Vikan


Vikan - 06.06.2000, Qupperneq 15

Vikan - 06.06.2000, Qupperneq 15
ar þar sem samheldnin mark- aðist af sameiginlegum hags- munum, og það var einnritt gert til að koma í veg fyrir að hægt væri að svíkja þær. A síðustu tímum álíta kon- ur að aðrar konur séu og eigi að vera bandamenn, þeim hefur verið sagt að konur eigi að standa saman og margar þeirra treysta því fullkom- lega. En vinkonur eru bara manneskjur, venjulegar manneskjur með mismun- andi persónuleika og því mið- ur er það mjög mannlegt að láta sína eigin hagsmuni ganga fyrir hagsmunum ann- arra ef upp kemur sú staða að þeir stangist á. Flestir eru sammála unr að það sé verra að vera svikinn af vini en elskhuga. „Maður álítur að ekkert geti komið upp á milli vina,“ segir íslensk ekkja sem varð fyrir því að gjaldkeri fyrirtækis þeirra hjóna, kona sem hún áleit góða vinkonu sína, gerði til- raun til að stela háum fjár- hæðum út úr fyrirtækinu eft- ir dauða eiginmannsins. „Manni sárnar “ „Ég hafði aldrei fylgst vel með fjármálum fyrirtækisins og það var ekki fyrr en ég sýndi endurskoðandanum okkar bókhaldið að ég komst að því hvað hún hafði gert. Ég fór sjálf á hennar fund og gaf henni tækifæri til að leiðrétta þetta svo lítið bæri á, en hún þverskallaðist við og ætlaði greinilega að stela af mér og börnunum okkar rúmlega tveimur milljónum. Hún gaf sig ekki fyrr en endurskoð- andinn hringdi að sunnan til að tala við hana og hóta henni málssókn. Ég held að þetta mál hafi verið mér enn erfið- ara en dauði eiginmannsins, ég hafði haft tíma til að sætta mig við að hann væri á förum og var vel undirbúin, en ég get aldrei sætt mig við að hún skyldi svíkja mig svona. Ég hugsa að mér hefði ekki sárn- að eins þótt maðurinn minn hefði haldið fram hjá mér.“ En hvað fær konu til að svíkja vinkonu sína? Oftast eru það hagsmuna- árekstrar, samkeppni um eitt- hvað, t.d. ást karlmanns, pen- inga eða annað þessháttar. Það getur líka verið af öfund vegna þess að vinkonunni gengur betur í lífinu á ein- hvern hátt eða sú þrá að hafa líf og velgengni viðkomandi manneskju í hendi sér. Venjulega lendir sá sem svíkur þó verr í því en sá svikni, því gamla máltækið „sök bítur sekan“ er enn í fullu gildi. Þetta sést best á því hvernig Linda Tripp situr nú uppi rúin mannorði sínu með- an Monika Lewinski er á upp- leið. En hvað sem öllu öðru líður valda svik milli vina al- varlegu tilfinningatjóni, bæði fyrir þann sem svíkur og þann svikna því hvorugur á auðvelt með að treysta nokkrum manni eftir það. Kate Russell segir: „ Ég hef alltaf litið svo á að aðrar konur, vinkonur mín- ar, væru öryggisnetið mitt. Ég veit betur núna, ég treysti engum lengur, allra síst sjálfri mér. Mér finnst ég hafa verið svo mikið barn að treysta öðr- um svona fullkomlega." Og við gefum íslensku ekkjunni síðasta orðið: „ Mér fannst ég ekki geta snúið bakinu í nokkurn mann lengi á eftir. Ég á góða vin- konu hér í bænum og eftir þetta var ég næstum búin að hrekja hana frá mér með kulda og tortyggni. Sem bet- ur fer tókst mér að sefa sjálfa mig og sannfæra mig um að það væri líka til gott fólk. Ég sé ekki eftir því, maður verð- ur að geta treyst einhverjum“ Vikan 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.