Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 2

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 2
ona mína en í skúlptúrana þarf verk- smiðjuframleitt gler sem er seig- ara og rennur allt öðruvfsi. Þetta gler er mun dýrara en hitt.“ Heillandi listgrein með langa sögu Þótt Heiðrún hafi lært gler- skurð og blýlagningu hefur hún lítið unnið með það. Glerbræðsl- an heillar hana meira. „í myndirnar mínar bý ég til mynstur og „fígúrur" og mála á glerið og bræði það svo. Skálar- nar eru venjulega úr tveimur lög- um og litur settur á milli til að rnynda ákveðið mynstur. Frá upphafi hef ég notað messing- og koparvír sem ég bý til mynstur úr og bræði í skálarnar. Ég er nýlega farin að hekla úr vírnum það mynstur sem ég vil fá. Ég veit ekki til þess að neinn annar noti þessa aðferð. Þegar ég er að vinna eitthvað nýtt eða fæ nýja hugmynd get ég varla beðið eft- ir að sjá hvernig hún kemur út fullunnin. Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt. Það má segja að ég hugsi um gler allan sólar- hringinn. Ég hugsa um það á dag- inn en mig dreymir það á nótt- unni.“ Heiðrún hefur hannað nýja línu af skálum sem hún var að setja á markað sem hún kallar regnbogalínuna. I skálunum eru þá fallegar, marglitar renndur sem minna á regnbogann. Heiðrún ber mikla virðingu fyr- ir list sinni því hún hefur tekið saman örlítið yfirlit yfir sögu gler- bræðslunnar sem birt er í kynn- ingarbæklingi um hana. Þar minnir hún á að aðferðin hefur verið þekkt frá því 2000 f. Krist og var í hávegum höfð þar til 500 e. Krist, þá féll hún í nokkra gleymsku og fáir glermunir hafa fundist eftir þann tíma og fram á nítjándu öld. Þessi list var endurlífguð urn 1940 og á sjö- unda áratugnum tók þessi listgrein nýjan fjörkipp að frum- kvæði bandarískra lista- manna. Heiðrún er í hópi þeirra íslendinga sem heillast hafa af aðferðinni og eiga þátt í að hún nýtur á ný vinsælda og virðingar hér eins og víðar. Dreymir gler nottunm a „Ég fór í myndlistarnám því ég vildi ekki draga upp mynstur í gegnum blað heldur teikna mín eigin,“ segir Heiðrún. „Um svip- að leyti fann ég bók um gler- bræðslu og það var eitthvað við vinnubrögðin og efnið, sem þar ~ varlýst, sem heillaði mig. Éghélt því áfram að kynna mér gler- “ <= vinnsluogglerbræðsluafbókum “S ogblöðum. Þær upplýsingar sem ~ ” þar var að finna nægðu mér til £ en þess að ég var komin vel á veg -3 þegar ég fór á mitt fyrsta nám- « ^ skeið hjá Jónasi Braga, glerlista- íú manni. Áður en ég fór á nám- ™ ™ skeiðið fór ég leynt með áhuga « m ntinn á glerinu og ég ætlaði íraun oo aldrei að gera þetta áhugamál ." “ mitt að því sem það varð í raun. x ° Égsóttiáframnámskeiðafáhuga i- 2 en þegar ég var búin að búa til gera eitthvað Dropasteinsglerskúlptiír eftir Heiðrúnu. það marga hluti að ekki var leng- ur hægt að gefa þá bara ættingj- um og vinum, fór ég með sýnis- horn til Elísu í Gallerí list og hún vildi strax fá hjá mér nokkra muni til að selja. í sjálfu sér hef- ur hún tekið þó nokkra áhættu með því að taka við munum af al- gerlega óþekktum listamanni." Með glerskulptúra í mag- anum Heiðrún stundaði nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá 1982-’85 og hefur auk þriggja námskeiða í glerbræðslutækni hjá Jónasi Braga stundað nám í glerskurði og blýlagningu hjá Listagleri í Kópa- vogi, og sótt nám- skeið í bræðslutækni hjá Tiffany’s og meðferð Bullseys glers hjá Krissy Ellis. Nýlega flutti Gallerí list í nýtt húsnæði og allir lista- menn sem eiga verk í sölu hjá gallerí- inu voru nýtt til að sýna og selja á nýja staðnum. Heiðrún lét þá eftir sér að vinna glerskúlptúra sem hana hafði lengi langað til að gera en einhvern veginn ekki komið í verk. Skúlptúrar Heiðrúnar minna mest á dropasteina í hell- um. Hún lætur glerið leka gegn- um vír og litbrigði glersins og feg- urð nýtur sín sérlega vel. „Ég var búin að ganga með þessa skúlptúra í maganum lengi. Þegar Elísa bað mig að koma með eitthvað nýtt sá ég að þarna var tækifærið kornið. Ég nota rúðugler í skálarnar og diskana beðnir að Heiðrún Þorgeírsdóttir, gler- listakona, heillaðist af glerí og gleruínnslu hegar hún fúr að kynna sér hana. Heiðrún hafði ekki lagt mikla stund á myndlist hegar hún flutti til Keflauíkur árið 1979. Til að kynnast konunum í bænum skráði hún sig á námskeið í postulínsmálun. Námskeiðið hjálpaði henni uissulega fé- lagslega en hað opnaði henni sýn inn í alueg nýjan heim sem hún fann að hún gat ekki látið hjá líða að kanna nánar. Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.