Vikan


Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 31
(ekki) klædd og takið síðan upp kynæsandi hjal. Þið ein- faldlega æsið hvort annað upp með orðum. Þið getið hist á línunni hvenær sem ykkur lystir og e.t.v. skipst á tölvupósti." Tony segir þetta mikinn tímasparnað og hafa ýmsa aðra kosti í för með sér.,,Þeg- ar líkamlega aðdráttaraflið minnkar uppgötvar fólk fyrst hvernig það á saman and- lega. Með tölvukynnum er því öfugt farið. Þú slekkur einfald- lega á tölvunni ef þér líkar ekki það sem birtist á skján- um. Þú losnar við óvelkomnar símhringingar og óþægilegar umræður um hvað hafi farið úrskeiðis í sambandinu." „Tölvukynlíf er miklu örugg- ara en raunverulegt kynlff," heldur hann áfram. „Það er líka meira í takt við tíðarand- ann. Við höfum lítinn tíma til umráða, lífinu fylgir mikil streita og sífellt fleira fólk býr eitt. Ég spái því að tölvukynlíf eigi eftir að verða vinsæll kostur." Þitt geimhylki eða mittP Hvernig sem á málin er litið verður að viðurkennast að í dag lifum við áhyggjulausara og öruggara kynlífi en áður fyrr. „Ég tók þátt í því að berj- ast fyrir því að frjálst kynlíf yrði viðurkennt á sjötta ára- tugnum," segir Dr. Cole. „Engar getnaðarvarnir stóðu ógiftum konum til boða og konur sem urðu ófrískar utan hjónabands áttu þann kost einan að fá fóstureyðingu á ólöglegan hátt." Það er ekki hægt að neita því að getnaðarvarnirnar sem nú eru á markaðnum hafa átt stóran þátt í því að móta kyn- lífshegðun okkar og Dr. Cole spáir því að gervifrjóvganir verði næsta bylting. Vísindin hafa nú þegar gert okkur kleift að eignast börn án þess að hafa mök en Dr. Cole segir það aðeins byrjunina.„Ég spái því að það eigi eftir að verða fullkominn aðskilnaður kynlífs og æxlunar," segir hann. „Kynlíf verður stundað í þeim tilgangi einum að hafa af því ánægju og til þess að tengjast tilfinningalegum böndum." En ef tilfinningarnar eru ekki til staðar getur kynlíf nú- tímans orðið einmanaleg leit, ef marka má orð Tama Janowitz. í bók sinni A Certa- in Age dregur hún upp dapur- lega mynd af kynlífi eins og það horfir við okkur í lok tutt- ugustu aldar- innar. í bókinni segirfrá ein- hleypri konu sem nýtur mik- illar velgengni í lífi og starfi en samt er litið á hana sem mis- heppnaða mannveru vegna þess að hún er ekki gift. „Einhleypir karlar eru kær- komnir gestir hvar og hvenær sem er, en ennþá er litið á einhleypar konur sem ör- væntingafullar piparmeyjar," segirTara. „Því miður bregð- ast margar þeirra við á þann hátt að nálgast kynlíf að hætti karla og stunda einnar nætur gaman. En sá hugsunarháttur sem liggur þar að baki kemur okkur ekkert áleiðis í jafnrétt- isbaráttunni. Jafnrétti snýst um virðingu, ekki það að koma fram við fólk eins og dauða hluti. Þessar konur eru ekkert betri en karlrembusvín- in sem óðu uppi fyrir 35 árum." Dr. Cole Iftur bjartsýnum augum á þróunina í framtíð- inni. Hann segir okkur vera að komast á það stig að við verðum sífellt umburðarlynd- ari og lítum mildari augum það sem áður var álitið ósið- iegt. Það þýðir að uppákomur eins og hópkynlíf, afbrigðilegt kynlíf, makaskipti og allt sem nöfnum tjáir að nefna verði talið eðlilegt. Ekki það að slík- ar uppákomur séu nýjar af nálinni en við verðum vænt- anlega opinskárri í tali um þá hluti. „Um leið og fólk verður op- inskárra í tali kemur betur í Ijós hversu fjölbreytilegu kyn- lífi við lifum," segir dr. Cole. „Við hættum að dæma ákveðna hegðun sem af- brigðilega og viðurkennum hana sem eðlilegan hluta fjöl- skrúðugrar flóru kynlífshegð- unarinnar. Ég vonast til þess að nýtt árþúsund beri meira umburðarlyndi gagnvart kyn- lífi í för með sér. Ef þessar vangaveltur um tölvukynlíf, kynlífspartí og mannaveiðar hafa skotið þér skelk í bringu getur þú hugg- að þig við orð sálfræðingsins Richard Stevens. „ í dag gengur lífið út á harða sam- keppni á vinnumarkaðnum. Oftar en ekki bitnar þetta dag- lega streð niður á kynlífinu. Við erum einnig orðin allt of upptekin af því hvernig við lít- um út. En ég spái því að á næstu tíu árum eigi hugsun- arhátturinn eftir að breytast; við hættum að velta okkur upp úr útlitinu og velgengn- inni og snúum okkur að holdsins lystisemdum. Meiri tími til ástaleikja og minni áhyggjur af appelsínu- húðinni? Það er sko framtíð- arsýn sem segir sex! Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.