Vikan


Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 4
Knlesandi Griðland glœpamanna TTolva Vikunnar fór ekki í grafgötur 1 / með skoðanir sínar fyrir árið 1999. v Spá hennar reyndist mjög rétt og meira að segja fór Jeltsín frá áður en árinu lauk, sem enginn hefði þorað að trúa. Pað sama virðist vera uppi á teningnum núna og ýmislegt í 2000 spánni var þegar farið að rœtast þegar hún birtist, en hún var gerð um miðjan desemberfDœmi: Finnur mun sleppa velfrá málunum; þ.e.a.s. Fljótsdalsvirkjun. Mikil læti verða út af ráðningu Seðlabanka- stjóra. Náttúruhamfarir erlendis.) Völvan hafði áhyggjur af aukningu glœpa og fangelsismálum á árinu 2000. Flún spáði að glœpum mundi fjölga stórlega og hœttulegir glœpamenn ganga lausir og valda miklu tjóni. Er það nú eitthvað nýtt?! Nei, því miður og það er skelfilegt efþað á eftir að versna frá því sem nú er. Dómskerfið og viðhorftil glœpa og glœpamanna á Islandi er til há- borinnar skammar og svartur blettur á þjóðfélaginu. Aumingjadýrkun á Islandi á sér sennilega enga hliðstœðu í hinum sið- aða heimi og hún birtist í sinni verstu mynd í linkind gagnvart þeim sem fremja glœpi. Ofbeldismenn sem ráðast á saklausa borgara og slasa þá eru teknir til yfir- heyrslu og þegar þeir eru búnir að játa er þeim klappað á öxlina og þeim sagt að gera þetta aldrei aftur. Síðan er þeim sleppt lausum til að bíða dóms. Á meðan þeir bíða halda þeir áfram að berja mann og annan, rœna fleiri sjoppur, ógna fleiri konum og safna á sig kœrum. Alltafkem- ur ný og ný kœra sem bíða þarfeftir að tekin verði fyrir og réttarhöldum erfrestað meðan verið er að safna þeim saman. Aftur og aftur heyrir maður talað um „veslings ógœfufólkið" sem „verður fyrir því" að fremja glœpi. Rétt eins og þetta sé einhver óskiljanleg tilviljun eða slys sem nánast kemur þessum „ veslingum" ekkert við. Égfyllist mikilli reiði þegar ég hlusta á svona aumingjadýrkun. Sjálfá ég son sem varð fyrir líkamsárás við vinnu, hann var slasaður illa og bíllinn hans skemmdur. Það er síður en svo að ég beri lengur per- sónulegt hatur í brjósti til mannanna þriggja sem réðust á hann þótt ég hefði helst vilja berja þá sjálffyrst eftir þetta at- vik. Þetta mál snýst ekki um einstaklinga, það snýst um það hvort glœpamenn eigi meiri rétt íþessu þjóðfélagi en saklaust fólk. Meðferðin sem sonur minn fékk eftir árásina var ekki beint til fyrirmyndar og rannsóknarlögreglumaðurinn sem tók skýrsluna um málið ráðlagði honum að kœra ekki! - Og afhverju ekki? - Jú, vegna þess að þessir menn væru hœttulegir og þeir myndu hefna sín, þess vegna œtti að sleppa því að kæra þá! Þessum stórhœttulegu mönnum var svo sleppt sama kvöld og þegar málið var loksins tekið fyrir, mörgum mánuðum síð- ar, höfðu þessir „indælu" félagar svo sannarlega hefnt sín með hótunum og skemmdarverkum og safnað á sig að með- altali þrem árásum á mánuði hver! Þeir hlutu að sjálfsögðu sinn vœga dóm (skv. lögum) og þeim var stungið inn í einhvern tíma. Syni mínum voru dœmdar bœtui; sem hann fékk auðvitað aldrei, þar sem þessir aumingjar eiga náttúrlega ekk- ert nema sína svörtu samvisku. Þetta er því miður ekkert einsdæmi. Ég liefoft sagt þessa sögu og margar svipaðar hafa mér verið sagðar. Og það eiga allir aðstandendur fórnarlambanna sameigin- legt að skilja ekki hvernig í ósköpunum stendur á því að þessir glœpamenn eru látnir ganga lausir, eingöngu til þess að þeir geti haldið áfram að meiða, nauðga og rœna, - að eyðileggja líffleiri saklausra einstaklinga. Auðvitað erfallegt að fyrirgefa eins og Gunnar í Krossinum gerði og það geta menn gert persónulega í hjarta sínu. Hið opinbera hefur liins vegar ekki leyfi til að fyrirgefa fyrir hönd fórnarlambanna. Yf- irvöld hafa ekki leyfi til að láta ofbeldis- menn ganga lausa, það er glæpur gegn saklausu fólki sem á sér einskis ills von. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Við Is- lendingar erum ekki lengur „stikkfrí" í hinum vonda heimi. Hér íþessu litla þjóð- félagi vaða uppi glœpamenn sem fá að ganga lausir þrátt fyrir brot sín og ógna öryggi okkar hinna. Það er kominn tími til að yfirvöld axli ábyrgð sína. Það er á ábyrgð hins íslenska dómkerfis að halda þessufólki í einangr- un þannig að það geti ekki valdið öðrum skaða. Það á ekki að hleypa fólki út á göt- ur strax að loknum yfirheyrslum eftir að það hefur limlest og meitt aðra, rænt eig- um þeirra eða selt þeim dóp. Ég lýsifullri ábyrgð á hendur yfirvöldum fyrir þann skaða sem síbrotamenn valda. Hann skrifast á ábyrgð þeirra sem hleypa afbrotamönnunum út á göturnar. Jóhanna Harðardóttir ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson. Sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir. Vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak. Ef greitt er með gíróseðli 389 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Askriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.