Vikan


Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 07.01.1999, Blaðsíða 26
„Hjónaband mitt var alla tíð mjög gott. Við hjónin vorum miklir vinir og notuðum mikið gálgahúmor okkar á milli. Mað- urinn minn sagði oft að hann gæti aldrei orðið ástfanginn af annarri konu en eitt skyldi ég hafa alveg á hreinu: Ég yrði að sætta mig við það að hann hefði það takmark að deyja ekki fyrr en hann væri búinn að sofa hjá svertingjakonu. Ekki grunaði mig að brandarinn yrði að veru- leika sem breytti áhyggjulausu og hamingjusömu lífi okkar i martröð og endaði með dauða." „Það var ást við fyrstu sýn þegar ég hitti manninn minn 17 ára gömul. Við trúlofuðum okkur þegar ég var nýorðin 18 ára. Eftir að við giftum okkur fluttum við vestur á firði. Þar eignuðumst við dóttur okkar. Síðar fluttum við til Reykja- víkur og þar fæddist sonur okkar. Arið 1977 fluttum við til Akureyrar og þar áttum við okkar bestu ár, það var yndislegur tími. Árið 1984 tókum við okkur upp og flutt- um til Danmerkur. Við ákváðum að selja íbúðina okkar þar sem maðurinn minn ætlaði að mennta sig frekar og það kostaði pen- inga. Hann fór til Danmerkur stuttu á undan okkur og það var þá sem hann fór eitt ör- lagaríkt kvöld í vændishús og lét verða af því að eyða stund með svartri konu. Eftir að við komum út, þremur vikum seinna, veiktist hann illa. Hann vildi sem minnst úr þessum veikindum gera og ekkert um þau ræða. Eins og venjulega sló ég á létta strengi. Eg var svo örugg í hjónabandinu og viss um trú- mennsku mannsins míns að ég spaugaði með það við son okkar að líklega hefði pabbi hans nú bara hitt einhverja aðra konu og hún smitað hann af einhverjum óþverra. Við vorum í Danmörku í þrjú ár. Enn veturinn vorum við bara tvö ein meðan börnin voru í skóla á Islandi. Þá upp- lifðunt við tilhugalífið og hveitibrauðsdagana á nýjan leik. En allan tímann veiktist hann annað slagið, fékk oft útbrot um allan líkamann og kvartaði yfir suði í eyrum. Hann fór á rnilli lækna en enginn þeirra fann nokkuð að honum. Svo var kominn tími til að fara heim til Islands á ný. Við fluttum aftur til Akur- eyrar. Þar komum okkur fyrir í leiguhúsnæði og maðurinn minn stofnaði fyrirtæki ásamt öðrum ntanni. Allt virtist bjart framundan en það fór að bera á persónuleikabreyting- um hjá manninum mínum. Hann var oft ruglaður, utan við sig og óábyrgur í peninga- málum, sem var mjög ólíkt honum. Dag nokkurn, haustið 1988, hlustuðum við á viðtal við mann í útvarpinu, þann fysta sem dó úr alnæmi hér á landi. Maðurinn lýsti líðan sinni og ég hafði orð á því við manninn minn að þessi lýsing kæmi heim og saman við hans líðan. Síðan var ekki meira talað um það. En hann varð sífellt veikari og veikari og var greinilega farinn að gruna eitthvað og það kom fram í hegðun sem var ólík honum. Hann var þögull og vildi oft vera einn. T.d. sat hann einn úti í klukkustund á gamlárs- kvöld í þungum þönkum, í stað þess að vera hrókur alls fagnaðar. Mamrna hans dó um svipað leyti og hann gat ekki hugsað sér að vera við kistulagninguna. Hann var farinn að tala um að flytja til Reykjavíkur og fór til þess að athuga með at- vinnumöguleika. 11. febrúar 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.