Vikan


Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 46
Miranda Lee HNEYKSLANLE6T BÓNORB eygður, ber að ofan, órakað- ur og hárið úfið. „Laura, guði sé lof að þú ert komin! Eg hef verið frávita af áhyggjum," sagði hann, tók þéttingsfast utan um hana, dró hana inn og skellti hurð- inni. Þegar hann reyndi að kyssa hana ýtti hún honum harka- lega frá sér og sagði: „Vogaðu þér ekki að snerta mig.“ Hún sá að hann varð undr- andi eitt augnablik en síðan sá hún örvæntingu í svip hans. Hún horfði ískalt á hann án þess að sýna nokkur við- brögð. „Þú komst að þessu, er það ekki ? Þessu með Virg- iniu...“ spurði hann lágt. Hún hafði ekki fyrir því að játa eða neita heldur sagði strax : „Hvernig gastu gert þetta, Dirk ? Hvað er eigin- lega að þér?“ Hún gat ekki leynt sársaukanum í röddinni. Hann stundi, hallaði sér að veggnum og renndi óstyrkum fingrum í gegnum hárið. „Andskotinn," var allt sem hann sagði. Augnaráð hennar var ennþá kuldalegt en hún fann, sjálfri sér til mikillar gremju, að enn bærðust einhverjar tilfinning- ar í garð hans innra með henni. Hann var svo varnar- laus þar sem hann stóð á gallabuxunum einum fata og vissi greinilega ekki sitt rjúk- andi ráð. Hún þráði hann enn. Hún elskaði hann enn og var fjúkandi vond út í sjálfa sig fyrir vikið. Hún hlaut að vera galin að hugsa svona eftir allt sem hann hafði gert henni. Hún hristi höfuðið og hugsaði með sjálfri sér hvernig hún ætti að lifa þessa raun af. Kannski væri bara best að hún færi frá Sidney strax aft- ur og segði honum ekki frá barninu. Nei, það væri ekki sanngjarnt. Hún gæti ekki gert honum það. Hann átti rétt á að vita þetta þrátt fyrir það sem hann hafði gert. „Ég vil ekki ræða um þig og Virginiu en ég hef svolítið að segja þér...“ sagði Laura þurr- lega. „Nei!“ greip hann óðamála fram í. Hann var æstur og greinilega í miklu uppnámi sem kom Lauru eiginlega á óvart. Hann hafði nú ekki hingað til hikað við að ljúga að henni. „Nei,“ sagði hann aftur og greip um hendur hennar og re^ndi að þrýsta henni að sér. „Eg veit hvað gerðist síðasta þriðjudag. Ég hringdi í Hest- er og gat lagt tvo og tvo sam- an þar sem hún sagði mér að þú hefðir komið til mín á skrifstofuna. Ég veit hvað þú heldur að þú hafir séð og heyrt en þér skjátlast. Ég, ég...“ Hik hans jók reiði Lauru. Þetta var það sem hún hafði óttast að hann myndi reyna að gera, þ.e.a.s. blekkja hana, ljúga að henni og síðast en ekki síst að honum myndi takast það. „Hættu að ljúga að mér, Dirk!“ æpti hún og ýtti hon- um frá sér aftur. „Ég þoli þessar lygar þínar ekki leng- ur,“ bætti hún við. „Ekki ég heldur,“ sagði hann og andvarpaði. „Guð minn góður, ég þoli þetta heldur ekki lengur. En þú verður að hlusta á það sem ég hef að segja, elsku Laura. Þú verð- ur að gefa mér færi á að út- skýra þetta allt saman. í guð- anna bænum, getur þú ekki séð af fimm mínútum áður en þú hendir mér út? Er það til of rnikils mælst? Fimm fjand- ans mínútur!“ sagði hann ör- væntingarfullur. Hann var svo sannarlega góð- ur leikari, hugsaði hún bilur- lega með sér. Hann var mjög góður og hún var of þrey tt og viðkvæm til þess að mótmæla. „Allt í lagi, Dirk,“ sagði hún og andvarpaði. „Fimm mínút- ur. En ég held að ég verði að setjast,“ bætti hún við. Henni fannst herbergið hringsnúast fyrir augunum á sér. „Er allt í lagi með þig?“ spurði Dirk áhyggjufullur þegar þau voru komin inn í stofu og hún sest á sófann. Hún kyngdi og horfði síðan hæðnislega á hann. „Það er allt í lagi með mig, Dirk, þakka þér fyrir umhyggju- semina. Segðu bara það sem þú þarft að segja og stattu þarna. Ég vil ekki hafa þig ná- lægt mér.“ Hann hikaði aðeins, eins og hún hefði sært hann mikið með þessum orðum. Síðan sagði hann: „Morrie varaði mig við þessu en ég vildi ekki hlusta. Ég var of þrjóskur, sjálfsöruggur og bara hreint og beint heimskur!" MeiPiháttar tilboð fyrir áskrifendur V i k u n n a r ! u rTm V * C^ iuuIjjléL u u □ a f bessum ’ róöakortið getur orðiö þér til hagsbóta á ýms- um sviðum, framvegis munum viö mánaöar- jl lega kynna ýmis spennandi tilboð fyrir áskrif- endur Vikunnar. Þaö borgar sig því aö fylgjast vel meö sérkjörum og tilboðum okkar. í maí veröa Vikan og verslunin Tekk vöruhús, Bæj- arlind og Kringlunni með frábært tilboð fyrir áskrif- endur blaðsins. Gegn framvísun Fróðakortsins fást þessar glæsilegu vörur með 25 % afslætti á meðan birgðir endast. glæsilegu uörum Þessi tekkskápur með gleri í hurð er glæsilegur hvar sem hann er settur. Hann geta áskrifendur Vik- unnar eignast með 25% afslætti í maí. Gluggatjöldin, rúmteppið og púðaverin gera heimilið enn fallegra og það er um að gera að nota tækifærið meðan hægt er að fá þessa einstöku gæðavöru með miklum afslætti! Tekk vöruhús er til húsa við Bæjarlind 14-16 (s: 564- 4400) og í Kringlunni 4, (s: 5814400).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.