Vikan


Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 42

Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 42
Iln VÆNT Vera kann að einhverjum finnist undar- legt að við skulum birta hér mynd af jólakaktusi og það að nýliðnum jólum. Ástæðan er þó einfaldlega sú að jóla- og reyndar líka nóvemberkaktusar, tvær skyldar plöntur og mjög líkar í útliti, blómstra oftar en rétt um jólin. Sumar plönturnar eiga það til að blómstra bæði um jól og snemma á vorin. Ekki vitum við nákvæmlega hver orsökin er. Eigendur halda því einfaidlega fram að þeir séu einfaldlega svo snjallir blómaræktendur. n I M Frjð’a Björnsdóttir % 11 P / Aður en lengra er haldið er rétt að leiða ykkur í allan sannleikann um blóm- strandi kaktusinn á myndinni. Hann er nefnilega „silki- blóm“ og mun því blómstra allt árið, sama hverjir eigend- urnir eru. Kaktusinn er ein- staklega eðlilegur og fer vel þar sem honum hefur verið stungið í pott með fíkjutré Benjamíns. Eigandinn hefur hlotið mikið lof fyrir plöntuna og fólk verður undrandi þegar í ljós kemur að um gerviblóm sé að ræða. En snúum okkur að raun- verulegum jóla- og nóvem- berkaktusum. Þeir eru svo- kallaðir blaðkaktusar og bera „tvílyft", löng blóm sem geta verið rauð, rauðbleik, bleik 42 og jafnvel hvít. Best líður plöntunum í gljúpri og kalksnauðri mold. Hvíldar- tími kaktusanna er frá því upp úr áramótum og fram í mars og á þeim tíma er sagt gott að láta þá standa á svölum stað og draga mjög úr vökvun. Vaxtartíminn er yfir sumarið og þá er ráð að vökva með áburðarvatni. Að haustinu er aftur dregið úr vökvun og sumir halda því fram að gott sé að láta kaktusana standa á köldum stað þar til bryddir á blómhnöppum. Fara verður varlega með plöntuna því blómhnöppunum hættir til að detta af ef hún er hreyfð harkalega. Nú er vökvað meira og kaktusinn færður á hlýrri stað. Reyndar halda margir því fram að þeir færi kaktusana sína aldrei og stað- hæfa að þeir standi alltaf á hlýjum stað og séu vökvaðir jafnt allt árið. Samt blómstri þeir á hverjum jólum og jafn- vel um páskana líka. Ekki þorum við að bera á móti því að þetta sé rétt og heldur ekki að fullyrða að okkar lýsing á meðferðinni sé sú eina rétta. Það er bara gott til þess að vita að plönturnar gleðji eig- endurna sem oftast og lengst með blómum sínum. Jólakaktusar geta orðið býsna gamlir og heyrst hefur um plöntur sem komnar eru hátt á þrítugsaldur. Fjölgun er auðveld; nokkrir liðir eru teknir af kaktusnum, þeim stungið í vatn og þeir látnir róta sig. Einnig á að vera hægt að stinga þeim beint í mold en þá verður að halda henni sæmilega rakri á meðan ræt- urnar eru að myndast. Hér eru í sambýli gervi- jólakaktus og fíkjutré Benja- míns sem er sprelllifandi. Þeg- ar líða tekur á janúar hverfur jólakaktusinn niður í kassa og lætur ekki sjá sig aftur fyrr en undir jól. Þá er hann í fullum blóma og eiganda sínum til sóma. Kaktusinn er frá Heild- versluninni Ás, Smiðjuvegi 11 í Kópavogi, sem selur mikið af fallegum gerviblómum. (LjósmyndSiguijón Ragnar)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.