Vikan


Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 63

Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 63
... að láta umsumarimc I. Núþegarvið l'slendingar af alkunnum hetjuskap reynum að komast þokkalega heil á geði í gegnum síðustu og köldustu vetrarmánuðina, er ekki úr vegi að láta sig dreyma um sumarfríið sem er framundan. Bæklingar ferðaskrifstofanna fara nú hvað úr hverju að smjúga inn um bréfalúgur og kæta lund með litríkum síðum með myndum af drifhvítum ströndum, pálmatrjám og léttklæddum, brúnum kropp- um. Takið forskot á sæluna með því að leggja drög að sumarfríinu og njótið þess að láta ykkur dreyma um hita, sól og framandi lönd. Spá Vikunnar Hrúturinn 21.mars-20. apríl Það verða sterkar tilfinningar allt í kringum þig þessa vikuna. Janúar byrjaði rólega, en hann er að sækja í sig veðrið og þú átt eftir að sjá að mánuðurinn endar með miklum krafti. Þú munt læra að skynja fegurðina og ástina í kringum þig þessa viku og næstu. Nautið 21. apríl -21.mai Fyrri hluti þessarar viku er góð- ur tími til að skoða hlutina nán- ar. Þú ættir ekki að byrja á neinu nýju því það eru breytingar í aðsigi. Þú gætir átt eftir að sjá mikla framför í vinnu þinni eða námi á næstu vikum ef þú undirbýrð þig vel núna. Tuíburinn Krabbinn 22. júní - 23. júlí Ástin og rómantíkin á hug þinn allan þessa dagana og þú get- ur lítið einbeitt þér að öðru. Þetta er þó góður tími til hvers konar samninga fyrir þig, svo þú ættir að hugsa stórt og viðra hugmyndir þínar við aðra. Vinir þínir verða þér ómetanlegur styrkur þessa viku. Ljóníð 24. júlí - 23. ágúst Eitthvað sem þú kláraðir ekki síðasta sumar er að ganga aft- ur í lífi þínu. Kannski er það eitthvað tengt ástvini og þú verður að Ijúka því máli núna á annan hvorn veginn. Þú hefur mikinn áhuga á líkamsrækt og heilsu um þessar mundir og þetta er rétti tíminn til að iáta til skarar skríða. Meyjan 24. ágúst - 23. september Vinsældasól þín er að rísa svo þú ættir að nota tækifærið og vera meðal fólks. Þeir sem eru í föstu sambandi en ekki giftir gætu jafnvel verið að hugsa um að láta verða af því að gifta sig fljótlega. Það er líka að rofa til í pen- ingamálum svo þú ættir að vera mjög hress þessa dagana. n Vogin 24. september - 23. október Farðu varlega í samskiputm við annað fólk þessa viku og ekki skella fram ásökunum eða óhugsuðum setningum þegar þú ert með vinum eða ættingjum. Það er mikil togstreita í kring- um þig og öll varúð er af hinu góða. Vertu líka viðbúinn auknum útgjöldum eða fjár- hagsáhyggjum í þessari viku, en öll él styttir upp um síðir. tÆC 22. maí - 21. júní Nú ættir þú að nota tækifærið og sýna hvað í þér býr því þú hefur af nógu að taka og orka þín er ómæld. Það gæti orðið bylting hjá þér, til dæmis í vinnunni, og það er greinilegt að þú ert með peninga á heilanum þessa dagana. Það er margt fólk í kringum þig þessa viku og þú ætti að nota tækifærið og reyna að kynnast því. Sporðdrekinn r 24. október - 22. nóvember Nú er tækifærið til að breyta til I lífinu. Þessi vika er mjög hent- ug til að færa húsgögn, kaupa sér ný föt, fara í líkamsrækt eða hvað sem er. Lífið hefur verið svolítið kaótískt hjá þér undan farið svo þér veitir ekkert af að koma skipulagi á hlutina. Bogamaðurinn 23. nóvember - 21. desember Allir ættingjar og vinir virðast þurfa á þér að halda þessa dagana og þú færð lítinn frið til að sinna sjálfum þér. Þér finnst þú útundan og alltof upptekinn. Tækifærin eru samt alltaf fyrir hendi, maður þarf bara að opna augun og líta í kringum sig, fyrr sér maður þau ekki. Steingeítin 22. desember - 20. janúar Það er mikið að gera hjá þér, svo mikið að jafnvel þér er nóg um. Þú ert að læra mikið af reynslunni þennan mánuðinn og þú ættir að gæta þess að fá næga hvíld. Að öllum líkindum á þetta erfiði eftir að skila þér peningum á næstunni. Vatnsbeiinn 21.janúar-19.febrúar Láttu ekki aðra trufla þig eða glepja þér sýn. Það er auðvelt að iáta undan þrýstingi þegar öll spjót standa á manni eins og þér núna. Haltu þinni eigin áætlun og þá mun þérfarnast vel. 20. febrúar - 20. mars Þessi tími ársins verður sá besti fyrir þig, svo þú skalt ekki missa af neinu. Þetta er undirbúningstími og það sem þú gerir núna á eftir að skila góðum hagnaði síðar á árinu. Þessi vika er góð til að vinna að framtíðarheill þinni og þinna. Amtsbókasafnið á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.