Vikan


Vikan - 31.05.1999, Síða 24

Vikan - 31.05.1999, Síða 24
Texti: Margrét V. Helgadóttir Langar þig að ræða um kynlíf? Kynlíf hefur lengi verið feimnismál í allri almennri þjóðfélagsumræðu. Endalausir kyn- lífsbrandarar dynja á okkur. Margir hváðu á sínum tíma þegar íslensk kona kom fram I fjölmiðlum og titlaði sig kynfræðing. Sumir líta undan þegar þeir sjá forsíðuna á Bleiku&Bláu í biðröðinni í Hagkaup. Þjóðin stóð á öndinni þegar ungar íslenskar stúlk- ur sáust naktar og í nautnalegum stellingum í hinu heimsþekkta karlablaði Playboy. Svo ekki sé minnst á neyðarlegar kynlífsathafnir Bandaríkjaforseta. Þegar ræða á um kynlíf af einhverri alvöru kárnar gamanið. Konur tala um pillur, blæð- ingar og brjóstastærð sín á milli en þegar umræðan fer að snúast um kynlíf þagna margar þeirra. Karlar grín- ast með tippastærðir og hvað þeir hafa náð að sofa hjá mörgum stúlkum. Um- ræðan fer sjaldan út fyrir þann ramma. Af hverju Hefur einhver ykkar prófað Viagra? finnst okkur svona erfitt að ræða um jafn sjálfsagðan hlut og kynlíf? Svarið virðist einfalt og rökrétt. Við höfum vanist því að ræða það ekki. Skólabækurnar í gamla daga sýndu myndir af eggjaleið- urum og sáðrásum en upp- lýsingar um hvernig fólk naut þess að koma þessum ólíku líffærum saman var hvergi að finna. Fyrir utan þá staðreynd að kynlíf er eitt það helgasta sem tvær manneskjur deila og skiljanlega vilja margir halda sínum einkamálum út af fyrir sig. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli hvar í ver- öldinni við erum stödd þeg- ar umræðuna ber á góma. í löndum þar sem fólki er eðl- islægt að tala um allt milli himins og jarðar er kyn- lífsumræðan ekki undanskil- in. Sem dæmi má nefna eru Ameríkanar mjög frá- sagnaglaðir. Pví má alveg búast við að amerísk kona sem er sessunautur þinn í flugvél, fræði þig um kynlífs- athafnir sínar. Á íslandi tíðkast nú ekki að ræða alla hluti við Pétur og Pál en ís- lenskar konur eru duglegar að ræða við vinkonur sínar. í fæstum tilfellum tala þær við mæður sínar sem eru kannski best til þess fallnar að miðla af reynslu sinni. Mörgum finnst einfaldlega óþægilegt að ræða um þessa hluti við foreldra sína og ekki síður óþægilegt að fræðast um kynlíf foreldra sinna. Islenskir karlmenn eiga mjög erfitt með að ræða málin á alvarlegum nótum. Getur einhver ímyndað sér að umræðuefnið á dæmi- gerðum karlavinnustað sé: Ég fæ það svo fljótt, strákar. Hvað gerið þið í slíkri stöðu? Hefur einhver ykkar prófað Viagra? Og ef svo er. Hvernig virkar það? Ef storkasagan væri sönn Þegar kemur að því að fræða börn og unglinga um kynlíf geta foreldrar átt erf- iðar stundir. Margir stikla á stóru, óska þess heitast að storkasagan væri sönn, þeg- ar stór og blá barnsaugu bíða eftir svari við spurning- unni: „Hvernig varð ég til?" Aðrir eiga auðveldara með að útskýra fyrir börnum sín- um hvernig hlutirnir ganga raunverulega fyrir sig. Þeg- ar nýr vinur er farinn að eyða drjúgum tíma í her- bergi elstu dótturinnar fara að renna tvær grímur á for- eldrana. Eru þau bara að tala saman eða er barnið mitt virkilega farið að sofa Margir stikla á stóru, óska þess heitast að storka- sagan væri sönn, þegar stór og blá barnsaugu bíða eftir svari við spurningunni: „Hvernig varð ég til?" eggrás eggjastokkur slima voövalag legháls leggöng leggangaop } leg 24 Vikan þvagpípa frá blööru sáöblaöra blöðruhálskirtill sáörás þvagrás eistnalyppa kóngur forhúö eista pungur

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.