Vikan


Vikan - 06.06.2000, Síða 49

Vikan - 06.06.2000, Síða 49
Unga konan var að vonum örvæntingarfull yfir ósköpun- um því það er lítið gaman að vera komin með ofnæmi fyr- ir eiginmanni sínum eftir fárra mánaða hjónaband. Að lokum komst Erhlich að því að maðurinn borðaði sam- loku með hnetusmjöri í há- degismat á hverjum degi en konan hafði ofnæmi fyrir því. Þegar hann kom heim á kvöldin og heilsaði með kossi var enn nægilega mikið af hnetusmjörinu eftir í munn- vatni hans til að valda við- brögðum hjá henni. Þegar leið á kvöldið og nóttina var hnetusmjörið horfið og kon- unni tók að batna. Málið leystist farsællega þar sem eiginmaðurinn ungi var tilbú- inn að fórna samlokunum fyr- ir konuna. Helstu ofnæmisvaldar: Súkkulaði Kettir Plástrar Á íslandi er grasfrjó helstí ofnæmisvaldurinn og um 15% unglinga hafa ofnæmi ffyrir hví, kettir, hundar, rykmaurar, heymaurar, birki og túnsúra koma næst. Um 2% ungbarna hafa fæðuofnæmi og líklega um 1% fullorðinna. Grátið eftir f jöruga nútt samstarfsmanns Önnur saga ofnæmislækn- isins er ekki síður undarleg. Kona nokkur vann á skrif- stofu og skyndilega brá svo við að hún var ekki fyrr kom- in í vinnuna suma daga en leka tók úr nefi hennar og augum. Konuræfillinn hnerraði og grét allan þann dag en daginn eftir brá jafn- vel svo við að hún fann ekki fyrir neinu. Paul Erhlich var settur í málið og eftir langa leit og mikla rannsóknar- vinnu komst hann að því að vinnufélagi konunnar, sem sat á móti henni, átti nýja kær- ustu. Og hvað með það? spyrja hugsanlega sumir. Jú, kærastan átti kött og konan hafði heiftarlegt ofnæmi fyr- ir köttum. í hvert skipti sem vinnufélaginn eyddi kvöldi og nóttu með kærustunni fann konan fyrir því. Það varð fljótlega helsta skemmtun starfsfólksins að fylgjast með viðbrögðum hennar á hverj- um degi og ef tárin tóku að leka var honum miskunnar- laust strítt á því að nóttin Matarofnæmi eða mataróbolP Matarofnæmi er óalgengara en margir halda. Aðeins um 1% Bandaríkjamanna þjáist af matarofnæmi og lítil ástæða er til að ætla að það sé algengara annars staðar í heiminum. Líkami manneskju sem er með matarofnæmi framleiðir histamín þegar neytt er ákveðinnar fæðu og það leiðir til sárra verkja í kviðarholi, niðurgangs, flökur- leika, útbrota, nefrennslis, hnerra og asma. Sjúklingur sem ermjög slæmur af matarofnæmigeturjafnvellentílífshættu við að neyta örlítils magns af þeim mat sem hann hefur ofnæmi fyrir. Helstu matarofnæmisvaldar eru: egg, hnet- ur, hveiti, fiskur, skelfiskur, soja og mjólkurprótein. Flestir þeirra sem finna fyrir óþægindum eftir neyslu ákveðinna matartegunda hafa s.k. mataróþol eða eru við- kvæmir fyrir ákveðnum mat. Þetta stafar af skorti á ens- ímum sem nauðsynleg eru til að melta ákveðnar fæðuteg- undir. Þeir sem þjást af laktósaóþoli til að mynda skortir þau ensím sem brjóta niður laktósa í mjólkurvörum. Matar- óþol getur líka stafað af sjúkdómum í meltingarveginum eins og ristilkrampa, of háu sýrustigi í maga o.fl. Algengar tegundir matar sem valda óþoli eru: laktósi, hveiti og marg- ar grænmetistegundir, einnig getur verið urn að ræða við- kvæmni fyrir litarefnum í mat og rotvarnarefnum. hefði verið fjörug. En ofnæmi er langt frá því að vera skemmtun fyrir þá sem þjást af því. Orsök of- næmis er að ónæmiskerfið, sem venjulega bregst við hættulegum aðskotaefnum sem berast inn í líkamann, fer að telja meinlaus efni hættu- leg. Til að verjast gefur líkam- inn frá sér efnið histamín en það orsakar þessi venjulegu ofnæmisviðbrögð eins og hóstaköst, hnerra, nefrennsli, niðurgang, kláða í augum og útbrot. Einkennin eru mis- munandi eftir því í hvaða lík- amshluta er verið að bregðast við aðskotaefni og hversu mikið af því hefur borist inn í líkamann. í sumum tilfellum nægir svo örlítið magn af of- næmisvaldinum að ekki er einu sinni hægt að greina það í smásjá. Þótt læknar viti ekki af hverju sumir fá ofnæmi en aðrir ekki vita þeir þó að erfð- ir hafa áhrif á líkurnar á því að menn fái ofnæmi. Hafi ann- að foreldri barns ofnæmi fyr- ir einhverju aukast líkurnar á að það finni fyrir slíku líka. Séu báðir foreldrar með of- næmi fyrir einhverju, og þá skiptir ekki máli hvort það er Vikan 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.