Vikan


Vikan - 06.06.2000, Síða 12

Vikan - 06.06.2000, Síða 12
á meðan þrífst óréttlætið, í Bretlandi eru t.d. engin lög sem banna mismunun fólks á grundvelli kynhneigðar. Ég er því stoltur af þeim áföng- um sem við höfum náð og hlakka mjög til að segja ís- lenska sögu í bresku leikhúsi. Leikhúsið, sem við munum sýna í, er rekið er af lesbíum og mikið sótt af samkyn- heigðum og fólki með áhuga á nýrri leiklist. Þetta undir- strikar auðvitað muninn á Is- landi og stærri samfélögum enn og aftur. Hér þýðir auð- vitað ekkert að markaðssetja sýningu fyrir samkynhneigða sérstaklega. Við getum ekki annað en verið hluti af heild- inni ef við viljum blómstra eins og annað fólk. Því smærra sem samfélag- ið er því erfiðara er að koma út úr skápnum. I Færeyjum kom t.d. ekki ein einasta sam- kynhneigð manneskja eftir sýninguna til að ræða við mig. Auðvitað er fullt af fólki að glíma við tilfinningar sínar þar eins og annars staðar en það lifir bara óhamingjusam- lega í skápum sínum eða hjónaböndum. Þegar við sýndum í Færeyjum fór í fyrsta skipti einhver umræða um samkynhneigð þar opin- berlega af stað. Það var því mjög ánægjulegt að sýna í Þórshöfn og vonandi að opna á umræðuna, ekki síst vegna þeirra ung- linga, sem í dag eru að átta sig á tilfinn- ingum sínum.“ En telur Felix ekki að aðstæður samkynheigðra á ís- landi hafi batnað mikið á síðustu árum? Á síðustu tíu árum hefur orðið al- gjör bylting á að- stæðum samkyn- hneigðra á íslandi og auðvitað er það jákvætt. Það sýnir jafnframt að þegar breytingar eiga sér stað gerast þær hratt hérlendis, oft miklu hraðar en í stærri samfélögum. í stærri löndum Evr- ópu og í Bandaríkj- unum eiga samkyn- hneigðirt.a.m. veru- lega undir högg að sækja og breytingar í jafnréttisátt gerast mjög hægt. Þegar við buðum breskum blaðamönnum til Is- lands á forsýning- una áttu þeir ekki orð yfir hversu eðli- legu lífi samkyn- hneigðir lifa hér- lendis. Við megum þó ekki gleyma að neikvæðar bylgjur geta ferðast hratt og því má í enguslakaáíbaráttunni. Það verður t.a.m. að stöðva hina neikvæðu fjölmiðlaumfjöll- un, sem við höfum þurft 12 Vikan endalaust að þola og er sprottin af ótrúlega illum hug. Sjálfur á ég fjölskyldu og börnin mín eru þegar farin að fylgjast með fjölmiðlum. Að þau þurfi að verða vitni að svo ógeðfelldri umfjöllun um fjölskyldu þeirra er hreint og klárt mannréttindabrot. Fyrir börnunum mínum er fullkomlega eðlilegt ástand að eiga tvo pabba og hingað til hafa ekki komið upp nein vandamál. Þau dvelja mikið hjá okkur og vilja t.a.m. halda afmæli heima hjá okkur jafnt og hjá móður sinni. Skólinn hefur einnig verið frábær í samstarfi og á hrós skilið. Það var einnig sérstaklega gaman að sjá hversu áhugasöm börn- in okkar voru um staðfest- ingu sambúðar minnar og höfðu þau sérstaklega gam- an af að segja fólki frá veisl- unni. Ég get því sagt að hræðsla fólks að börn, sem al- ast upp hjá samkynhneigðum foreldrum, verði fyrir ein- hverjum skaða eða aðkasti, er algjörlega ástæðulaus. Eftir að staðfest sambúð samkynhneigðra var lögleidd á íslandi fyrir fjórum árum hefur stór hópur fólks nýtt sér þann rétt til að staðfesta ást sína. Auðvitað hafa einhver þessara sambanda endað með skilnaði, rétt eins og hjónabönd gagnkynhneigðra, en það er líka fullt af ham- ingusömum pörum um allan bæ. Fyrir mér eru ættleiðing- ar samkynheigðra stærsta baráttumál okkar í dag en ekki síður aukin fræðsla og umræða um málefni okkar. Það er nefnilega fáfræði og misskilningur sem elur á for- dómum. Fólk er alltaf hrætt við það sem ógnar þeim veru- leika sem það þekkir. Ég er orðinn þreyttur á því að alltaf skuli vera dregnir upp ein- hverjir lúðalubbar til að rengja tilfinngar mínar. Ég get nefnilega alveg sagt ykk- ur sjálfur frá því hvernig mér líður og engir ofstækismenn með biblíuna á lofti geta breytt því hver ég er.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.