Vikan - 06.06.2000, Page 4
Kæri lesandi
glœsilegan blómvönd frá
Grœnum markaði vegna
þess að það hefur verið til-
nefnt til Rósar Vikunnar.
Þessi siður að veita ein-
hverjum Rós Vikunnar fyr-
ir góðverk eða góða þjón-
ustu hejur verið við lýði frá
því sumarið ‘98 og velflest-
ar vikur síðan hefur einhver
fengið sendan blómvönd.
Ekkert lát er á tilnefningum
sem streyma inn til okkar
Rós Vikunnar
og það er verulega gaman
að vita til þess að svo marg-
ir hafi til þess unnið og ekki
síður að fólk skuli vilja
sýna þakklœti sitt í verki á
þennan hátt.
En nú er svo komið að við
sitjum uppi með heilan
haug afbréfum og það
verðitr aldrei hœgt að birta
nema lítinn hluta þeirra.
Þess vegna langar okkur að
minna lesendur okkar á
reglurnar sem við höfum
birt öðru hverju, en þær eru
þessar:
Til þess að geta birt bréfið
og þar með sent viðkom-
andi Rós Vikunnar þarf að
tilgreina hvers vegna við-
komandi aðili á skilið aðfá
rósirnar. Það þarfað vera
einhver góð skýring á því
og helst einhver góð saga
með. Við tökum almennt
ekki við tilnefningum um
foreldra sendandans vegna
þess að það er sem beturfer
regla en ekki undantekning
að foreldrar séu góðir við
börnin sín. I þeim fáu til-
fellum sem við birtum slíkt
er um sérstakar og
skemmtilegar sögur afein-
stökum atvikum að ræða.
Mynd afþiggjanda rósanna
verður aðfylgja (eða önnur
mynd sem tengist sögunni)
og við þurfum að fá nöfn
bœði sendanda bréfsins og
þiggjanda rósanna svo við
getum komið rósunum til
viðkomandi og skilað
myndinni efbeðið er um
það.
Við munum halda áfram að
senda rósir vikunnar en því
miður neyðumst við að tak-
marka birtingarnar við eina
í viku og því veljum við úr
þœr tilnefningar sem fylgja
reglunum.
Haldið endilega áfram að
senda okkur uppástungur
um fólk sem á skilið rósir
fyrir góðverk eða einstak-
lega góða þjónustu og mun-
ið að það þarf að fylgja
saga og mynd afviðkom-
andi efá að vera hœgt að
taka hana gilda.
Um leið og við komum
þessu á framfæri viljum við
taka fram að vegna þess að
ein vikaféll niður í útgóifu
blaðsins um páskana féll
ein vika úr bitingu víkinga-
kortanna Þeir sem hafa
áhuga á að skoða kortin
sem vantaði geta séð þau á
heimasíðu Prímrúnar:
www.primrun.is
Njóttu Vikunnar!
Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir,
vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500
fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson.
Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, simi: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512.
Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily
Magnúsdóttir,
Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður
Sigurjónsdóttir
vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson.
Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti
344 kr. á eintak.
Hf greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og
myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll
réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
Áskriftarsími:
515 5555