Vikan


Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 30

Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 30
rsdóttir Mynd: Sigurjón Ragnar íjTil 1 J \ r 1 i)J ) jijl 1 m /11 fh) I Fí í hæklinum á legg kindalæris er svokallað völubein. Áður fyrr fylgdi hækillinn með þegar læri var keypt en nú saga kjötiðnað- armenn hann venjulega af. Völubein er þó auðvelt að fá ef menn vilja spreyta sig á að spá en valan hefur verið notuð til spádóma árum saman hér á landi. Menn hugsa sér eða hafa spurningu yfir upphátt og valan svarar eftir því hvor hliðin snýr upp þegar hún stöðvast eftir að notuð hefur verið ákveðin aðferð við að kasta henni. Nokkuð mismunandi eru bæði aðferðin og þulan sem höfð er yfir. Sumir segja að holan þýði nei en aðrir já og fer það eftir því hvort hin hliðin er jákvæð eða neikvæð en allir virð- ast sammála um að stöðvist hún upp á endann viti hún ekki svarið. Lengst er þul- an svohljóðandi: Upp er kryppa á völu miitni Segðu mér það, spá- kona mín, sem ég spyr þig að. Með gullinu skal ég gleðjaþig, með silfrinu skal ég seðja þig og silkinu vefja þig og gefa þér kóngsson með öllum hans ríkjum ef þú segir mér satt en brenna þig í eldinum og kasta þér í koppinn ef þú lýgur að mér. Nokknar aðrar útgáfur eru ettiríarandi: Vala, Vala, spákona svaraðu því sem ég spyr þigað ef þú segir satt skal ég með gullinu gleðja þig og silfrinu seðja þig en í eldinum brenna þig ef þú lýgur að mér. Vala, Vala, spákona, spyr ég þig að. Eg skal gefa þér skyr og rjóma efþú segir satt en henda þér í hlandkoppinn ef þú lýgur að mér. Spákona mín, nú spyr ég þig, satt skalt þú segja mér, þá mun ég með gullinu gleðja þig og silfrinu seðja þig. En í eldinum brenna þig ef þú lýgur að mér. Menn stilla völunni upp á nefi sér eða hvirfli og síðan er þulan höfð yfir, þá hneigja menn höfuðið og þegar valan stöðvast hefurðu svarið. Aðrir fela völuita í lófa sér og kasta henni, entt aðrir halda henni yfir höfði sér og snúa sér réttsœlis þrjá hringi áður en henni er kastað og ein aðferðin er að stilla völunni upp og fella hana síðan með smá steini. Verslunin Kirsuberjatréð selur nú orðið völur í sérstökum litríkum krúsum, sem gerðar eru úr gallblöðr- um svína, og er völunni velt úr þeim á borð. Og þá er bara að verða sér úti um völu og spyrjast fyrir um hvernig gangi að halda nýársheitin þetta árið. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.