Vikan


Vikan - 06.06.2000, Page 37

Vikan - 06.06.2000, Page 37
„Heilsusamlegt mataræði á unga leggur grunninn að góðri heilsu" aldri Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir samhenginu í heilsufari okkar. Með skynsamlegu fæðuvali frá því móðurmjólkinni sleppir búum við í haginn fyrir framtíð barna okkar og hreysti þeirra, alla ævi. E Beinin eru gott dæmi. Þau öðlast styrk sinn á fyrri hluta ævinnar. Börn þurfa því nægilegt magn af þeim efnum sem Ijá beinunum styrk. Þar skiptir kalk höfuðmáli, en D-vítamín er einnig nauðsynlegt til að kalkið nýtist við uppbygginguna. D-vítamín er að finna í lýsi og ýmsum fiski. Langmikilvægasta uppspretta kalks er hins vegar mjólk og mjólkurvörur. „Mjólk" er samheiti yfir alla drykkjarmjólk, nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og fjörmjólk. Einnig má fá kalk úr öðrum mjólkurvörum, s.s. osti og sýrðum mjólkurvörum. Hollusta styrkir bein! BEINVERND ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.