Vikan


Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 21

Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 21
NÝJASTA ÆÐIð IÚTLÖNDUM - DJÚSB Nú eftir hátíðirnar, veislur og ofát, er ekki úr vegi að skoða aðeins nýjasta heilsuæðið í útlöndum - grænmetis- og djúsbarina. Það er oft talað um það að kvikmyndastjörnur séu leiðandi í þeirn straumum og stefnum sem við hin fylgjum svo eftir. Stjörnur eins og Tom Cruise, Nicole Kidman, Sean Connery og Richard Gere ásamt fleirum eru meðal fjölda meðvitaðra einstak- linga sem nýta sér svokallaða djúsbari bæði hér í Evrópu og einnig vestanhafs. Þar á meðal einn þekktasta djúsbar- inn í London, Planet Organic á Westbourne Grove, sem einnig er heilsubúð. í streitu og hraða nútímaþjóðfélagsins virðist hafa sprottið upp þörf fyrir fljótvirka leið til að hella í sig hollustudrykkjum unnum úr lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum. Enda kvarta margir undan orkuleysi, sérstak- vetrarmánuðina. í nýlegri ferð minni til Lundúna lagði ég leið mína á þennan þekkta djúsbar í Planet Organic. Þegar inn var komið blasti við slíkt ævintýri að ég hefði getað eytt þar heilum degi. Planet Organic er fyrirtæki sem býður upp á allt það besta í lífrænum vörum. Enda fólk að verða með- vitað um gildi lífrænnar ræktunar. Hér eru engin eiturefni, geymsluþols- eða litarefni notuð. Hér er hægt að finna smáskammtalyf, ilmolíur, vítamín og bætiefni, sem og jurtir alls staðar að úr heiminum. Einnig er hér gífurlegt úrval bóka og tímarita, þar sem fjallað er um leiðir til betri heilsu. Stór hluti búðarinnar er lagður undir djúsbarinn, þar sem hægt er að fá úrval drykkja samansetta úr grænmeti eða ávöxtum. Þar sem ég bjó á Butlins Grand Hotel á Prince's Square, aðeins steinsnar frá Planet Organic, hafði ég það fyrir reglu að ganga þangað í byrjun dags. Þar pantaði ég yfirleitt góða blöndu af grænmetissafa og einnig ávaxta- blöndu sem alltaf bragðaðist eins og sælgæti. Best þótti mér að fá blöndu af ávöxtum og múslí með smá prótín- dufti. Þannig fór ég alltaf hress af stað í leiðangra mína um borgina, og gat svo með góðri samvisku fengið mér það sem hugurinn girntist, án þess að hugsa um hollustuna. Ferðir til útlanda bjóða upp á alls kyns góðgæti og það gefst enginn tími til að spá í hvað sé hollt og hvað ekki. Það er því ómetanlegt að geta hellt í sig hollustudrykk sem gefur næga orku fyrir daginn. Auk þess er boðið upp á ginseng, drottningarhunang, sólhatt, lecitín, blómafrjó- korn og þangduft út í drykkina. Og svo er einnig hægt að fá nýkreist hveitigras eða Wheat Grass, en það á meðal annars að vera mjög blóðhreinsandi og allra meina bót. Hér á landi eru ekki enn komnir djúsbarir og er það von- andi tímaspursmál hvenær svo verður. En hér er þó hægt að fá keypt glös af nýkreistum djús á nokkrum stöðum. Helstir eru grænmetisveitingastaðirnir Grænn kostur og A næstu grösum. Hjördís á Grænum kosti segir að gulrótar- safinn þeirra sé mjög vinsæll og einnig appelsínusafinn. Sólveig bætir við að hún kreisti iðulega hveitigrasið fyrir meðvitaða viðskiptavini. Gunnhildur á veitingastaðnum Á næstu grösum gerir einnig gulrótarsafa eða aðrar blöndur ef beðið er um það sérstaklega. Einnig er hægt að fá ný- kreistan appelsínusafa og greipsafa í flöskum í grænmetis- borðum Nýkaups og Hagkaups. Á öllum þessum stöðum eru safarnir ferskir og án allra aukaefna. Svo er auðvitað hægt að pressa sinn eiginn safa heima með einföldum hætti í safapressu og hefur það reynst mér vel. Og góðar uppskriftir við djúsgerðina eru til dæmis í bókum Leslie Kenton sem hægt er að fá í Eymundsson. Það er spennandi að fylgjast með þróuninni í hollustu- bylgunni, sem verður sífellt meira áberandi eftir því sem rannsóknir sýna fram á sterkari tengsl mataræðis og sjúk- dóma. í nýlegu hefti Newsweek má til dæmis sjá forsíðu- grein um tengsl milli fæðu og forvarna gegn sjúkdómum. Læknar virðast einnig vera að vakna til meðvitundar um þessi mál og kominn tími til. Gott dæmi um það eru vin- sældir læknisins Andrew Weil sem starfar við Harvard og skrifaði bókina Lækningarmáttur líkamans sem þýdd var af lækninum Þorsteini Njálssyni. Og þá er bara að drífa sig og kaupa nýkreistan safa og fjárfesta í safapressu. Ekki veitir af eftir jólasukkiðl! 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.