Vikan


Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 17

Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 17
Dauid Bowie og hundrað suört handklæoi Stórstjörnurnar senda alltaf langa lista á undan sér yfir það sem þær vilja að bíði þeirra við komu. Þetta eru listar yfir mat, drykki og húsgögn í búningsher- bergin. Langur listi hefur borist frá Elton John og er verið að vinna á fullu við að uppfylla ósk- ir kappans. „Það kom risalisti frá Bowie en það voru bara einhverjar sérósk- ir fyrir hljómsveitarmeðlimina. Hann vildi ekkert sérstakt fyrir sjálfan sig sem er óvenjulegt," segir Ragnheiður. „Eitt atriði á listanum vakti furðu mína. Það var beiðni um 100 svört hand- klæði. Ég vissi ekki hvaða perra- skapur var í gangi,“ segir hún og hlær. „Við þurftum að láta sér- sauma handklæðin því þessi fjöldi var ekki til á landinu. En allt skýrðist þetta á tónleikun- um,“ segir hún. „Bowie og hljóm- sveitin notuðu handklæðin til að þurrka af sér svitann og eftir notkun voru þau látin falla nið- ur á sviðið, aðeins til hliðar, og sáust ekkert meira því þau voru samlit sviðinu. Þeir svitnuðu mik- ið og þess vegna þurftu hand- klæðin að vera mörg. Mjög skilj- anlegt þegar maður veit ástæð- una.“ Ragnheiður segir Bowie mjög skemmtilegan mann sem hafi komið fram við alla af virðingu og vinsemd. „Ég var ekki lítið hissa þegar ég fékk kveðju frá honum skömmu eftir að hann fór af landi brott,“ segir hún. „Okk- ur varð ágætlega til vina í kringum tónleikana en það kom mér samt á óvart að hann skyldi hafa samband. í fyrra sendi hann mér málverk eftir sjálfan sig að gjöf og fyr- ir stuttu fékk ég boðsmiða frá honum á tónleika sem hann heldur í New York um miðjan júní,“ segir Ragnheiður. „Bowie kolféll fyrir landi og þjóð og fannst móttök- urnar sem hann fékk hérna frábærar. Hann hefur talað fallega um ís- land opinberlega og það hefur verið hin besta landkynning. Ég veit að hann langar mjög mikið að koma aftur hingað." Glæsilegur en suefnlaus Sting „Sting vildi meðai annars fá jógaæfingamottu fyrir sig og svo borðaði hann bara lífrænt rækt- að grænmetisfæði,“ segir Ragn- heiður. „Einhver af starfsliðinu sá hann beran að ofan og talaði lengi um á eftir hve glæsilegan líkama hann hefði. Flottur kroppur sem hann á víst þrot- lausum jógaæfingum og hollu mataræði að þakka. Sting hélt ógleymanlega tónieika og var afar ánægður með viðtökur tón- leikagesta," segir Ragnheiður. „Hann kvartaði þó yfir svefnleysi sem hrjáði hann en honum kom varla dúr á auga á meðan hann var á landinu. Ástæðuna má rekja til gulu, gegnsæju glugga- tjaldanna á hót- elherberginu hans. Undarlegt að hótelhaldarar muni aldrei eftir björtum sumarn- óttum þegar þeir kaupa inn gluggatjöld,“ segir hún. „Ef hann kemur ein- hvern tfma aftur hingað á mínum vegum mun ég sjá til þess að herbergið hans verði myrkvað. Sting var elsku- legur en hélt sig til hlés og bland- aði ekki mikið geðiviðnokkurn utan hljómsveit- arinnar sinnar. Engillinn Robbie Williams „Robbie Williams var alveg frábær og enginn geðvonsku- púki,“ segir Ragnheiður ákveðin á svip. „Sú mynd sem fjölmiðlar gáfu af honum var kolröng. Hann vildi fá frið í Leifsstöð við komu sína til landsins en fékk ekki og brást illa við. Hann hefði átt að skilja að fréttamennirnir voru bara að vinna vinnuna sína. Að öðru leyti var hann eins og eng- ill við alla sem hann kom ná- lægt,“ segir Ragnheiður og nefn- ir sem dæmi að tvær unglings- stúlkur hafi elt hann á röndum með upptökuvél en hann hafi sýnt þeim ótrúlega þolinmæði og verið góður við þær. Á séróskalista Robbies var meðal annars að finna beiðni um þægilega hægindastóla í búnings- herbergið og svo vildi hann bara fá sushi og melónur í matinn. Eins og margir muna enduðu tónleikarnir þannig að hann fór af sviðinu því glerflösku var kastað að honum. „Flaskan flaug rétt við augað á honum og hann gerði það eina rétta með því að yfirgefa sviðið,“ segir Ragnheið- ur með þunga. „Við hefðum lent í að greiða honum háar skaða- bætur ef flaskan hefði hitt. Svo var lán í óláni að tónleikarnir voru næstum búnir. Ég þakka guði fyrir að þetta gerðist ekki á meðan hann var að syngja fyrsta lagið.“ Seinfeld og ropuatnið „Jerry Seinfeld mætti með fulla tösku af mat til landsins," segir Ragnheiður. „Þetta var bara eitthvert snakk sem hann hefur haft með sér til öryggis ef hann fengi ekkert ætt hérna. Hann var reyndar duglegur við að fara út að borða og hann lét vel af íslenska matnum,“ segir hún. „Það var útbú- ið voða fínt hlaðborð handa honum eftir uppi- standið. Þar mátti finna kalkúna, ávexti, græn- meti, samlokur, gos og annað góðgæti en hann leit ekki við því,“ segir hún. „Það eina sem Sein- feld bað um var að fá venjulegt vatn að drekka á meðan hann skemmti uppi á sviði. Hann bað sérstaklega um að fá ekki sódavatn heldur goslaust vatn.“ Ragnheiður hélt, eins og aðstoðarkona hennar, að Icelandic Spring Water væri gos- laus drykkur og því var hann sett- ur í vatnskönnuna hans. „Þetta reyndist ekki rétt hjá okkur,“ seg- ir hún hlæjandi. „Seinfeld ropaði nærri stöðugt á meðan á fyrsta uppistandinu stóð en svo var skipt um í könnunni og þá fékk hann íslenskt vatn beint úr kran- anum.“ Seinfeld var afar vel verndað- ur, að sögn Ragnheiðar. „Ég hef sjaldan kynnst öðru eins,“ segir hún. „Umboðsmaðurinn hans sagði mér að enginn mætti hitta hann og hann vildi vera í friði. Það skipti mig engu máli því vinna mín fólst í því að skipu- leggja skemmtunina en ekki tala við hann. Ég hitti hann þó og hann var bæði skemmlilegur og þægilegur. Hann bað ekki um að vera einangraður heldur tók um- boðsmaðurinn þetta upp hjá sjálfum sér.“ Ýmsar sögur fóru á kreik um það hvers vegna Seinfeld yfirgaf ísland í fússi. Hið sanna er að honum ofbauð umfjöllun fjöl- miðlanna um sig. „Seinfeld fór á flakk um bæinn og heimsótti meðal annars kaffihús þar sem hann bað nærstadda gesti um að þýða fyrir sig yfir á ensku það sem var sagt um hann í íslensku blöðunum,“ segir Ragnheiður. „Þar var honum lýst sem ríkum piparsveini í stelpuleit. Það fauk í hann við að sjá að hvergi var minnst á hann sem listamann og skemmtikraft, að minnsta kosti ekki í þeim blöðum sem hann komst yfir. í íslensku blöðunum mátti reyndar finna góða gagn- rýni um uppistandið hans í Há- skólabíói og einnig um lista- mannsferilinn en það virðist ekki hafa skilað sér til hans og því fór sem fór.“ Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.