Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 59
Eitt áttu dansarnir þó allir sam-
eiginlegt og það var að þeir voru
afburða illa dansaðir. Orkan ent-
ist þeim fram eftir kvöldi en þá
fór vínið að segja til sín og þau
Bæði táruðust af
sjálfsuorkunn og uan-
líðan Begar bessar
erfiðu minningar uoru
rifjaðar upp.
komust á trúnaðarstigið. Við
fengum að heyra ævisögur þeirra
beggja allt frá einelti og afskipta-
leysi bekkjarfélagana í æsku og
upp í samskiptaörðugleika þeirra
sem fullorðinna einstaklinga í
vinnunni og í einkalífinu. Bæði
táruðust af sjálfsvorkunn og van-
líðan þegar þessar erfiðu minn-
ingar voru rifjaðar upp en gestir
þeirra voru bráðfegnir því að þau
voru svo þvoglumælt að fæstar
sögurnar skildust almennilega.
Það var enda óþarft að skilja
nokkuð því hjónunum nægði al-
veg að við kinkuðum kolli eða
tautuðum „enn agalegt“ með
reglulegu millibili.
Klukkan var farin að ganga tvö
þegar gestgjafar okkar sofnuðu
loks og okkur tókst að laumast
burtu. Tveim dögum seinna héld-
um við heim og dauðadrukkin
kysstu þessi hjón okkur í kveðju-
skyni í Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar og hvöttu okkur endilega til að
hafa samband og koma í heim-
sókn. Það þarf sennilega ekki að
taka það fram að af einhverjum
óútskýranlegum ástæðum höfum
við aldrei haft tækifæri til að
verða við þeirri bón.
hann dró okkur inn fyrir.
Grímudansleikur!
Kvöldið var svo hræðilegt að
mig skortir orð til að lýsa því al-
mennilega. Konan dró upp úr
pússi sínu ýmiss konar grímur,
allt frá pappírsgrímum sem not-
aðar eru í barnaafmælum upp
einhverjar hræðilegar afrískar af-
skræmingargrímur sem hún sagði
þau hafa fengið á útimarkaði í
næsta nágrenni við hótelið. Þau
heimtuðu að við settum upp ein-
hverjar grímur og mikið var nú
býsnast yfir því hvað við værum
fúl þegar treglega gekk að fá okk-
ur til að hlíta því. Þau voru vel
drukkin þegar við komum og
blandað var ótt og títt í glösin eft-
ir það.
Það minnkaði heldur hægar í
okkar glösum en til að sýna gest-
risni sína bætti húsbóndinn
rausnarlegur óblönduðu vodka í
glösin okkar í hvert sinn sem
hann blandaði í glösin handa
þeirn. Þetta varð auðvitað til þess
að drykkirnir okkar urðu alger-
lega ódrekkandi; ekki það að
okkur langaði mikið í þá undir
þessum kringumstæðum. Við
reyndum hvað eftir annað að fara
en aldrei var við það komandi.
Við vorum dregin frá hurðinni og
endilega beðin að sitja ögn leng-
ur. Við sátum því eins og dauða-
dæmd í sófa í herberginu meðan
hjónin létu öllum illum látum.
Þau reyndu grímurnar hverja
af annarri og dönsuðu fyrir okk-
ur dansa sem þau töldu hæfa
hverri og einni. Það var allt frá
virðulegum valsi að hoppum og
skoppum upp og niður úr rúmun-
um sem átti að vera afrískur dans.
Lesandi segir
Steingerði
Steinarsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þinu? Þér er vel-
komið að skrífa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Ileitnilisfan^ifl er: Vikau
- ..I.ífsreynslusaca", Sel j:ls eym 2,
1(11 Keykjasík,
Nellany: vikaii@l'rofii.is
Vikan
59