Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 29
það var engu líkara en ég væri dá-
leidd af honum. Skömmu seinna
komu Shelly og Anthony til okk-
ar og ég kynnti þau fyrir mann-
inum. Shelly blikkaði mig og
hvíslaði svo: „Jæja, ertu loksins
búin að finna einn spennandi?"
Eg jánkaði því en um leið dró
maðurinn upp gullsígarettuveski
sem var sneisafullt af samanvöfð-
um maríúana-
vindlingum
og alls kyns pillum og bauð okk-
ur. Anthony þáði einn vindling
en við stelpurnar afþökkuðum.
Eg var sjokkeruð yfir þessu en
ákvað að láta á engu bera. Ég var
bara 18 ára stelpuræfill sem vildi
líta út fyrir að vera veraldarvön.
Marlröð um miðia nótt
Undir lok kvöldsins bauð sá
dularfulli mér með sér heim,
sagðist vera algjör herramaður
og ég hefði ekkert að óttast. Ég
var orðin ansi vel við skál og þáði
boðið. Mér sýndist sem Shelly og
Anthony litist ekki á þetta fyrir-
komulag en þau spurðu hvar
hann byggi í borginni og síðan
kvöddumst við. Við tvö tókum
leigubíl en þegar ég sá hvar hann
bjó varð mér um og ó. Þetta virt-
ist mjög slæmt hverfi og á tröpp-
unum fyrir utan hrörlega blokk-
ina sátu menn í annarlegu ástandi
sem viðhöfðu mjög dónalegt orð-
bragð þegar ég gekk framhjá
þeim. Stigagangurinn reyndist
sóðalegur og skuggalegur og há-
vær tónlist og öskur í konu settu
að mér hroll. Ég skrölti þó með
honum upp á níundu hæð. Þar
opnaði hann hurðina inn í fbúð-
ina sína og ég gekk inn fyrir en í
sama mund lokaði hann hurðinni
og öll ljós voru slökkt. Ég stóð
þarna í niðamyrkri, þorði varla
að hreyfa mig og stundi upp:
„Ætlar þú ekki að kveikja ljós-
in?“ Þá hló hann undar-
lega og kveikti. Mér
brá þegar ég sá
íbúðina. Hún
var svo að
segja tóm og
greinilega í
niðurníðslu.
Allt í einu
varð ég
mjög
hrædd. Ég
brá mér á
klósettið til
þess að hugsa
mitt ráð en um
leið og ég kveikti
ljósið þar fór heill
herskari af kakkalökk-
um á hlaupum yfir gólfið og
vaskinn. Það er óhætt að segja
að það hafi alveg runnið af mér
og mér var hætt að lítast á stöð-
una. Ég taldi þó í mig kjark og fór
fram. Þar stóð hann með sitt dul-
arfulla bros og starandi augnaráð
sem mér fannst alls ekki sjarmer-
andi lengur. Svo opnaði hann
hurð inn í herbergi og sagði: „Má
bjóða þér sæti?" Mér krossbrá
við þá sjón sem blasti við mér. Á
gólfinu var risastór dýna en yfir
henni stóð eins konar járn-
pýramídi og það var mikið myrk-
ur í herberginu, eina lýsingin
kom frá þykku kerti í horninu.
Þegar ég spurði hann hvaða víra-
virki þetta væri þá sagðist hann
trúa á yfirnáttúrulegan mátt
pýramídanna og bauð mér að
setjast á dýnuna. Ég þorði ekki
öðru en um leið og ég tyllti mér
á dýnuna fann ég að ég kom við
ískalt járn en það reyndust vera
handjárn! Ég gjörsamlega fraus
innra með mér og á þessari
stundu varð mér ljóst að maður-
inn væri ekki heill á geði og brot
úr hryllingsmyndum skutust upp
í huga mér. Ég hugsaði með mér
að nú yrði ég að standa mig og
ég mætti alls ekki missa stjórn á
mér heldur halda stillingu minni
og reyna að komast lífs af frá
þessum sjúka manni. Hann tók
upp handjárnin, opnaði þau og
horfði ögrandi á mig. Ég hef
aldrei skilið viðbrögðin hjá mér
en þau voru að horfa brosandi
framan í hann og lyfta höndun-
um upp eins og ekkert væri eðli-
legra en að hann handjárnaði
mig. Hann horfði lengi á mig og
ég titraði innra með mér, en svo
sagði hann: „Vá, þú hlýtur virki-
lega að treysta mér.“ „Já, auð-
vitað,“ sagði ég og við það lagði
hann handjárnin frá sér. Ég gerði
mér grein fyrir að ég var ein ein-
hvers staðar í ógeðslegu húsi með
brjálæðingi og eina hugsun mín
var sú að ég ætlaði mér að kom-
ast heilu og höldnu út úr þessu.
Sú ætlun mín varð hræðslunni yf-
irsterkari og ég tókst á við næstu
klukktutíma eins og verkefni.
Hann strauk mér og kyssti mig á
kinnina en í hvert skipti sem
hann kom nálægt handjárnunum
eða ætlaði sér eitthvað meira, þá
fór ég að tala um eitthvað sem
hélt áhuga hans. Ég talaði nær
viðstöðulaust í 4 klukkutíma.
Mér bauð við því þegar hann
kyssti mig en undirmeðvitund
mín sagði mér að halda honum
góðum, styggja hann ekki. Hann
talaði um að við skyldum hittast
næsta dag og fara upp í sveit í lít-
ið hús sem hann ætti. Ég fékk
gæsahúð af hryllingi en þóttist
auðvitað vera voða spennt. Ég
reyndi að bera fyrir mig þreytu
og sagðist vilja fara heim en það
kom ekki til mála af hans hálfu.
Undir morgun fór hann loks á
klósettið og þá rauk ég í símann
og hringdi í Shelly. Ég var rétt
byrjuð að biðja hana um hjálp,
þegar maðurinn kom æðandi
fram og öskraði hvað ég væri að
gera í símanum. í örvæntingu
minni sendi ég honum fingurkoss
og sagðist vera að tala við vin-
konu mína. Ég sagði svo í sím-
ann: „Anthony, Anthony,“ og
Shelly rétti honum símann. Þá
talaði ég á dönsku og sagði hon-
um í örstuttu máli að ég væri í
hættu og bað hann að sækja mig,
en hann hafði fengið heimilis-
fangið fyrr um kvöldið. Við það
reif maðurinn af mér símann, al-
veg brjálaður og spurði hvað ég
hefði eiginlega verið að segja í
símann. Ég sagði að við vinkon-
urnar hefðum talað dönsku og
verið að bera saman bækur okk-
ar um strákana okkar. Þá brosti
hann og ég andaði léttar.
Það var hringt á bjöllunni hálf-
tíma síðar og ég elti manninn til
dyra. Þar stóðu Anthony og
Shelly, greinilega nývöknuð og
óttaslegin á svipinn. Ég gat ekki
með nokkru móti haldið stillingu
minni lengur og hijóp í fangið á
þeim. Maðurinn starði á okkur
illilegu augnaráði en við þrjú
hlupum niður hrörlega stigana og
um leið og við komum út í dags-
birtuna, brotnaði ég niður og
grét. Ég gat ekki hætt að gráta,
var alveg óstöðvandi og líka svo
ofboðslega þreytt. Við fórum í
skyndi heim til foreldra Ant-
honys þar sem hin danska móð-
ir hans útbjó frábæran morgun-
verð og bjó svo um mig í gesta-
herberginu með ekta danska
dúnsæng, sem var unaðsleg til-
breyting frá amerískum lökum
og teppum. í faðmi þessa yndis-
lega fólks tókst mér að jafna mig
á tveimur dögum og skömmu
seinna var heimsókn minni til
Ameríku lokið.
En ég mun aldrei gleyma hinni
yfirþyrmandi hræðslu sem heltók
mig í myrku herbergi brjálaðs
manns með handjárn.
Lesandi segir
Hrund
Hauksdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meö
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lifi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Ileiiiiitisfanj’ið er: Vikan
- „Lílsrcynslusaga“, Scljavcgur 2,
101 Kcvkjavík,
Nctl'ang: \ ikau@frmli.is