Vikan


Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 10

Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 10
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson í samfélagi okkar teljast kynferðisbrot gegn börnum meðal verstu glæpa og endurspeglast pað í pví að refsíngar fyrir slíka glæpi eru samPærilegar við refsingar fyrir morð eða manndráp. Enda sýna rannsóknir erlendra vísindamanna að áfalli pví sem Parnið verður fyrir við að ganga í gegn- um misnotkun megi líkja við áfall sem hlýst begar börn lenda í náttúruhamför- um eða verða vitni að stríðsátökum. Margir hafa gengið svo langt að líkja af- leiðingu giæpa af pessu tagi við sálarmorð. í Ijósi pessa er skiljanlegt að flestum sé í mun að komið sé höndum yfir kynferðisaf- brotamenn og að peir hljóti pá refsingu sem peir verð- skulda. Oft hefur dómskerf- ið pótt hafa brugðist í pessum málum og sumir telja að ótal sekir sleppi en sárasjaldan sitjí saklaus maður í fangelsi á íslandi fyrir kynferðisglæp. R éttarríki er byggt á því að menn teljist saklausir þar til að sekt þeirra er sönnuð. Þetta er grundvöilur íslenskra hegningarlaga og því verður til svokölluð sönnunarbyrði, þ.e. að ákæruvaldið verður að sanna með yfirgnæfandi líkum að sak- borningur sé sekur áður en hægt er að dæma hann sekan. Skoðanir manna virðast hins vegar skiptar á því hvað séu yf- irgnæfandi líkur. Sönnun sem einn kann að telja fullnægjandi vefst fyrir öðrum. Þess vegna er erfitt að tala um að sönnunar- krafa sé þyngri í kynferðis- brotamálum en öðrum málum því svo er ekki. Sönnunarkraf- an er ætíð eins, það hvílir alltaf á ákæruvaldinu að sanna sekt sakbornings, eins og áður sagði. Það er sönnunarmatið sem kann að breytast og kannski er skiljanlegt að dómurum þyki auðveldara að meta þyngra framburð vitna í þjófnaðarmáli, sem lægri refsing liggur við, en í kynferðisbrotamáli þar sem hugsanlega liggur við allt að þrettán ára fangelsi. Kynferðisbrotamál eru að því leyti erfið að brotin eru venju- lega framin í einrúmi án vitund- ar annarra en þeirra tveggja sem í hlut eiga. Oft öðlast þol- andinn ekki kjark til að kæra fyrr en mörgum árum seinna vegna þess hve þungt áfall at- burðurinn er og því er í fæstum tilfellum hægt að finna hlutlæg- ar sannanir, eins og t.d. ein- hvers konar ummerki á vett- vangi. í umfjöllun um mál af þessu tagi hefur því oft verið talað um að þau verði aldrei fullsönnuð og að eina leiðin til að dæma í þeim sé að taka meira mark á orðum þolanda og þeirra sérfræðinga sem leggja mat á framburð hans. Umdeildur dómur Nýlega féll dómur í Hæsta- rétti þar sem faðir var sýknaður af því að hafa beitt dóttur sína kynferðislegri misnotkun. Dómurinn vakti mikla athygli ekki síst fyrir þær sakir að margir töldu að í málinu kæmu fram fleiri sönnunargögn en oft hefur verið til að dreifa í svip- uðum málum. Meðal annars var framburður stúlkunnar studdur áliti fjögurra sérfræðinga er allir komu fyrir héraðsdóm og svör- uðu fyrir þær niðurstöður sem þeir höfðu komist að eftir sál- fræðipróf og viðtöl við stúlk- una. Faðir hennar fór í átta við- 10 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.