Vikan


Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 38

Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 38
Texti: Jóhanna Harðardóttir Garðupinn á svölunum Blómapottar taka sig best út í þyrpingum. Skjólið Skjólið hefur einna mest að segja til að gera svalir (og ver- andir) skemmtilegar. Hand- riðið eitt og sér er sjaldnast nóg, oftast þarf að skýla með annaðhvort léttum skjólvegg eða dúk fyrir sterkustu vind- áttum. A veröndum er auð- vitað hægt að setja plöntur sem mynda skjól, en á með- an þær eru að vaxa má tjalda fyrir með dúk. Það öarf ekki að eiga stóra garða til að njóta útiuerunnar á góðuiðrisdögum á sumrin. Það er nóg að eiga góðar sualir eða uerönd. Þuí miður er bað allt of algengt að sualir séu illa nýttar og engum til gagns eða gleði, en bá er ástæðan oft sú að ekkert hefur uerið gert til að gera sualirnar aðlaðandi. Sualir eru nefnilega sialdnast skemmtilegar eins og hær koma úr höndum hess sem byggír húsið. Það gildir hið sama með sualír og uerandir og ibúðina sjálfa, hað harf að setia sinn persónulega suip á hær til að gera bær fallegar og uistlegar. Auðuitað er líka misjafnt huersu heppilegar hær eru sem útiuistarsuæði, bað fer eftir buí í huaða átt hær snúa, huersu mikið skjól er á heim og huersu rúmgóðar bær eru. Suðursualir á skjólsælum stað og har sem gólfpláss er nóg eru auðuitað ákjósanlegasti kosturinn, en hað segir alls ekki að aðrar sualir geti ekki orðið dásamlegur staður til að njóta útiueru ef uel er skipulagt. Það þarf að vera hægt að setjast niður á svölunum og margir vilja hafa pláss til að geta grillað. Það þarf að hugsa fyrir þessu tvennu áður en farið er að ákveða hvar á að koma plöntum fyrir, sér- staklega ef þær eiga að vera fyrirferðarmiklar. Grillið þarf að vera þar sem hægt er að komast að því á þrjá vegu og helst þarf að vera pláss fyrir fráleggsborð líka. Það er ekki endilega gott að setplássið sé á sama stað, en það gerir heldur ekkert til þótt svo sé því það tekur yf- irleitt ekki langan tíma að grilla. Plönturnar Plönturnar eru það sem mestu máli skiptir fyrir utan skjólið. Gróðurinn gefur hlý- leikann á svalirnar og það skiptir miklu máli að hann sé þægilegur að hirða og beri ekki svalirnar ofurliði. Best er að hafa gróðurinn á svölunum í kössum og pott- um. Kassa og potta undir gróðurinn má fá víða og það er auðvitað skemmtilegast að sami stíllinn sé yfir þeim öll- um til að skapa fallegri heild- armynd á þessu litla svæði. Smávaxin tré og runnar koma vel til greina á svalirn- ar og þar má til dæmis nefna ýmiss konar kvisti (birkikvist, reynikvist, dögglingskvist), rósarunna (athugið að þeir geta stungið) og skriðula runna (loðvíði, grávíði). Það er jafnvel hægt að hafa birki í kössum á svölunum, það gef- ur gott skjól og þrífst ágætlega meðan það er ekki of stórt og síðar má planta því í lóðina. Leitið til fagmanna þegar þið veljið plöntur á svalirnar og segið þeim hvernig háttar til (í hvaða átt svalirnar snúa og hver sé stærð þeirra). Það er næstum því nauð- synlegt að hafa einnig blóm- strandi plöntur á svölunum og hinar sígildu stjúpur og morgunfrúr eru auðvitað ljómandi fallegar til þess arna. Ymsar fleiri tegundir koma einnig vel til greina og verður þá að minnast á pel- argónínuna sem er mjög dug- leg að blómstra og er einkar falleg á svölum auk margra tegunda hengiplantna sem fara vel í pottum. Þegar valinn er staður fyr- ir plönturnar verður að hugsa fyrir því að þær séu ekki í gangveginum. Sumir vilja hengja plöntur á veggi sval- anna eða handrið og það get- ur komið mjög vel út. Eini vandinn er sá að stundum vill vera lítið skjól á handriðinu og þá þarf að gæta þess að festa pottana vel og sj á til þess að ekki ofþorni í þeim. 38 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.