Vikan


Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 31
Fínar línur sem endast árum saman Hvaða kona getur ekki hugsað sér að vakna á morgnana tilbúin að ganga út í daginn, máluð og fín? Pað er auðvitað alveg stórkost- legt að þurfa ekki að þvo fram- an úr sér málninguna á kvöldin, hvað þá að byrja daginn á því að mála sig aftur. Fjöldi kvenna sleppir þessu einfaldlega vegna þess að þær telja sig ekki hafa tíma eða nenna því ekki. Samt hefðu margar konur kosið að mála sig, eða öllu heldur vera málaðar, bara ef það væri fljót- legra og auðveldara. Ein lausnin á þessum eilífðar- vanda er húðflúr. í Reykjavík eru nokkrar snyrtistofur sem bjóða upp á húðflúr í andlit og yfirleitt er flúrað með svörtu í kringum aug- un, dökkbrúnu undir augabrún- ir og rauðu eða rauðbrúnu í útlín- ur varanna. í upphafi var þessi aðferð einkanlega notuð á konur með blettaskalla þar sem hluti augabrúna er horfinn en þar sem hún reyndist mjög vel var farið að nota hana sem almenna snyrtiað- gerð. Pessi aðferð hentar vel kon- um sem þurfa eða vilja vera vel tilhafðar en vilja ekki þurfa leggjamiklavinnuíþað. Húðflúr er einkar þægileg lausn fyrir kon- ur sem eru ljósar á húð og hár og þurfa því enn frekar á farða að halda en þær dökkleitu. Margir eru forvitnir um þessa aðgerð og jafnvel hálfhræddir við hana svoVikan ákvað að reyna hana og sýna hvernig slík aðgerð kemur út. Húðflúr er mjög dýr aðgerð, því miður, svo það er eins gott að vera viss í sinni sök ef á að láta húðflúrasig,jafnvel þóttþaðeigi að endast í a.m.k. 3-5 ár. Fyrir valinu varð María Mar- teinsdóttir á snyrtistofunni Fín- ar Línur við Skúlagötu. Húðflúr- ið er framkvæmt í þrem þrepum, þ.e.a.s. „saumað" er þrisvar í hvert far og borgað er fyrir öll þrjú skiptin. Þegar húðflúrað er í andlit er notaður náttúrulegur litur í stað venjulega húðflúrs- bleksins. Byrjað er á að velja lit og í þessu tilfelli að- _______ stoðaði María við lita- valið. Því næst stað- deyfði hún svæðið sem átti að flúra með sér- stöku deyfikremi og beðið var svolitla stund með að byrja eða þar til deyfingin var orðin virk. Og svo byrjaði Mar- ía að vinna. Það verður að viðurkennast að módelið var búið að kvíða svo- lítið fyrir þessu, en það var ástæðulaust. Meðan María „saumaði" með húðflúrsnálinni í útlínur varanna var helst hægt að lýsa tilfinningunni með samlík- ingunni að verið væri að draga borðhnff eftir vörunum og alls ekki hægt að tala um beinan sárs- auka í því sambandi. Þegar kom að augnlokunum fannst meira fyrir nálinni, en að öllum líkindum var það frekar hræðsla en sársauki sem gerði þann hluta aðgerðar- innar óþægilegri. Það er einhvern veg- inn hálf óhugnanleg tilhugsun að vita af nál við augun á sér, Fyrir Augun fyrir og d'tir. Þeg- ar seiniii nivndin var tek- in var aðeins lniiú að fara tvær uinferðir í augnum- gjörðina, en bæði María og viðskiptavinurinn voru sammála um að það væri nóg og það væri þá betra að eiga þriðja skiptiö iniii seinna ef þyrfti. en eins og María sagði þá er eng- in hætta, hún hefur fulla stjórn á hreyfingum augnlokanna með fingrunum enda gekk þetta mjög hratt og vel fyrir sig. Húðflúr er vandasöm aðgerð og það tekur nokkurn tíma að framkvæma hana, ein umferð yfir varir og augnlok tók í þessu tilfelli eitt- hvað á þriðju klukkustund með nokkrum pásum. Árangurinn sést strax svo viðskiptavinurinn þarf ekki að velkjast í vafa um hvað er að gerast. Eftir aðgerðina myndast þunnt hrúður yfir rispurnar og það er um að gera að bera á það vase- lín eða annað mjúkt krem þá tvo til þrjá daga sem hrúðrið er að hverfa. Næsta umferð fer svo fram u.þ.b. viku seinna en þá er farið Varirnar fyrir og eftir. Ot- líiiur varanna lýsast oft með aldrinum og það er mjiig gott að skýra þær meö varanlegnm lit. Mér voru farnar þrjár imiferðir, tvær með Ijósnni lit og sú síöasta aðeins dekkri. aftur ofan í sauminn. í sumum til- fellum verður línan slitrótt eftir fyrsta skiptið en María segir að það fari mikið eftir því hvernig konurnar fylgi þeim leiðbeining- um sem þeim eru gefnar eftir að- gerðina en hún mælir með að þær taki því rólega fram á næsta dag, séu ekki úti (til að forðast að fá óhreinindi í rispurnar) og séu ekki yfir hita eða gufu. í þriðja skiptið er síðan farin endanleg umferð og liturinn skerptur ef vill. Húðflúr á í mörgum tilfellum fullan rétt á sér. Aðgerðin er dýr, en það má einnig leiða rök að því að við hana sparist farði og mik- ill tími sem annars fer í daglega snyrtingu. Óþægindin af aðgerðinni eru hverfandi þótt þau séu að líkind- um einstaklingsbundin. Ef ein- hverjum blöskrar þau má ein- faldlega taka minna svæði í einu og fara oftar. Hér á síðunni sjáið þið svo ár- angurinn og getið dæmt sjálfar. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.