Vikan


Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 8
Flestir sem búa í tjölbýlishiisinii ciga ílniiiirnar sjáltir. Þaii borgaiii sig þó ekki fyrir íslendingana að kaupa ílnið því engin veit hversu lengi dvalist verður í Þýskalandi. mæðranna þess utan og mér finnst hann vera meiri hér en heima á íslandi. Þar eru allir úti á vinnumarkaðnum og hafa ekki tíma til að hittast á sama hátt og hér.” Þegar fólk flyst búferlum milli landa er álagið oft miklu meira fyrir þann sem heima sit- ur heldur en hinn sem fer út að vinna. Linda er hálfþýsk og hef- ur því ekki átt í neinum erfið- leikum með tungumáiið og þar af leiðandi hefur aðlögunin ver- ið miklu auðveldari. Foreldrar hennar kynntust í Göttingen, þegar faðir hennar var þar í tannlæknanámi, og Linda hefur alla tíð haft mikið samband við þýsku fjölskylduna sína og talar að sjálfsögðu þýsku eins og inn- fædd. En þátttakan í barna- klúbbnum hefur líka verið til góðs því þar hefur hún kynnst konurn á sínum aldri sem orðið hafa vinkonur hennar, og allt eru þetta vinkonur sem eiga margt sameiginlegt. ekki ánægð heima bitnar það á vinnunni og þá getur maður al- veg eins verið kyrr heima á Is- landi." -En hvernig skyldi Gunnari Má ganga með þýskuna? „Ég þótti nú ekki afburða- nemandi í þýsku þegar ég var í Verzló og ég held að þýsku- kennarinn minn fengi taugaá- fall ef hann vissi að ég væri far- inn að vinna hér í Þýskalandi. Ég ákvað að það væri ekki lausnin að tala ensku og skellti mér strax út í að tala þýskuna. Ég hef samt ekki haft tíma til að fara í skóla eða á námskeið heldur hef ég lært af vinnufé- lögum og viðskiptavinum. Það líkar Þjóðverjum ákaflega vel og maður finnur að í viðskipta- lífinu nýtur maður virðingar ef maður leggur þetta á sig. Ég sé líka ekki eftir því og nú orðið skil ég allt og get sagt það sem ég þarf að segja og vel það." -Hvert liggur leiðin frá Frank- furt? „Við vitum aldrei hversu lengi við erum á hverjum stað, fáum að vita með korters fyrir- vara hvert við eigum að fara næst. En grínlaust þá er venjan að fólk sé í fjögur til fimm ár á hverjum stað svo ég reikna með að við verðum hér enn um sinn. Við höfum heldur ekkert á móti því og eru mjög ánægð í Þýska- landi," segir Gunnar Már Sigur- finnsson, sölustjóri Flugleiða í Þýskalandi. Linda var í þýskunámi í Mains en hún var langt komin með þýskuna í Háskólanum áður en hún fluttist út og ákvað að ljúka náminu ytra. Svo kom Þorbjörg aftur til að hjálpa til þegar litla dóttirin Silja kom í heiminn. Hún segir að sér finnist alveg sérstakt hvað fólk sinni börnun- um vel í Þýskalandi og ekki síð- ur hvað allir séu almennilegir. Nágrannarnir hafa verið að koma með blóm í tilefni af fæð- ingu Silju „og mér finnst þetta hreint einstakt samfélag og sér- lega vinsamlegt. Konurnar, sem eru með börn á róluvellinum, eru alltaf að reyna að tala við mig þegar ég kem þangað með Andra Stein, jafnvel þó þær tali ekki mikið í ensku og ég litla þýsku. Þegar ég fór svo með hann á föndurdag í barna- klúbbnum voru allir tilbúnir til að hjálpa okkur." íbúð fjölskyidunnar er 110 fermetrar. þrjú herbergi og stofa, eldhús og tvö baðher- bergi. Heima á íslandi hafði unga fólkið búið í 50 fermetra íbúð og þrátt fyrir það að kom- an hefur þurft að bæta ýmsu við svona smátt og smátt. Það er yndislegt að búa hér á sumrin. Við sitjum úti á svölum langt fram á kvöld, grillum og höfurn það gott. Mér þykir skrýtið hvað hinir íbúarnir í húsinu nota svalirnar lítið. Við sitjum hérna lon og don en ég sé bara aldrei nokkurn mann á hinum svölunum. Fólk fer hins vegar mikið út á kaffi- og veitingahús og situr þar og drekkur kaffi, rauðvín og bjór, en er minna heima hjá sér." Húsnæðið skiptir miklu máii Lindu og Gunnari Má kemur saman um að hverfið sem þau búa í sé gott. Þar er mikið af ungu fólki í góðum stöðum. kannski nýkomið út á vinnu- markaðinn eftir nám og margir vinna inni í Frankfurt. Reyndar er húsnæði í hverfinu frekar dýrt en Gunnar Már segir að þau hafi viljað búa í hverfi þar sem fjölskyldan sé örugg, um slíkt verði að hugsa á þessum slóðum. Allflestir sem búa í fjölbýlishúsinu eiga íbúðirnar sínar sjálfir en það borgaði sig ekki fyrir íslendingana að fjár- festa í íbúð, hentugra var að leigja þar sem ekki er vitað hversu lengi þau eiga eftir að verða í Frankfurt. „Til þess að fólki líði vel og það geti verið ánægt verður fjölskyldan að búa á góðum stað. Ef þú býrð Amman kemur oft í heimsókn Þorbjörg Júlíusdóttir, móðir Gunnars, var í heimsókn í Hatt- ersheim þegar Vikuna bar að garði og sagðist hún vera búin að koma oft til Þýskalands að undanförnu. Ekkert mál sé að skreppa milli Ianda nú orðið. Það hafi lengi vel verið meira fyrirtæki fyrir foreldra hennar að heimsækja hana til Vest- mannaeyja, en þar settist hún að árið 1965 eftir að hún gifti sig. Þorbjörg var til dæmis í Frankfurt í sumar á meðan 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.