Vikan


Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 28
Einnar helgar ævintýri Ég burfti oft að fara ein til út- landa uegna uinnunnar hér áður fyrr. Mér leiddust yfir- leitt bessar ferðír og ég kom algeriega uppgefin til baka buí ég burfti að nýta tímann mjög uel og uar á eilífum hlaupum á milli sýníngarsala og skrifstofa alla daga. Á kuöldin uar mér oft boðið í mat á ueitingastaði og ég uarð að biggja bað fyrir kurt- eisissakir. Þegar ég suo komst heim á hotelið dan ég út af, stundum út frá sjón- uarpinu í gangi og stundum með blaun hárið nýkomin úr sturtunni og uaknaði bá úfin og rugluð. Suo leið næsti dagur eins, ef ég uar ekkí suo heppin að uera að fara heím, en bá matti ég pakka saman í huelli og rjúka út á fluguöll fyrir allar aldir. Illuiðri á áfangastað Svo var það eitt skiptið að allt skipulag fór út um þúfur hjá mér. Ég hafði átt að fara á sýn- ingu í úthverfi Kaupmanna- hafnar og síðan í kvöldverð ásamt nokkru öðru fólki hjá eiganda fyrirtækis sem ég keypti vörur af. Ég kom til Kaupmannahafnar rétt undir hádegið og byrjaði á því að fara upp á hótel og skipta um föt því ég ætlaði að taka lest á sýning- arsvæðið tveim tímum seinna. Meðan ég var á leiðinni frá flugvellinum og inn í borgina byrjaði að snjóa og ég var hálf- hrædd á leiðinni í leigubílnum þar sem veslings maðurinn sem keyrði virtist vera á illa útbún- um bíl og kunni auk þess greini- lega ekki að keyra í hálku. Alla leiðina talaði hann róandi við mig eins og krakka og ég hafði á tilfinningunni að hann væri að reyna að róa sjálfan sig en ekki mig. Þegar við komum á leiðar- enda var hann greinilega mjög feginn og sagðist vona að hann kæmist klakklaust heim, hann væri sko hættur í dag! Og það voru fleiri hættir þenn- an daginn. Þegar ég var búin að skipta um föt og taka saman dótið sem ég ætlaði að hafa með mér fór ég beint niður í anddyrið til að skila af mér lykl- inum áður en ég legði af stað út á aðalbrautarstöðina. Það var uppi fótur og fit og greinilegt að skapast hafði mikið ófremdará- stand. Samkvæmt dönskum stöðlum var allt orðið ófært og gestum hótelsins var vinsam- lega bent á að vera ekki á ferð- inni nema í neyð meðan þetta ástand ríkti. Reyndar hafði ég oft séð hann svartari í Reykja- vík, hvað þá fyrir norðan, þar sem ég er fædd og uppalin. Mér fannst þetta samt alls ekki svo slæmt, ég þurfti hvort sem er að fara á sýningarsvæðið aft- ur daginn eftir svo ég hugði mér gott til glóðarinnar að vera heima á hótelinu þetta síðdegi og nota tímann til að gera áætl- un og slaka svolítið á um kvöld- ið í staðinn fyrir að fara í hund- leiðinlegt matarboð með fólki sem ég þekkti ekkert. Þetta hentaði mér vel, ég var nýstigin upp úr flensu og enn hálflöt og hóstandi og nú ætlaði ég svo sannarlega að jafna mig al- mennilega. Kynni uið kuölduerð Og það varð úr. Ég fór aftur upp á herbergið, hringdi í hinn danska viðskiptafélaga minn og afsakaði mig með veðrinu og fór í skýrslugerðina sem ég hafði ekki náð að klára áður en ég fór að heiman. Um klukkan átta hafði ég lokið vinnunni og var orðin svöng. Ég ákvað því að fara niður á veitingastaðinn á hótelinu og fá mér eitthvert snarl og hvítvínsglas fyrir svefn- inn. Mér fannst ég eiga það svo sannarlega skilið. Veðrið var orðið fínt og það var komin jólastemmning alls stað- ar þótt enn væri bara miður nóvember. Ég tyllti mér við tveggja manna borð innarlega í salnum og pantaði mér fiskrétt og hálfflösku af hvítvíni. Nú skildi sko sukkað og sofnað sætt á eftir! Maturinn var mjög góður og ég borðaði í rólegheitunum og naut hins góða hvítvíns með. Ég hafði það frábært, ég var að vísu enn með svolítinn hósta öðru hverju, en ég tók varla eft- ir því sjálf og það angraði mig ekki. Það var samt greinilegt að aðrir tóku eftir því. Á næsta borði við hlið mér sat maður sem líka var einn við borðið sitt. Ég hafði ekki veitt honum mikla athygli, en þegar ég hafði lokið við matinn og bað þjón- inn um reikninginn stóð þessi maður upp og ávarpaði mig. Hann kynnti sig með nafni, sagðist vera Breti í viðskiptaer- indum og vera líka með kvef eins og ég. Hann sagði að það besta við svona kvefi væri kaffi og koníak og spurði hvort mætti bjóða mér að þiggja með sér svolitla „mixtúru", hann kynni varla við að sitja þarna einn að sumbli. Maðurinn var einkar kurteis og hann hafði skemmtilegan glettnisglampa í augunum. Ég var í svo góðu skapi að mér fannst ekki nema sjálfsagt að fá mér svolítið kon- íak og ekki var verra að hafa huggulegan samkvæmisherra, því það var sama með mig og hann; mér hefði aldrei dottið í hug að setjast ein á barinn. Við færðum okkur inn í kon- íaksstofuna og settumst í þægi- legan sófa við arineld. Það gerðist eitthvað strax og við vorum sest þarna niður. Þessi maður heillaði mig gersamlega uppúr skónum. Hann var bæði myndarlegur og skemmtilegur, bráðgreindur og kurteis. Við sátum þarna meðan við lukum við kaffið og koníakið og hann sagði mér að hann væri þarna vegna þess að hann hefði orðið veðurtepptur, hann hefði verið á leið á sýningu á sama stað og ég. þótt hann hafi reyndar átt að hitta aðra þar. Hann var jafn feginn og ég að hafa þurft að vera á hótelinu um kvöldið og sagðist vera hundleiður á að fara í kvöldverðarboð af skyldurækni sem rændu hann allri orku. Hann sagðist vera kvæntur og eiga tvær dætur á unglingsaldri en ég fann strax á honum að sennilega væri hjóna- bandið líklega eitt af skyldu- ræknisverkum hans eins og kvöldverðarboðin. Hann sagði að hann og kona hans hefðu skilið fyrir nokkrum árum en tekið saman aftur og það gengi ágætlega meðan þau þyrftu ekki að vera mikið saman. 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.