Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 22
Sennilega hafa flestir heyrt nafnið Lizzie Borden.
Yfírleitt er bað nefnt í tengslum við einhvern óhugnað
eða sem dæmi um að grimmd og miskunnarleysi sé
ekki síður tii meðal kvenna en karla. Hver var hins
vegar bessi alræmda Lizzie Borden og hvað gerði
hún til að verðskulda bann orðstír sem hefur fylgt
nafni hennar áratugum samanP
Fjórði ágúst árið 1892
var óvenjuheitur í
smábænum Fall
River í Massachu-
setts í Bandaríkjunum. Dag-
arnir á undan höfðu sömu-
leiðis verið óvenjuheitir og
flestir íbúanna héldu sig inn-
andyra. Andrew Borden
hafði farið til vinnu sinnar um
morguninn en komið heim
um klukkan hálftólf. Hann
hafði hallað sér aftur í sófa í
stofu sinni og svaf. Blaðið
sem hann hafði verið að líta í
hafði runnið úr höndum hans
og lá á gólfinu. Uppi í einu
gestaherbergi hússins lá
Abby kona hans á gólfinu og
hafði verið barin hvað eftir
annað í höfuðið með öxi. Hún
var dáin og hafði verið það í
eina og hálfa klukkustund.
Andrew vissi það ekki og
hann átti sér einskis ills von
þegar vopnið sem banaði
konu hans var reitt til höggs
og keyrt ofan í höfuð hans aft-
ur og aftur.
Meðan þessu fór fram var
vinnukonan, Bridget Sulliv-
an, að þvo gluggana að utan
og dóttir Andrews, Lizzie,
var, eftir því sem hún bar við
seinna, úti í hlöðu að leita að
blýsökkum til að hengja á
veiðistöng. Eldri systir henn-
ar, Emma, var í heimsókn hjá
vinum í nágrannabænum
Fairhaven en fleiri voru íbúar
Borden hússins ekki. Emma
hafði því gilda fjarvistarsönn-
un en þær tvær sem voru
heima við kváðust ekkert
hafa heyrt eða séð óvenjulegt
þegar morðin voru framin.
Þetta er undarlegt því bær
Borden-fjölskyldunnar var í
smábæ og þögnin nánast al-
gjör í hitasvækjunni, dýrin
voru jafnmáttvana og menn-
irnir. Þegar jafn hrottafenginn
glæpur er framin og Borden-
morðin voru fer ekki hjá því
að eitthvað heyrist.
Ekkert morðuopn fannst
Þessi óskiljanlega þögn sem
þær Lizzie og Bridget vitna
um og það hversu lítið blóð
var á morðstaðnum er eitt af
því sem hefur reynst vísinda-
mönnum ráðgáta allt frá því
líkin fundust. Lizzie fann þau
þegar hún kom inn frá hlöð-
unni og hljóp strax eftir hjálp.
Nágrannar hennar báru að
blóð hefði hvorki verið sjáan-
legt á fötum hennar eða lík-
ama þegar hún kom. Ef Lizzie
myrti föður sinn og stjúpmóð-
ur hefðu föt hennar átt að
bera þess merki en hún sótti
hjálp í hæsta lagi tuttugu mín-
útum eftir að faðir hennar var
drepinn. Réttarlæknar þess
tírna leituðu því að eitri í lík-
unum til að athuga hvort það
kynni að vera skýringin á því
hversu lítið blóð rann úr þeim
en ekkert fannst.
Ein vinsælasta skýringin á
þessu er að Lizzie hafi drep-
ið foreldra sína nakin og
þvegið sér strax á eftir. Hafi
svo verið er nær ómögulegt
að Bridget hafi ekki séð til
hennar á einhverjum tíma en
ef hún sá eitthvað kaus hún
að þegja um það. Einn
margra vísindamanna sem
skrifað hafa um Borden-mál-
ið segir: „Elskandi dóttir sem
finnur illa útleikið lík föður
síns en er ekki með blóðugar
hendur er í sjálfu sér tor-
tryggileg." Þá á hann við að
eðlileg viðbrögð flestra sem
koma að dánum fjölskyldu-
meðlimum eru að snerta ást-
vini sína til að athuga lífsmörk
eða einfaldlega til að leita sér
huggunar.
Önnur ráðgáta sem erfið-
lega hefur gengið að leysa er
hvert morðvopnið var. Rétt-
arlæknar töldu að hjónin
hefðu verið drepin með öxi
eða jafnvel þungum silfur-
kertastjökum sem til voru í
húsinu. A kertastjökunum
fannst ekkert blóð en ólíklegt
má telja að hægt hefði verið
að þvo þá svo vandlega að
engin ummerki fyndust en á
bænum fannst engin öxi utan
ein skaftlaus þakin ösku.
Skaftið á öxinni kann að hafa
brotnað við barsmíðarnar en
enn veit enginn með fullri
vissu hvaða vopn var notað til
að bana Borden-hjónunum.
22
Vikan