Vikan


Vikan - 31.05.1999, Síða 21

Vikan - 31.05.1999, Síða 21
ðjr guttarJ Aron og Hreiftar Örn eru gallharðir í golfinu F wi ■/ W ■ /^Ki 1 11 V1 1 ■ i J11 i H 1 \u£r m 9Bp Vikan brá sér á golfvöll Golffélags Reykjavík- ur að Korpúlfsstöðum á uppstigningardag í þeim til- gangi að hafa uppi á golfurum. Það var úrhellisrigning þenn- an vordag og við áttum ekki von á fjölmenni sökum veð- urs. En golfáhugamenn láta íslenskt veðurfar sannarlega ekki aftra sér og nutu augljós- lega golfsins til hina ýtrasta. Menn voru klæddir í samræmi við veður í skjólgóðum regn- fötum og með ýmis skemmti- ieg höfuðföt og munduðu kylf- urnar fagmannlega, rjóðir í kinnum. Við rákum upp stór augu er við rákumst á tvo unga stráka þarna á vappi sem aðspurðir sögðust vera miklir áhugamenn um golf og vera daglega á golfvellinum. Þetta eru bræðurnir Aron Svansson, átta ára og Hreiðar Örn Svansson, 11 ára. „Hvers vegna fenguð þið áhuga á golfi?" Aron verður fyrir svörum: „Við eigum heima hérna rétt hjá golfvellinum og vorum bara forvitnir. Afi okk- ar í Þorlákshöfn spilar líka golf svo við vissum um hvað málið snýst. Við drifum okkur því hingað á golfvöllinn til að kanna aðstæður og við vorum mjög fljótir að fá æði fyrir golfinu. Við erum búnir að fjárfesta í golfsetti sem við eig- um saman. Settin eru dálítið dýr þannig að við látum okkur nægja að vera með eitt sett núna, en draumurinn er að eignast sitt hvort seinna. Hreiðar Örn segir okkur að það sé mjög gaman að spila golf og ekki skemmi fyrir hvað starfsmenn golfvallarins séu hressir og vinsamlegir. „Við erum hálfgerðir heimalningar hér á golfvellinum og starfs- fólkið tekur okkur mjög vel og leiðbeinir okkur ef á þarf að halda. Við erum farnir að þekkja næstum alla sem stunda golf hér og sjáum strax ef einhverjir nýir bætast í hóp- inn." Hreiðar bendir út á golfvöll þar sem kona í skærrauðum regnstakk er að spila undir leiðsögn. „Þessi kona er til dæmis ný og John er að kenna henni. Það er hægt að fá einkakennslu ef maður á nógan pening." Þeir bræður segjast þó ekki þurfa neina einka- kennslu, þeir reddi sér sjálfir og gengur það hreint ágæt- lega. „Við lærum mikið af því að fylgjast með vönu golfurun- um og verðum örugglega góð- ir í framtíðinni. Við byrjuðum svo snemma í þessu og æfingin skapar meistarann, ekki satt?" segja þeir hlægandi með stríðnisglampa í augum. Þeir bræðurnir fara líka í sund á hverjum degi og má því með sanni segja að þeir séu miklir útivistarmenn og til fyrir- myndar. Það var gaman að fylgjast með ungu köppunum á golfvellinum og greinilegt að spilað var af áhuga og kapp- semi. Golf er ákaflega vinsæl íþrótt sem hefur stöðugt verið að sækja í sig veðrið hér á landi og hefur þá sérstöðu að sameina útivist fjölskyldunnar ásamt því að vera afar skemmtileg íþrótt. Góðir golfvellir eru víða í Reykjavík og nágrenni. Sumarið er einn besti tíminn til að njóta golf- íþróttarinnar og því er um að gera að dusta nú rykið af kylf- unum og drífa sig í fjörið á vellinum. Vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.