Vikan


Vikan - 22.02.2000, Page 21

Vikan - 22.02.2000, Page 21
dýrahringsins. „Heiðbláa fjólan mín fríða“ má segja um Fiskinn sem vekur hvarvetna athygli fyrir mýkt í lit sem þó getur ólg- að sem úfið haf. Líkami og heílsa Fiskurinn hefur mjúkar línur og ávöl form og virðist ekki sterkbyggður að sjá en er samt óvenjulega lunkinn að smeygja sér undan hnjaski og líkamleg- um áverkum. Vatnið flýtur vel um líkama hans og gerir hann að hraustum einstaklingi með blómlegt útlit, stundi hann úti- veru að einhverju marki. Hangi hann hins vegar mikið inni í þurru loftslagi er hann stöðugt hjá læknum til að fá lyf við asma, ofnæmi, kvefi, bronkítis eða hvað þetta heitir nú allt saman sem hrjáir þann Fisk sem gleymir að hann er vatna- dýr. Heimili, listir og menning Þar sem Fiskurinn er úr vatni runninn er hann afar hreinlátur og snyrtilegur. Þetta sést vel á heimili hans sem er ilmandi hreint, glampandi fínt og vel skipulagt. Litir eru vatnskennd- ir og mjúkir, húsgögnin þægileg og skrautmunir fagrir. Þeir sem eiga Fisk að vini kannast við þá tilfinningu að eiga í mesta basli að komast heim úr kaffiboði, hvað þá mat hjá Fiskinum.Yfir- leitt heldur Fiskurinn sig á grunnsævi í litavali en hann er einnig djúpsjávar dýr og býr þá heimili sitt í mettum, höfgum stíl með dularfullum styttum og tvíræðum myndum. Húsið sem hann býr sér hefur notagildi og þægindi ofar öðru og því eru eldhúsið og baðið áberandi miðjuhlutar, en út frá því eru svo spunnin herbergi til að njóta eins og annars í. Fiskurinn getur verið mikið fyrir smáhluti sem hann dreifir vítt og breitt um húsið en þó á smekklegan hátt og ef hann fær sér gæludýr er það líklega fiskur eða annað vatnadýr. Fiskurinn er listrænn og listelskandi skepna sem ann seiðandi klassískri tónlist eins og þeirri sem Ravel og Debussy sömdu. Foreldrar og börn Fiskinum er ekki lagið að ala upp börn sín eftir fyrirfram ákveðnum reglum um boð og bönn enda er Fiskurinn Rudolf Steiner frægur fyrir opnar að- ferðir sínar í uppeldi. Heima fyrir geta því börn Fiskanna orðið að dekurdýrum sem fara sínu fram hvað sem tautar og raular, þrátt fyrir góðan vilja Fisksins til að veita réttláta leiðsögn og reyni einhver utan hringsins að beina veginn verð- ur Fiskurinn arfavitlaus og kennir öðrum um sína van- kanta. En með þvf að líta í eigin barm og áhrif plánetanna getur Fiskurinn orðið landsins besti pabbi eða mamma sem veitir barni sínu listrænt og gjöfult uppeldi þar sem stundvísi og áreiðanleiki skapa umgjörðina. Litlu seiðin eru blómabörn hvers tíma sem þola illa stífar reglur og einstrengingslegan hugsunarhátt. Skólinn sem þau ganga í ætti að vera opinn, lif- andi og skemmtilegur, þá „brill- era“ þau í sögu og læra minnst þrjú tungumál. Fái þau að dansa og mála sér til yndisauka, verða sporðaköstin sterk og gefandi. Vetur, vor og sumar 2000 Áramótin voru tími endur- skoðunar og uppgjörs við gaml- ar syndir, því Fiskamerkið kvaddi sem herskandi merki með þessurn tímamótum. Þú ert því nú að endumeta stöðuna og útbúa nýtt plan fyrir vorið. Þetta vor og sumarið sem fylgir verður þér meira gefandi og skemmtilegra en tlest hin fyrri, því á vordögum stígur nýr fisk- ur út úr þínum gamla og lífið tekur nýja stefnu. Þú ert ljón- heppin þessa dagana og tæki- færin berast þér í hrönnum, gamla ástin endurnýjast og sú nýja reynist sönn, í fjármálum siglir þú á góð mið og vina- hringurinn stækkar. Opinbera lífið verður 48 stunda stfm við að tína sem flest gullepli af M 2000 trénu sem menningarborg- in Reykjavík reisti okkur til góðs á því herrans ári.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.