Vikan


Vikan - 06.06.2000, Qupperneq 28

Vikan - 06.06.2000, Qupperneq 28
Eitruð orð á vinnustaðnum Ég hafði alflreí leitt hugann að buí huersu auðuelt hað er að hrjóta niður sjálfstraust fólks á uinnustað með eitruðum orðum. Ég uar uppfull af sjálfstrausti, hamingjusöm og í traustu sambandí begar ég hóf að starfa á nýjum uinnu- stað. Eftir nokkurra mánaða starf uar ég búin að fá nóg af háðsglósum um útlit mítt, brjóstastærðina og af ömur- legum aðdróttunum frá tueím- ur uinnufélögum mínum. Sjálfstraust mitt uar í molum og ég uar lengi að uinna bað aftur upp. Eg er ekki sú manngerð sem er viðkvæm fyrir að heyra grófa brand- ara og get alveg tekið gríni um sjálfa mig. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég réð mig til starfa hjá fyrirtæki sem telst dæmigerður karlavinnu- staður. Ég hafði að sjálfsögðu heyrt að andrúmsloft á karla- vinnustöðum væri oft svolítið sérstak en eftir að hafa unnið lengi á kvennavinnustöðum, þar sem öfund og baknag eru daglegt brauð, fannst mér lítið mál að vinna innan um karlmenn. Mað- urinn sem réð mig til starfa virt- ist vera hinn mesti indælismað- ur og mér leist vel á umhverfið og starfsfélagana í fyrstu. Mér fannst ég mjög heppin að fá gott starf sem gjaldkeri eftir að vera nýbúin að ljúka námi í skrifstofu- og tölvuskóla. Ég átti að sjá um hluta af fjármálum fyrirtækisins, þar með talið allar launagreiðsl- ur. Fyrsta daginn var ég kynnt fyr- ir samstarfsmönnum og ég fann um leið að tveir aðilar í þessum tuttugu manna hópi myndu reyna á þolrif mín. Þetta voru ungir strákar sem voru greinilega mjög ánægðir með sig. Ég var ný- lega orðin þrítug en leit út fyrir að vera svolítið yngri þótt ég segi sjálf frá. Ég var dugleg að stunda líkamsrækt á þessum tíma og var í góðu ltkamlegu formi. Um leið og ég var kynnt fyrir þessum mönnum, sagði annar þeirra sem við skulum kalla Bjössa: „Loks- ins fáum við að sjá almennilega kroppa í þessu fyrirtæki." Ein- ar, besti vinur hans, hló og sagði að þeir væru með frábært útsýni en vinnusvæði þeirra var fyrir framan skrifstofuna mína. Ég lét ekki á neinu bera við þessar at- hugasemdir en þær fóru samt í taugarnar á mér. Næstu dagar á eftir voru tíðindalitlir og mér fannst ég vera að ná betri tökum á starfinu, dag frá degi. Þegar ég var búin að vinna í u.þ.b. eina viku mætti ég Bjössa á þröngum gangi og ég reyndi að smeygja mér fram hjá honum eins og maður gerir þegar tveir mætast við svona aðstæður. Hann reyndi ítrekað að hindra mig og spurði hvort mig langaði ekki að leika við sig. Sem betur fer heyrðist fótatak að baki okkur og ég hljóp inn á skrifstofuna mína, nötrandi og skjálfandi. Mér leið hræðilega en ég vissi ekki af hverju. Þegar ég fór að hugsa nánar um atvik- ið fannst mér það hlægilegt og ég ætti auðvitað ekki að velta því fyrir mér. Átti að vera þakklát fyrír athyglina Stuttu seinna kom Einar stormandi inn á skrifstofuna til mín og sagðist þurfa að tala við mig. Hann sagði að Bjössi ætti svolítið bágt og hann vissi það manna best. Ef Bjössi væri með einhverja stæla við mig gæti ég alltaf leitað til hans. Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið og þakkaði honum fyrir stuðning- inn. Ég var óttalega ráðvillt þeg- ar ég kom heim um kvöldið og sagði kærastanum mínum frá því sem hafði gerst um daginn. Hon- um fannst þetta bara vera móð- ursýki í mér að hafa áhyggjur af þessu, ég ætti bara að vera ánægð með að körlunum litist vel á mig. Ég fékk líka að heyra að ég væri svo mikil skvísa að ég heillaði alla karimenn upp úr skónum. Ég gat ómöglega litið þetta sömu augum en vitandi það hversu ólíkt kyn- in líta á hvort annað og þá hegð- un sem telst eðlileg, vissi ég að það þýddi ekkert að ræða þetta við manninn minn. Við vorum bara þrjár konurn- ar sem störfuðu í fyrirtækinu. Ein eldri kona sem lét lítið á sér bera og svo dóttir eigandans sem var í kringum tvítugt. Ég reyndi eins og ég gat að mynda tengsl við þær en það gekk illa. Eldri konan vann bara hálfan daginn og vildi lítið við mig ræða og svo fannst mér ekki viðeigandi að vera alltaf utan í dóttur eigandans sem var samt hin mesta sómastúlka. Ég forðaðist þá Bjössa og Einar eins og ég gat en það var ekki alltaf auðvelt. í hvert einasta skipti sem ég hitti þá, fannst mér þeir stara á brjóstin á mér eða horfa á mig með einhverju óþægilegu augna- ráði. Ef ég sagði eitthvað, þá sneru þeir því upp í tvíræða merkingu, alveg sama hvað það var. Sem dæmi má nefna að ef ég bað þá að rétta mér bolla, var svarið kannski: „A ég ekki að rétta þér eitthvað annað og betra?" Ef ég bað þá að líta yfir skj öl sem þurfti að lesa, var gj arn- an sagt: „Ég get líka hitt þig í kvöld og við lesið þetta yfir nak- in saman." í hvert skipti sem ég þurfti að koma nálægt Bjössa, reyndi hann vísvitandi að rekast utan í mig og þá sérstaklega að strjúka á mér brjóstin. Hárið á mér var eftirlæti Bjössa. Á hverjum morgni reyndi hann að koma upp að mér, þefa af hárinu og tala um hvað það væri góð lykt af sjampóinu sem ég notaði. Ég margbað hann að hætta þessu en hann endurtók leikinn í sífellu. Einu sinni var ég í stuttermabol sem var þröngur yfir brjóstin og fimrn mínútum eftir að ég mætti til vinnu kom Bjössi inn á skrifstofu, starði á brjóstin á mér og sagði: „Þú ert pottþétt í B-inu." Ég kveikti ekki á perunni alveg strax og spurði hvað hann meinti. „Þú ert í B- skálum, ég þori að veðja að þú notar brjóstahaldara númer 36B.“ Utglennt í ræktinni Það hvarflaði ekki að mér að mæta í pilsi eða kjól í vinnuna eft- ir að ég gerði þá reginskyssu þeg- ar ég var nýbyrjuð að mæta í stuttu pilsi og þykkum sokkabux- um. Ég fékk að heyra athuga- semdir um lærin, kálfana og rass- inn á mér. Hvað það loftaði vel þarna þegar ég væri í pilsi og fleira í þessum dúr. Aðrir starfs- menn dýrkuðu þessa tvo vitleys- inga. Bjössi var mikill íþrótta- maður og naut athyglinnar sem slíkur. íþróttaafrek hans voru gjarnan tíunduð í dagblöðunum og hann gætti þess að allir í fyr- irtækinu myndu örugglega lesa um hæfileika hans á íþróttavell- inum. Allt sem hann sagði var svo fyndið og merkilegt og hann var nánast eins og Guð í fyrirtæk- inu. Dóttir eigandans var einn helsti aðdáandi hans og talaði linnulaust um hvað Bjössi væri sætur, góður og frábær strákur. Mér fannst oft eins og hún væri afbrýðisöm út í athyglina sem Bjössi veitti mér, því hún var alltaf mætt á staðinn ef hún hélt að hann væri að gantast við mig. Einar var meira eins og skugg- inn af Bjössa og hagaði sér eins og maður þegar hinn var ekki ná- lægur. Þegar ég skynjaði að ann- að fólk upplifði ekki það sama og ég gagnvart þeim, fannst mér eins og ég væri að missa vitglór- una. Ég var hætt að þora að opna munninn í návist þeirra og íhug- aði vandlega að panta tíma hjá 28 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.