Vikan


Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 15

Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 15
svefnleysi flýti fyrir öldrun hjá fólki. Margar rannsóknir benda til að ónæmiskerfið veikist við langvarandi svefnleysi og meðal annars hefur verið sýnt fram á að þeir sem sofa illa fá oftar kvef og magakveisur en hinir. Dr. William Dement hjá Stanford háskóla í Bandaríkjunum fann það út í einni af rannsóknum sín- um á svefni að mólekúlum í ónæmiskerfi blóðsins fjölgar meðan líkaminn hvílist. Hann fann það einnig út að frumur sem ráðast á og drepa krabbameins- frumur verða færri eftir því sem við sofum minna. Daginn eftir andvökunótt er líkaminn því mun verr í stakk búinn til að ráð- ast gegn utanaðkomandi sýklurn og veirum. Viðbrögð við draumum Þótt langvarandi svefnleysi sé óæskilegt heilsunni og nauðsyn- legt að reyna að ná upp svefni hafi menn strítt við andvökur, ætti ekki að taka langan tíma að ná sér. Rannsóknir sýna að lík- aminn hefur þróast þannig að hann getur náð djúpum draum- lausum svefni tiitölulega snemma nætur og eftir því sem hvíldin verður betri því styttri verður tíminn sem nauðsynlegt er að djúpi svefninn vari. A remstiginu dreymir fólk og þótt augun hreyfist hratt fram og til baka eru allir aðrir vöðvar lík- amans nær lamaðir. Það er varn- arbragð líkamans til að koma í veg fyrir viðbrögð og hreyfingar sem eiga upptök í atburðum draumsins en geta reynst skað- legar. Sumt fólk (90% þess eru karlmenn) þjáist af röskun á remsvefnstiginu. Lömunaráhrif- in eru minni en gengur og gerist og sofandi maðurinn getur tekið upp á að hreyfa sig og jafnvel hegða sér í samræmi við atvik draumsins. Fólkið sjálft veit ekki af þessu nema það vakni og átti sig á aðstæðum. Stundum gerist það að viðkomandi vaknar við að hann hefur meitt sig eða aðra og þess eru dæmi að menn hafi vaknað við það að þeir héldu eig- inkonu sinni fastri með krampa- kenndu taki því þá var að dreyma að þeir væru að bregðast við árás. Ymís náttúruleg elni hafa reynst vel víð svefnleysí og má benda á eftírtaldar jurtir: 5HTP er amínósýra unnin m al'rískum baunum. Ilún eykur serótónínframleiðsluna og hjálpar fólki að slaka á. Valerían er jurt sem hefur ró- andi áhril' ekki ósvipuð þeim sem valíum hefur en er ekki vanabindandi og engin hætta er á fráhvarfseinkennum sent líkjast timburmönnum. í rótum Kava Kava jurtarinnar eru róandi og slakandi efni scm hjálpa þeim sem eiga erfitt með að sofna að stytta tímann þar til þeir hitta Óla lokbrá. Kamíllute er vel þekkt meðal þeirra sem eiga erfitl með að sofna. I því eru slakandi efni sem auðvelda fólki að sofna og tryggja oft sainfelldan svefn. FlÓUð mjólk eða kakóbolli fyrir svefninn gelur gert sama gagn og svefntafla því þegar mjólk- in sýður myndast í henni sömu efnasambönd og eru í sumum svefnlyfjum. Lyf sem reynst hafa ágætlega fást orðið til að slá á þetta vandamál. Rem lömunin er ekki algjör. Allir hafa einhvern tíma haft martraðir sem verða til þess að þeir hreyfa sig, kalla á hjálp, umla eða stynja. Stundum eru áhrif þessara slæmu drauma svo sterk að menn vakna upp og martröð- in er enn svo raunveruleg að það tekur þó nokkurn tíma að jafna sig. Martraðir þar sem fólki finnst það ekki geta hreyft sig eða brugðist við yfirvofandi hættu eiga rætur að rekja til þessa löm- unarástands vöðvanna. Svefn- ganga hefur ekkert með remsvefnstigið að gera og yfir- leitt eru svefngenglar ekki að bregðast við atvikum sem eiga sér stað í draumum þeirra. Svefn- ganga á sér stað á öðrum svefn- stigum en remstiginu. Stinning og aukíð blóð- streymi til snípsins Það er vel þekkt að limur karl- manna getur orðið stinnur með- an á remstiginu stendur og sömu- leiðis getur blóðstreymi til sníps- ins aukist. Þegar það gerist hef- ur það ekkert með kynferðislega eða erótíska drauma að gera heldur eru þetta eðlilegar afleið- ingar þess að blóðstreymi um lík- amann eykst meðan á remstiginu stendur. Sá hluti taugakerfisins sem stjórnar hjartslættinum örvast á remstiginu og hjartslátt- ur verður hraðari. Þar með örvast einnig önnur ósjálfráð starfsemi líkamans. Flestir þurfa milli sjö og átta klukkustunda svefn á hverri nóttu og ef ekki er þörf á að ná upp svefni sem hefur tapast er lengri en tíu stunda svefn ekki æskilegur. „Svefninn er eins og matur; við þurfum hann til að lifa en farðu varlega í að fá þér auka- skammta. Það er mjög auðvelt að fá meiri svefn en þú þarft,“ segir Jim Horne, prófessor við Lough- borough háskólann. „Þegar fólk sefur eins mikið og það getur eykur það ekki einbeitingu og getu yfir daginn. Þvert á móti hef- ur það fyrst og fremst þau áhrif að lengja tímann sem það tekur fólk að sofna á kvöldin og það vaknar oftar en hinir.“ Átta tíma ótruflaður svefn er æskilegasti svefntími flestra ef miðað er við sólarhringinn. Nú- tímamaðurinn getur auðveldlega forðast myrkrið með rafljósum og unnið, verslað eða skemmt sér á næturnar en það kemur fyrr eða síðar niður á heilsu hans. Einn espressó kaffibolli sem drukkinn er að loknum kvöldverði er tíu klukkustundir að fara úr líkam- anum og tvö glös af víni hafa þau áhrif að erfiðara er að sofna en ella. Þeir sem eiga erfitt með svefn ættu að forðast slíka drykki á kvöldin. Nikótín hefur einnig örvandi áhrif á heilann og sömu- leiðis sum vítamín. B-vítamín ætti t.d. aldrei að taka á kvöldin. Fæðuval getur haft áhrif á hæfni manna til að sofa og næringar- fræðingar hafa getað hjálpað mörgum sem eiga erfitt með svefn að bæta úr með réttu mataræði. flreynsla er slæm rétt fyr- ir svefninn Mikil áreynsla rétt fyrir svefn- inn er slæm. Adrenalínflæðið um líkamann eykst við áreynslu og líkaminn vaknar. Nokkrar hæg- ar jógahreyfingar, eins og til dæmis lega á bakinu með lokuð augu, fætur útskeifa og lófa upp er róandi og slakandi staða fyrir líkamann, sömuleiðis hugleiðsla í lótusstöðu. Kynlíf rétt fyrir svefninn hefur stundum verið kallað róandi lyf náttúrunnar og er það oft en stundum hefur það þveröfug áhrif. Margar konur finna fyrir því að orka þeirra eykst við kynlíf og þótt slakni vel á öllum vöðvum við fullnægingu getur hugurinn verið lifandi og frjór lengi á eftir. Reglulegar svefnvenjur eru mikilvægar þeim sem vilja lifa heilsusamlegu lífi. Þeir sem sofna yfirleitt á sama tíma á kvöldin og vakna á vissum tímum á morgn- ana njóta betri hvíldar en hinir og uppskera meiri orku og betri heilsu. Munurinn á starfsorku, einbeitingu og getu til að hugsa Hvers vegna dreymír okkur? Draumar eru enn óleyst ráðgáta og engum hefur lekist að skýra þá til fulls. Freud trúði því að drauni- ar væru sproltnir úr undirmeðvil- und manna og verið væri að koma skilaboðum um hugarástand manns á framl'æri meðan hann svæfi. Aðr- ir trúa á l'orspá drauma og telja að verur af öðrum tilverustigum geti heimsótl okkur í draumi til að hjálpa eða vara við. Vísindamenn núlímans hallast helsl að því að draumar séu fyrst og fremst alleið- ing atburða dagsins og endurspegli eingöngu hugsanir okkar. Margir upplifa það að hugurinn er aldrei frjórri en rétt fyrir svefninn þegar góðri slökun hefur verið náð. Til marks um það er sagt að Paul McCartney hafi vaknað einn morg- uninn og þá sungið lagið Yeslcrday sem var lullskapað í huga hans efl- ir nælursvefninn. getur verið sláandi eins og rann- sóknir sýna. Jafnvel ein svefnlaus nótt hefur áhrif til hins verra dag- inn eftir. Einkenni ýmissa sjúk- dóma versna einnig við langvar- andi svefnleysi, þeirra á meðal rná nefna mígreni, suma gigtar- sjúkdóma og streitutengda sjúk- dóma. Það borgar sig því að koma reglu á svefninn og sofa hvorki of mikið né of lítið. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.