Vikan


Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 54

Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 54
Þeír sem nota spjallrás- irnar á netinu uita að par myndast alls kyns trún- aðarsambönd bótt fólkið hittist kannski aldrei. Þeír eru líka margir sem hafa kynnst ástinni í gegnum töiuuskjá og ég er ein beirra. Eg er dæmigerð nútímakona, ég er viðskipta- fræðingur að mennt og starfið átti hug minn allan þar til fyrir tveimur árum. Ég er þrítug og hafði átt í nokkrum ástarsam- böndum en einhverra hluta vegna varð engin alvara úr þeim. Ég hafði einfaldlega ekki tíma til að sinna ástar- samböndum og svo virtist sem ég hitti alltaf á óþroskaða mömmudrengi sem voru ekki tilbúnir að axla nokkra ábyrgð. Ég held að lengsta samband mitt hafi varað í tvo mánuði áður en ástin mikla tók bólfestu í lífi mínu. Ég bjó ein og líf mitt var allt í föstum skorðum. Eftir á að hyggja sé ég það var nánast sjúklegt hvað ég var skipulögð. Jafnvel einföldustu hlutir eins og glös- in í eldhússkápnum þurftu að vera á tilteknum stað. Ég notaði tölvu mikið í vinn- unni en þekkti lítið til netsins. Einn daginn var vinnufélagi minn að vinna við tölvuna mína og fór að gamni inn á spjallrásirnar til að sýna mér hvað færi þar fram. Fyrir mér opnaðist nýr heimur og áður en ég vissi af fór ég að fylgjast með samtölum á netinu. Ég hef alltaf verið frekar feimin og hef því ekki átt auðvelt með að nálgast fólk. Mér fannst þessi heimur stórkost- legur og ákvað að telja í mig kjark og prófa að spjalla við ókunnugt fólk. Ég var jú bara nafn á tölvuskjá. Enginn vissi hver ég var í rauninni og það veitti mér ákveðna öryggis- kennd. Ég, þessi skipulagða manneskja sem lifði eftir klukkunni og dagbókinni, var allt í einu farin að hanga á netinu í tíma og ótíma, bæði heima og í vinnunni. Ohreinn þvottur safnaðist upp og ég þurfti að vinna lengur flesta daga því verkefnum dags- ins var aldrei lok- ið á tilsettum tíma. Áður en ég vissi af var ég búin að kynnast fullt af nýju fólki sem mér fannst ég gjörþekkja, jafnvel betur en vini mína sem ég hafði átt til fjölda ára. Ég sá að þarna var sérstakur hóp- ur á ferð sem ég átti samleið með. Vinkonur mínar, sem ég var vön að skemmta mér með, fóru að hafa orð á því hvað ég færi alltaf snemma heim á kvöldin ef við vorum saman úti að skemmta okkur. Ég gætti þess vandlega að segja þeim ekki að ég færi beint inn á netið þegar ég kæmi heim. Ég hálfskammaðist mín fyrir iðju mína því alls staðar þar sem ég kom fannst mér fólk hneykslast á því að fjöldi fólks væri á netinu. Fólk talar um spjallrásirnar í niðrandi tón og ég hef heyrt athugasemdir eins og að pör sem kynnist á netinu hljóti að vera fólk sem geti bara ekki fundið sér maka eftir öðrum leiðum! Pvílík fá- fræði og fordómar. En sem betur fer lét ég þetta ekki á mig fá. Eftir nokkurra vikna kynni af spjallrásunum fór ég að geta greint betur í sundur hvaða fólki mig langaði að kynnast betur. Ég fann að þarna var ákveðinn aðili sem ég hreifst af en ég gat engan veginn gert mér neinar vonir um að kynnast honum nánar því ekki er auðvelt að svipta hulunni af persónunum sem eru á bak við spjallrásarnöfn- in. Smá saman þróuðust sam- töl okkar í þá átt að við fórum tvö inn á einkarásina og gát- um spjallað í ró og næði. Þetta voru sælustundirnar mínar. Við fórum að senda hvort öðru tölvupóst, bæði heim og í vinnuna. Ég hlakkaði alltaf til að fara á netið og „hitta" hann. Mér fannst ég geta rætt um alla heima og geima við Nonna, en það var gælunafnið hans, og hann var ófeiminn að ræða við mig. Sérkennilegt stefnumót Loksins kom upp sú spurning sem ég hafði kviðið fyrir. Nonni spurði hvort við ættum ekki að reyna að hittast. Mig langaði óskaplega að hitta þennan trygga og trausta trún- aðarvin sem ég lifði nánast fyrir en ég er jarðbundin að eðlisfari og fannst það glapræði á vissan hátt. Hvað ef hann myndi bregðast vænt- ingum mínum? Hvað ef þetta væri einhver gallagripur sem ég hefði engan áhuga á eða jafnvel margdæmdur glæpa- maður? Auðvitað gat ég hitt slíkan mann hvar sem var en ég var þegar búin að opna mig fyrir þessum ókunna manni. Ég ákvað að láta slag standa og hitta hann. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn stressuð og fyrsta kvöldið sem við ætluð- um að hittast. Ég mátaði hverja einustu flík í fataskápn- um að minnsta kosti þrisvar sinnum, mér fannst hárið á mér ómögulegt og mér var skapi næst að hætta við. Loks- ins leit ég sæmilega út, að eig- in mati, og taldi í mig kjark til að mæta á veitingastaðinn sem hann hafði valið. Sem betur fer var þetta laugardagskvöld og mannmargt þannig að ég féll inn í fjöldann. Hann var búinn að segja mér hvernig fötum hann ætlaði að klæðast og gefa mér alls kyns vísbend- ingar um hvernig ég gæti fundið hann. Ég beið en aldrei sá ég mann sem passaði við lýsinguna. Ég fann vonbrigðin hellast yfir mig og ég dauðsá eftir að hafa verið svo barna- leg að samþykkja þetta stefnu- mót. Vinkonur mínar voru í veislu ekki langt frá veitinga- staðnum svo ég ákvað að kíkja til þeirra. Þær urðu auð- vitað forvitnar um hvað ég væri að gera ein úti á lífinu og svona fín. Að lokinni veislu fórum við saman á uppáhalds- barinn okkar. Þar var ekki Skyndilega gerðum uið okkur grein fyrír sannleíkanum. Uið vorum loks- íns búin að hitta hvort annað eftír margra vikna kynní i gegnum töluu og uppgötvuðum hað uppi í rúmi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.