Vikan


Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 28
Eg á rétt á hamingju Ég bý í litlu borpi úti á landi. Tvítug kynntist ég manninum mínum og einu og hálfu ári seinna fædd- ist okkur fyrsta barnið. Við uorum stoltir foreldrar og bjuggumst við að yndis- legur tími biði okkar. Litla skinnið var óvært og lét okkur aldeilis finna fyrir að bað væri til Ég beið en fann aldrei fyrir bessari gleði og hamingju sem átti að fylla allar mæður. Ég fór úr jafnvægi sama hversu lítið bjátaði á og svefninn fór úr skorðum. Matarlyst mín var mjög lít- il líka og maðurinn minn sá að eitthuað var að. En allir hafa heyrt talað um sængurkuennagrát og betta hlaut bara að flokk- ast untíir hann og lagast begar frá liði. Við ræddum betta aldrei hvorki við vin- konur mínar né fjölskyld- una og enginn vissi neitt um bað sem ég var að ganga í gegnum fyrr en mörgum árum seinna. Eftir nokkra mán- uði komst hins vegar sæmilegt jafnvægi á fjöl- skyldulífið og allt gekk bæri- lega eftir það. Fjórum árum seinna kom annað barn okk- ar í heiminn, yndislegt lítið kríli sem svaf allan sólar- hringinn fyrstu þrjá mánuð- ina. Tveimur dögum eftir fæðinguna byrjaði svipuð vanlíðan hjá mér og eftir fyrri fæðinguna. Ég gat ekki sofið, hafði enga matarlyst, grét stöðugt og kveið öllu. Ég leitaði til heilsugæslunn- ar á staðnum fimm dögum eftir að ég kom heim af sjúkrahúsinu og þá var ég komin í algjöran vítahring, hafði ekkert getað sofið og ég hafnaði barninu mínu. Svo langt var ég leidd að ég taldi að ef barnið myndi deyja færi öllum að líða vel aftur. Ættingjar tóku nú eftir að eitthvað var að . Ég óð um eins og ljón í búri og kom engu í verk, enda gat ég ekki einbeitt mér að neinu. Hvernig sem ég reyndi gat ég ekki fest hugann við neitt og kvíðinn stigmagnaðist. Ég þurfti að gefa svo mikið af mér með tvö lítil börn sem þörfnuðust mömmu sinnar svo ósegjanlega mik- ið en ég gat ekkert gefið. Ein systra minna var svo yndisleg að koma og vera hjá okkur í viku, enda höf- um við systkinin alltaf verið mjög samrýmd. Hún vildi fá mig með sér suður til Reykjavíkur og ég fór með börnin mín til hennar og bjó hjá henni í mánuð. Önnur systir mín býr á sama stað og studdu þær vel við bakið á mér þennan tíma. Ég leitaði til sérfróðra að- ila sem hjálpuðu mér og gáfu mér þunglyndislyf til að ég næði áttum aftur. Loksins treysti ég mér til að fara heim en öll vissum við að langt var í að ég næði fullum bata. Nú vissum við að þetta var sjúkdómur sem hrjáði mig og að í mínu tilfelli væri hann tengdur fæðingu og mundi lagast með tímanum. Þriðja barnið fæðist Árin liðu og við ákváðum að eignast þriðja barnið en við vissum að svo gæti farið að þunglyndið næði tökum á mér aftur. Við vonuðum þó að fæðing þessa barns myndi færa mér hamingju. Svo fæddist barnið. Strax morg- uninn eftir fæðinguna vakn- aði ég með nagandi kvíðatil- finningu. Þá vissi ég að þriðja þrautargangan var framundan og bað strax um að fá lyf. Þau fékk ég og eft- ir sjö daga á fæðingardeild fór ég heim til að takast á við fullt hús af börnum. Fyrstu mánuðina þjáðist litla barnið af magakveisu svo við höfðum nóg að gera. Alltaf dimmdi meira og meira í hugskoti mínu með hverjum deginum sem leið. Ég vildi orðið bara fá að deyja til að losna við þessa vanlíðan og finna frið í sál- inni sem mér hafði ekki tek- ist að finna í mörg ár. Líðan mín var svona þrátt fyrir að ég tæki lyf. Ég var öll dofin tilfinn- ingalega og hafði engan tíma til að rækta sjálfa mig á nokkurn hátt. Guð veit að ég elska börnin mín en mér fannst ég algjörlega hafa brugðist sem móðir. Þess vegna taldi ég þau betur sett án mín. Maðurinn minn stóð alltaf eins og klettur við hliðina á mér en hann átti ekki síður erfitt en ég. Hon- um fannst hann gersamlega úrræðalaus og ekkert geta gert til að hjálpa mér. Mamma og vinkona mín sáu fljótt að heima gæti ég ekki verið og að öryggis míns væri betur gætt yrði ég lögð inn á sængurkvennadeild. Ættingjar og vinir voru hreinlega orðn- ir hræddir um að ég kynni að grípa til einhverra örvænt- ingarúrræða. Ég var lögð inn á sængur- kvennadeild. Ég horaðist stöðugt og það varð að neyða ofan í mig mat og drykk. Eftir mánaðardvöl á sjúkrahúsinu sáust enn eng- in batamerki en þrátt fyrir það var ég send heim. Systur mínar komu þá aftur til bjargar og sendu eftir mér. Við sáum að þetta var besta lausnin eins og aðstæður voru og ég fór suður með Ég fór úr jafnvægi sama hversu lítið bjátaði á og svefninn fór úr skorðum. 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.