Vikan - 23.05.2000, Blaðsíða 53
Texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir
Fypstaba
Margir telja að mesta hamingja sem heim getur hlotn-
ast í lífinu sé að eignast barn bví börn séu afsprengi
ástar og kærleika. En ástin krefst tíma, orku og einka-
lífs. Nýbakaðir foreldrar hafa lítið af bessu aflögu. Þvi
er mikilvægt fyrir verðandi foreldra að búa sig vel undir
aukið áiag en jafnframt gleyma ekki beim gleðistund-
um sem fylgja fæðingu barns.
Aðlögun
Eflaust eru foreldrarnir
ekki alveg undir það búnir
hversu óskaplega tímafrekt
og krefjandi foreldrahlut-
verkið er. Áður en barnið
kemur til sðgunnar er eðlilegt
að foreldrarnir hafi aðallega
verið uppteknir af sér sjálfum
og sínum þörfum. En þegar
barnið er komið fer tilveran
fyrst og fremst að snúast um
það og þarfir þess.
Hinir nýbökuðu foreldrar
ættu þó ekki að örvænta þótt
fyrri venjur og lífshættir
þeirra falli ekki alveg að þörf-
um og kröfum barnsins. Hjá
flestum foreidrum er þörf á
aðlögun og hægfara breyting-
um að hinu nýja fjölskyldu-
mynstri.
Faðirinn
Verðandi faðir hefur
að sjálfsögðu enga lík-
amlega tilfinningu fyr-
ir meðgöngunni líkt og
móðirin en andlega
þarf hann eins og hún
að laga sig að hinu
nýja fjölskyldu-
mynstri. Hann hefur
ekki fundið á sínum
líkama hvernig barn-
ið stækkar smátt og
smátt og breytist. Þess
vegna getur hann átt
erfitt með að setja sig
í spor hinnar verðandi
móður og skilja full-
Áríðandi er
að hinir ný-
bökuðu for-
eldrar gleymi
því ekki að
þeir eru ekki
bara foreldr-
ar heldur
líka elskend-
ur og par.
komlega hegðun hennar og
tilfinningar. Þolinmæði og
skilningur eru því lykilatriði
hjá hinum verðandi föður.
Alls kyns pör
Móðir, faðir og barn mynda
hinn sígilda þrfhyrning. Innan
þessa þríhyrnings er líka hægt
að búa til pör, s.s. móður og
barn, föður og barn, móður
og föður eða einfaldlega karl-
mann og konu. Öli þessi pör
geta rúmað samband með
hlýjum tilfinningum, jafnvægi
og gleði. Tíminn í kringum
fæðingu fyrsta barnsins get-
ur haft í för með sér vaxandi
sambúðarerfiðleika. Þá er
áríðandi að hinir nýbökuðu
foreldrar gleymi því ekki að
þeir eru ekki bara foreldrar
heldur líka elskendur og par.
Takturinn fundinn
Þegar foreldrarnir
koma heim með barn-
ið þurfa þeir að stilla
sig saman, kynnast
barninu og eiga nota-
legar stundir saman.
Foreldrarnir hafa
væntanlega horft
fram til þessa dags
með eftirvæntingu og
gleði í huga. En
kannski er tilveran
ekki alveg eins og þeir
bjuggust við þegar
heim er komið.
Miklar og heitar til-
Mikdvægt er fyrir verð-
andi foreldra að búa sig
vel undir aukið álag en
jafnfranit gleyma ekki
þeim gleðistiinduin seni
fylgja nieðgiingiinni og
fæðingunni.
finningar í garð barnsins
koma ekki alltaf af sjálfu sér.
Þær koma með tímanum.
Að hafa ofan af fyrir barn-
inu er ekki eingöngu í verka-
hring móðurinnar. Faðirinn
mun uppgötva að því meira
sem hann sinnir barninu og
tekur ábyrgð á því, þeim mun
sterkari verða föðurlegar til-
finningar hans og samkennd-
in með barninu. Þess vegna er
gott fyrir foreldrana að finna
aðstæður þar sem hvort
þeirra um sig getur verið eitt
með barninu.
Hlátur og grátur
Lítil börn krefjast athygli
og umhyggju. Þau geta grát-
ið, vakað eða fengið maga-
verk hvenær sólarhrings sem
er. Hugsanlega verða foreldr-
arnir því að færa til matmáls-
tíma og þess háttar og hætta
við allar fyrri áætlanir sínar.
Þegar foreldrarnir geta loks
sest niður getur verið erfitt að
slaka á og tala saman. Stund-
um er eins og öll tilveran sé úr
lagi gengin.
Þá er mikilvægt að geta
stundum hlegið að ástandinu
og séð spaugilegu hliðarnar
á tilverunni því þrátt fyrir allt
er umönnun ungbarns yndis-
legt ævintýri sem getur bæði
verið gefandi og þroskandi.
(Hcimildir: Best, Meðganga, fæð-
ing, ungbarnið, o.fl.)
Umönnun
ungbarns
krefst mikils
tínia og
vinnu en
er jafn-
framt
mjög
gef-
andi.