Vikan - 06.06.2000, Síða 2
Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r
Myndir: Sigurjón Ragnar
„Við torum a namskeið
í Tiffany’s eftir að hafa
talað um það í þrjú ár,“
segir Elínborg. „Þegar unn-
ið er með gler eru keyptar heilar
glerplötur og þá verða oft af-
gangar. Við veltum því fyrir okk-
ur hvort ekki væri hægt að nýta
afgangana á einhvern hátt og dag
nokkurn rak ég augun í ávaxta-
skál sem mér hafði eitt sinn ver-
ið gefin í jólagjöf. Mér þótti skál-
in Ijót og hún hafði alltaf staðið
lengst uppi á skáp og safnað ryki.
Nú tók ég hana niður og lfmdi á
hana glerbúta sem ég skar úr af-
göngum og bjó til í hana mynst-
ur. Ég boraði svo gat á botninn
með glerbor og tengdi perustæði
þar í gegn. Ávaxtaskálinn er nú
Ijós í ganginum hjá mér og sóm-
ir sér vel. Hún var auðvitað byrj-
andaverk og ber þess ákveðin
merki en það er mesta furða hvað
vel tókst til.“
Þegar Unnur sá ávaxtaskálina
svo umbreytta langaði hana til að
reyna líka.
„Ég er ekkert fyrir að prjóna
en þetta róar hugann á sama hátt
og margir segja að prjónaskapur
geri,“ segir Unnur. „Ég loka mig
af og vinn og oft gleymi ég mér
alveg við vinnuna. Þetta er
hvorutveggja í senn tóm-
stundagaman og slökun. Það var
líka tilvalið að búa til falleg ljós.
Mér finnst mann alltaf vanta ljós.
Þau Ijós sem hægt er að kaupa í
Vinkonurnar Unnur
Ragnarsdóttir og Elín
borg Ghris Argabrite
hafa, líkt og margar
konur, mikinn áhuga á að
fegra og prýða heimili sín.
Þær langaði mikið til að
læra glerskurð og gler-
vinnslu og létu loks verða
af hví eftir hriggja ára um-
hugsun. Glernámskeiðið
kveikti einhvern sköpunar-
neista sem varð síðan að
miklu báli og í dag hanna
hær stöllur loftljós og
lampa úr glermósaíki sem
eru einstaklega falleg og
lýsa upp heimili heirra á
nýstárlegan og sérlega
hlýlegan hátt.
raftækjaverslunum eru rnjög dýr,
það er að segja ef þau eru virki-
lega falleg."
Lýsing skiptir miklu máli á
fslandi
„Lýsing skiptir svo miklu máli,“
heldur Elínborg áfram, „ekki
hvað síst hér á íslandi þar sem
margir kvarta undan skammdeg-
isþunglyndi og að vetrarmyrkrið
leggist illa á sálina. Ég finn fyrir
þessu sjálf og notaði mikið kerta-
ljós til að lýsa upp heimilið yfir
veturinn. Kertin hafa þann ókost
að af þeirn kemur reykur og sót og
ég þurfti því oft að mála. Með því
að búa til litla lampa úr glerinu
fæ ég mjög svipaða og jafnmilda
birtu og kertin gefa en er laus við
sót. Eitt það skemmtilegasta við
þessi ljós er þó hversu sérstök þau
eru. Engin tvö eru eins. Jafnvel
þótt ég reyndi að búa til sama
munstrið aftur verður það aldrei
nákvæmlega eins. Liturinn og
áferðin verða aldrei þau sömu.
Rautt gler er ekki bara rautt gler
heldur eru ótal litbrigði af því.“
„Sömuleiðis er einstakt hvað
ljósin breytast mikið við að
kveikt sé á þeim,“ segir Unnur.
„Þau virka dálítið líflaus og dökk
þegar maður sér þau án þess að
birta nái að skína í gegnum þau
en þegar kveikt er á þeim lifna
þau við.“
„Það er líka hægt að gera svo
margt við glerið. Möguleikarnir
eru endalausir," segir Elínborg.
„Bara að leyfa hugarfluginu að
njóta sín og sköpunin kemur nán-
ast af sjálfu sér. Ljósin okkar eru
mikið augnakonfekt, abstrakt-
munstur, rósir og alls konar lita-
samsetningar. Mér finnst eftir-
tektarvert hvað þau skýra sig í
raun og veru sjálf, til að mynda
passa ljós, sem mikið er af blá-
um litum í, vel í eldhús, rauð, gyllt
og brún í svefnherbergi, líflegir
litir í barnaherbergi og grænir og
ljósir litir á ganga.“
„Aðalvandinn fram að þessu
hefur verið að finna hentugt og
gott, glært gler til að vinna með,“
segir Unnur. „Glært gler er í tísku
og það hefur að vissu leyti hjálp-
að okkur en þó hefur stundum
verið erfitt að finna eitthvað sem
ekki er munstrað, skorið í það
eða óhentugt á annan hátt. Oft
eru glærir glerhlutir líka ótrúlega
dýrir og við höfum reynt að
þræða litlar blómabúðir í þeirri
von að hugsanlega sé þar til gam-
all lager."
Þær vinkonurnar eru enn að
þróa og vinnuna sína en þær hafa
unnið eftir pöntunum, aðallega
þó fyrir vini og vandamenn enn
sem komið er. Ánægjan og sköp-
unargleðin er það sem fyrst og
fremst rekur þær áfram. „Það er
svona þegar konur láta loksins
draumana rætast," segir Elín-
borg og það er ekki hægt annað
en að taka undir þau orð.