergilegt eins og eiginmaður þinn þeg- ar þú eða börnin reyna að ná til hans og grátbiðið hann um að hætta að reykja. En auðvit- að er þetta ekki allt fíkn, frek- ar en stinningarvandamálið er allt reykingunum að kenna þó að þær hjálpi ekki. Margt ann- að kemur til eins og líðan hans sjálfs. Er hann sáttur við sjálfan sig, er hann í jafnvægi, er hann ánægður með lífið? Margir karlar ganga í gegnum tilfinningavandamál, sem þeir eiga í vandræðum með að l wm m u' □ greiða úr og eru ekki vanir að ræða dýpstu tilfinningar eða hreinlega þekkja þær ekki. Ekki er óalgengt að karlar segjast eða gefa í skyn með al- höfnum að þeir þurfi næði og er það oft merki um að þeir þurfi að melta sínar tilfinning- ar en getur líka bent til að þeir séu komnir í vandræði. Þunglyndi er líklega van- greindur sjúkdómur meðal karla, þar sem dofi t.a.m. í kynlífi, stinningarvandamál, reykingar og afskiptaleysi eða önugheit geta komið fram. Almennt séð er besta aðferð- in, þegar reykingarmaður á heimili vill ekki taka fortöl- um, að hætta alveg að skipta sér af reykingunum, en setja þess í stað reglur þar sem heimilisfólkið neitar alfarið að sætta sig við reykingar á ákveðnum stöðum, eins og innan veggja heimilisins og í bílnum. Segið þá að reyking- arnar séu hans mál en hann rnegi ekki reykja ofan í ykkur, og ekki gefa þetta eftir. Segið honum að ykkur þyki vænt um hann og viljið gjarnan halda í hann, en fyrst hann þurfi endilega að flýta fyrir sjúkdómum og dauðanum þá sé það náttúrulega hans mál. Smá hæðni er í lagi en fyrst og fremst er valið hans þó að þið stjórnið hvar hann reykir og það má aldrei vera nálægt ykkur. Svo okkar á milli get ég sagt þér að karlar eru ótrú- lega viðkvæmir fyrir lykt af sjálfum sér. Segðu honum að hann lykti eins og öskubakki. Gangi þér vel, Þorsteinn Óþolandi frunsur Til heimilislœknis Vikunnar Mikið langar mig til að vita hvers vegna ég fæ frunsur mörgum sinnum á ári. Er eitthvað hægt að gera við þessu lýti? Tengist þetta lifn- aðarháttum fólks? Ég er 26 ára og heilsuhraustur. Vonast til að fá svar. Gísli Kæri Gísli Frunsur eru oftar en ekki VIKAN taldar stafa af herpesvírus sem hefur búið um sig í einni af taugum líkamans, og er algengt að það sé í taug tengdri vörum okkar. Margir taka eftir því að frunsur koma þegar við erum undir álagi í lífinu, erurn með kvef eða erum illa fyrir kölluð. í öðrum tilvikum finnum við ekki þetta samhengi. Herpes- vírusinn er tækifærissýkill, sýk- ingin blossar upp sem sagt við þær aðstæður þegar varnir lík- amans veikjast. Hægt er að fá krem í apótekinu sem virðast verka ágætlega ef þú byrjar að nota þau nógu snemma. Almennt séð er ekki nein ein þekkt aðferð til að koma í veg fyrir þetta, en ef þú gætir að álagi í lífinu, borðar hollan og fjölbreyttan mat og tekur þín ÞORSTEINN NJÁLSSON HEIMILISLÆKNIR vítamín er möguleiki á að draga úr þessum sýkingum. Ef til vill er einhver lesandi með betri lausn á þessum vanda. Þorsteinn Fæ aldrei fullnægingu Með von urn fullkominn trúnað sendi ég þér þetta bréf. Ég veit ekki hvern ég á að tala við, en þannig er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.