Vikan


Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 12

Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 12
af því sem hún fór í gegnum. Hæstaréttardómararnir þrír taka síðan nánast ekkert tillit til allrar þeirrar vinnu sem unnin var í héraðsdómi. Dómsniður- staðan fyllir tvær og hálfa vél- ritaða síðu og þar af er umfjöll- un um viðbótaskýrslur þriggja sérfræðinga, sem sérfræðingur kaus að kalla fölsuð gögn í einkasamtali okkar á milli, ein síða." Faðirinn heimsottí mæðgurnar oft Enn annað atriði, sem lagt var til grundvallar sýknudómn- um, er að ákærði kom reglulega á heimili mæðgnanna eftir sam- búðarslitin. Hvers vegna reyndi móðirin ekki að forða dætrum sínum frá umgengni við mann sem hafði brotið svo gróflega af sér? „Móðirin hafði engar laga- legar forsendur til að meina föðurnum umgengni við dætur sínar, það hefðu löglærðir menn átt að gera sér grein fyrir og með því að taka hann inn á heimili sitt gat hún haft full- komið eftirlit með umgengni hans við dætur sínar. Mig langar að nefna, fyrst við erum að tala um heimili þeirra mæðgna, að í umræðum um dóminn hefur Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður ákærða, margoft talað um að þau hafi búið í lítilli íbúð þar sem erfitt væri að komast hjá því að verða var við ferðir annarra heimilismanna. Litla íbúðin var rúmlega 100 fer- Vegið að grundvallarmannréttindum Jón Steinar Gunnlaugsson hefur varið dóm Hæstarétt- ar í fjölmiðlum og sagt að hann hefði ekki getað fallið á annan veg. Ólöf Guðný er ósátt við framgöngu hans og nefnir að hún hafi valdið óþarfa þjáningum. Jón Steinar var þess vegna spurður hvers vegna hann hefði farið að skrifa. Var hlutverki hans ekki í raun lokið eftir að dómur var fallinn? „Ég hef í raun svarað þessu margoft í greinum mínum. Hér var felldur götudómur yfir sýknuðum manni á grund- velli rangrar staðhæfingar. Það var að mörgu leyti verra en ef hann hefði verið dæmdur sekur. Honum hefur með- al annars verið útskúfað úr vinnu og fleira. Ólöf Guðný skrifar grein eftir að dómur er fallinn og fullyrðir að mað- urinn hafi játað að hafa fróað sér fyrir framan dóttur sína og Hæstarétti finnist það allt í lagi. Ákærði hefur aldrei viðurkennt neitt slíkt. Á grundvelli þessarar fullyrðingar voru send 1600 bréf til Hæstaréttar og svo rammt kvað að þessu að tölvupóstskerfi réttarins var i raun óstarfhæft vegna þessa um tíma. (hverju einu og einasta þessara bréfa var þessi ranga fullyrðing staðhæfð. Dómurinn var kveðinn upp á grundvelli helgustu reglu hvers ríkis sem virðir þau mannréttindi að hver maður skuli teljast sak- laus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Þarna var því einnig vegið að heiðri Hæstaréttar og ég taldi mér skylt að andæfa þessari múgæsingu sem fól í sér heiftúðugar árásir á þá stofnun. Talað er um skiptar „skoðanir" á sönnunarfærslu og spyrja má eftirfarandi spurninga: 1. Þegar tveir bera mis- munandi um atvik, engin vitni eru og engin ummerki, er þá unnt að sanna með því að skoða hvor sé trúverðugri? Svar: Nei. 2. Er unnt að sanna afbrot með því að reyna að sanna að sakborningur hafi framið önnur skyld afbrot? Svar: Nei. 3. Er unnt að sanna tiltekið afbrot með því að leiða í Ijós að sakþorningur hafi ann- arlegar hvatir? Verður til dæmis inn- metra fjögurra herbergja hæð með stóru holi. Þeir sem þekkja ákærða vita að hann vakti á nóttunni, sofnaði undir morgun og svaf fram á dag. Móðirin var í fullri vinnu og þurfti hvíld. Hefði hún verið að leita að kyn- ferðisbrotamanni á heimili sínu öllum stundum hefði hún hugs- anlega verið varkárari gagnvart svefnvenjum hans, en líklega hefðu flestir talið það merki um að hún þyrfti að leita læknis." Geðlæknir sem skoðar ákærða telur hann vera haldinn gægjufíkn og nefnir að slíkir menn séu yfirleitt meinlausir og geri ekki annað en að horfa. Getur ekki verið að ákærði hafi einungis horft á dóttur sína? „Ég hef talað við fagfólk sem hefur þekkingu á þessum mál- um og þar kemur m.a. fram að brot sannað með sönnunarfærslu um að ákærði sé stel- sjúkur? Svar: Nei. Niðurstaða í margumræddu dómsmáli er sú að engin tæk sönnunarfærsla hafi átt sér stað. Auðvitað hefði verið einfaldast og auðveldast að láta þetta líða hjá án þess að gera nokkuð. I kjölfarið fylgdu svo, sem ég reyndar sá fyrir, persónulegar árásir á mig. Þarna er um að ræða viðkvæm, persónuleg málefni og auðvitað er auðvelt að beina spjótum sínum að mér þeg- ar menn þurfa á blóraböggli að halda. Hér er ég meðal annars að vísa til orða Braga Guðbrandssonar, forstöðu- manns Barnaverndarstofu, en hann virðist telja mig helsta ákæranda þessarar stúlku. Ég hef aldrei fullyrt að hún hafi sagt ósatt. Ég hef bent á að afstaða til slíks sé ekki tekin í svona máli. Við það sannast hvorki sekt né sakleysi." Þú talar um götudóma. Er þessi dómstóll götunnar ekki bara réttlætiskennd almennings? „Réttlætiskennd almennings! Bréfið sem sent var Hæstarétti byggði á rangri staðhæfingu sem framkallar sleggjudóma. Það felur í sér að dómstólar dæmi ekki eftir þeirri grundvallarmannréttindareglu á Islandi að menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra sannast. Við erum aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu og ef við ætluðum að breyta þessu yrðum við að segja þeirri aðild upp áður. Þetta er það sem ég hef verið að benda á í gegnum þá þoku tilfinningasemi sem hefur umlukið alla umfjöllun um þetta mál síðan dómur féll. Mér þykir dapurlegt að þurfa að fjalla um mál þessarar fjölskyldu opinberlega og hef forðast að draga fram viðkvæm mál sem meðal ann- ars eru reifuð í hinum birtu dómum, þar er gætt nafn- leyndar en þeirri nafnleynd var aflétt þegar náinn ættingi stúlkunnar skrifaði um málið og útskýrði þeirra tengsl. Ég tel hins vegar að mál sé að linni og að hagsmunum allra málsaðila sé best borgið með því." síðan vinnulag þriggja dómara í Hæstarétti sem eru ámælisverð. Með- ferð málsins í hér- aðsdómi er eðlileg miðað við þá send- ingu sem hann fékk að ofan. Þetta mál hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á stúlk- una og á eftir að fylgja henni allt lífið. Henni hefur samt tek- ist ótrúlega, með hjálp sérfræð- inga að vinna sig út úr þessu. En enginn á annan kost en að læra að lifa með áföllum sem fyrir koma í lífinu. Það sem er sárt að uppgötva í kjölfar þessa máls er hvað ofbeldi af þessu tagi virðist algengt og hversu vanmáttug fórnarlömbin eru gagnvart kerfinu." Ath . Vegna ummæla Jóns Steinars um fuil- yröingu í fyrstu grein Ólafar Guðnýjar vill hún taka eftirfarandi fram: í vitnisburði ákærða stendur orðrétt: "Stundum hefði hann tekið sængina ofan af henni að hluta til þess að sjá fótlegg hennar eða læri og stundum heföi hann líka komið eitthvað við sín eigin kynfæri. Hefði hann gert þetta til aö fá kynferöislega örvun." menn sem haldnir eru gægju- fíkn horfa ekki á börn. Þeir sækjast, að því er virðist, eftir að skoða fullorðnar konur." í einhverri greininni þinni talaðir þú um að engu væri lík- ara en dómskerfið hefði tekið við eftir að ofbeldi föðurins lauk og haldið áfram að mis- þyrma stúlkunni. Heldur þú að hún muni nokkru sinni jafna sig að fullu? „Ég tek það fram að það eru fyrst og fremst vinnubrögð Hæstaréttar þegar hann vísar málinu aftur í héraðsdóm og 12 Vikari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.