Vikan


Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 54

Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 54
Hjónabandið einl Ég uil meina að ástin sé stundarhrifníng. Margir tala um bessa einu sönnu ást og nota hástemmd lýsingarorð til að lýsa ást- inni. Ég held að sönn ást byggist ekki á líkamlegri girnd heldur á vináttu og virðingu. Það er að minnsta kosti mín reynsla. / g hef þekkt eigin- konu mína allt frá því við vorum smá- börn. Garðarnir umhverfis húsin okkar lágu saman og því man ég varla eft- ir mér öðruvísi en að þekkja hana Dísu mína. Við urðum strax góðir félagar. Eg er einu ári eldri en hún og því kom það í minn hlut að kynna hana fyrir skólanum og öllum skólafélögunum þegar hún hóf sitt grunnskólanám. Við vorum alltaf samferða í skól- ann og lékum okkur oft sam- an. Þegar við urðum eldri fór- um við að heyra athugasemdir eins og „kærustupar" eða „ertu skotinn í henni?'1. Við létum það ekki trufla okkur og héldum áfram að vera góð- ir vinir. Þegar grunnskólanum var að ljúka ákváðum við að fara í sama framhaldsskóla til að auðvelda okkur hlutina. Að sjálfsögðu vorum við ekki í sama bekk en við gátum bæði haldið í vinahópana okk- ar og verið áfram saman öll- um stundum. Á þeim tíma fannst mér Dísa vera mið- punktur alheimsins. Ég hélt ég 54 Vikan væri ástfanginn af henni en vinir mínir horfðu á mig undr- andi þegar ég sagði þeim frá því. „Dísa er bara eins og syst- ir þín." „Þú getur ekki verið ástfanginn af henni." Þeir litu á hana sem litlu systur mína og reyndar öll fjölskyldan því hvert sem ég kom einsamall var ég alltaf spurður sömu spurningarinnar: „Hvar er Dísa?" Sautián ára í sambúð Þegar Dísa hóf menntaskóla- nám rann upp fyrir mér að ég átti hana ekki lengur einn. Ég sá strákana þyrpast í kringum hana og stara á hana aðdáun- araugum. Þegar ég spurði hana út í aðdáendurna hló hún að mér og sagði að hún ætti bara einn alvöru aðdá- anda og það væri ég. Veturinn leið og eins og venjuiega eyddum við drjúgum tíma saman. Ég fann samt að hún var farin að vera meira með öðrum strákum og þá meina ég nú bara að skreppa í bíó eða stunda eitthvað félagslíf. Mér líkaði það illa því mér leið eins og ég ætti hana einn. Á einu menntaskólaballi ákvað ég að telja í mig kjark og segja henni hvaða hug ég bæri til hennar. Dísa varð að vonum hissa þegar ég kom askvaðandi og játaði henni ást mína. Það kom mér kannski ekki mikið á óvart að hún skyldi bera sama hug til mín. Frá þeirri stundu vorum við óaðskiljanleg. Fljótlega opin- beruðum við trúlofun okkar og vinir og kunningjar sam- glöddust. Fréttin kom engum á óvart. Æsingurinn í okkur var mikill og við ákváðum að leigja okkur litla íbúð í stað þess að búa heima. Foreldrar okkar beggja, sem voru miklir vinir, reyndu að telja okkur ofan af hugmyndinni. Þeir bentu okkur á hversu dýrt það væri að fara að búa og allur okkar tími færi í að afla tekna. Þeir óttuðust að það bitnaði á náminu. Við misstum heyrn og gerðum bara það sem okk- ur langaði og bjuggum okkur lítið ástarhreiður. Við hefðum mátt segja okkur að glansinn af þessu búsetubrölti tæki enda og fljótlega blasti við grámyglulegur hversdagsleiki. Við náðum þó að haldast í skóla og ljúka stúdentsprófi bæði tvö, reyndar seinkaði Dísu um eitt ár þar sem við eignuðumst okkar fyrsta barn innan við tvítugt. Á þessum tíma fannst mér líf rnitt vera fullkomlega eðlilegt, þetta væri lífið í hnotskurn. Mér fannst mjög vænt um hana Dísu mína, hún var fyrirmynd- arhúsmóðir, frábær móðir og alltaf til staðar fyrir mig. Börnunum fjölgaði og í dag eigum við fjögur börn. Ég ákvað að fresta háskólanámi og fékk góða stöðu í sama banka og pabbi. Ég er ennþá að vinna á sama stað og hef ekki ennþá hafið háskólanám- ið sem mig langaði alltaf að fara í. Mér finnst afar ólíklegt að ég taki upp á því núna þeg- ar fimmtugsafmælið nálgast óðfluga. í fyrstu bjuggum við í pínulít- illi kjallaraholu en eftir að ég fór að vinna vorum við dug- legri að leggja fyrir. Við hljót- um að teljast frekar „heppin" því við ákváðum að hefja byggingu á einbýlishúsinu þegar verðbólgan var sem mest. Við áttum auðvelt með að koma þaki yfir fjölskylduna og Dísa hefur alltaf verið heimavinnandi. Hvað er sönn ástP Mér brá óneitanleg fyrir nokkrum árum þegar elsti sonur minn kom til mín alvar- legur í bragði og spurði mig hvernig ég vissi að ég elskaði móður hans meira en allar aðrar konur. I gegnum árin hafði ég aldrei velt því fyrir mér hvort ég elskaði hana í raun og veru eða þætti bara vænt um hana af því hún hafði alltaf verið mér við hlið. Strákurinn hafði svo mikið af góðum rökum fyrir því að gift- ast ekki að ég stóð á gati. Ég neyddist til að vera hrein- skilinn við sjálfan mig og satt best að segja tók ég þessar hugrenningar svo nærri mér að ég fór til útlanda til að geta verið einn með sjálfum mér. Ég veit ekki hvernig ég á að skilgreina ást mína til Dísu. Ég fæ ekki í hnén eða öran hjartslátt þegar ég sé Dísu mína og hef aldrei gert. Mér hefur alltaf liðið eins og ég ætti hana aleinn. Ég hef verndartilfinningu gagnvart henni og hef ávallt viljað gæta „Á eínu menntaskólaballi ákvað ég að telja í mig kjark og segja henni hvaða hug ég bæri til hennar. Dísa varð að vonum hissa begar ég kom askvaðandí og játaði henni ást mína. Það kom mér kannski ekki mik- ið á óvart að hún skyldi bera sama hug til mín."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.