Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 52

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 52
Heilsumolar Þena mánaðarlega Tíöablæöingar kvenna þykja einstaklega spenn- andi rannsóknarefni meö- al vísindamannaef marka má viðamiklar rannsóknir sem þeir hafa gert á und- anförnum árum. Konur sem læröu líffræöi í grunn- skóla fyrir tuttugu árum síðan og jafnvel fyrr, fengu þær uppiýsingar að blæð- ingarnarkæmuáfjögurra vikna fresti og stæðu yfir í 5-7 daga. Frekari útskýr- ingar var ekki að finna í gömlu líffræðinni og margar mæður voru feimnar við að ræða þessi mál við dæturnar. Hver þekkir t.d. ekki nafnið Rósa frænka? En nú er öldin önnur og mikið af þekkingu hefur bæst í viskubrunn vísindamanna. Alþjóða heilbrigðismálastofunin (WHO) stóð nýlega fyrir rannsókn á tíðablæðingaferlinu. Yfir 1000 konur á aldrinum 15 til 49 ára tóku þátt í henni og kom þetta meðal annars fram í niðurstöðunum: • Á milli blæðinga liðu 24-42 dagar sem telst alveg eðlilegt. Þar kom líka fram að tíminn á milli getur bæði verið lengri og styttri. • í flestum tilfellum stóðu blæðingarnar yfir í 6 daga. • Það var mjög misjafnt hvort konurnar höfðu reglulegar blæðing- ar. Konur eldri en 44 ára höfðu mjög óreglulegar blæðingar en yngsti aldurshópurinn hafði einna reglulegustu blæðingarnar. • Ýmis lyf við tíðablæðingaverkjum voru nef nd til sögunnar en Ibu- fen virtist hjálpa konunum einna mest. Það reyndist áhrifarík- ast að taka það um leið og blæðingarnar byrjuðu, þrátt fyrir að verkjanna væri ekki farið að gæta. Ef konurnar höfðu regluleg- ar blæðingar en fengu mikla verki reyndist vel að taka Ibufen daginn áður en þær áttu að byrja á blæðingum. Þannig tókst þeim helst að fyrirbyggja verkina. ; Vikaii Hvernig stendur á því að góða ilmvatnið, sem vinkona þín notar, lyktar hræðilega þegar þú úðar því á þig? Lyktin sem myndast er háð sýrustigi húðarinnar sem getur verið mjög mismunandi. Ilmur er oft flokkaður niður í fjóra flokka, blómailm, sítrusilm, seiðandi ilm og sápuilm. Lyktin af þeim sem bera á sig sítrus- og blómailmvötn geta verið afar ólík, hún er algjörlega háð sýrustigi húðar- innar. Seiðandi ilmvötn og svokölluð sápuilmvötn eru ekki eins háð sýrustiginu og því meiri mögu- leikar á að vinkonur geti notað sama ilmvatnið ef það tilheyrir þessum síðarnefndu flokkum. Andaðu rólega Nútímakonan, sem nær aldrei að slaka á fyrr en hún er lögst upp í rúmið sitt eftir miðnætti, er í gífurlega mikilli hættu að fá alls kyns streitusjúkdóma. Allt of margar konur ofkeyra sig í vinnu, eiginkonu- og móðurhlutverkinu og eru orðnar heilsulausar langt um aldur fram. Ef þú ert að drukkna í verkefnum, sem þú sérð varla fram úr, er kominn tími til að þú gefir sjálfri þér tíma til að slaka á í smástund daglega. Þú átt það svo sannarlega skilið. Ef þú kemst í líkams- rækt þá er það mjög góð leið til að gleyma amstri dagsins og safna kröftum. Ef þú átt erfitt með að komast svo lengi frá, þá getur stutt gönguferð nálægt vinnustaðnum gert mikið fyrir þig. Þegar þú kemur heim, skaltu fara í notalegt bað eða sturtu, slökkva á símunum og einbeita þér að einu í einu. Ef þín bíða börn og maður heima fyrir vertu búin að und- irbúa heimkomuna í huganum. Settu ákveðin verkefni í forgang en láttu hin eiga sig sem mega bíða, það kemur dagur eftir þennan dag. Allt of margar konur hlaða á sig verkefnum sem þær gætu hæglega látið aðra um. Hvernig væri að virkja sína nánustu og treysta þeim fyrir tiltekn- um verkefnum? Taktu frá eitt kvöld í viku, þar sem þú getur átt notalega kvöldstund heima, farið í heimsóknir eða haft það huggulegt með manninum þínum. Ekki gleyma sjálfri þér í iífs- gæðakapphlaupinu. Það er enginn annar en þú sem getur passað upp á þig og heilsuna Sorglegar staoreyndir Heimilisstörfin eru án efa vanþakklátustu störf heimsins. Það er sorglegt að hugsa til þess hversu mörgum klukkustundum hver kona (já, í 90% tilfella þurfa þær að sinna þeim) eyðir í þessi leiðindarstörf í hverri viku. Samkvæmt könnunum lítur út fyrir að húsmóðir með fjögurra manna fjöl skyldu eyði 20 klukkutímum á viku i heimilisstörfin þótt hún vinni utan heimilisins. Ef við heimfærum þessa tölu á almennan vinnumarkað, þá er þetta 50% starf, sveigjanlegur vinnutími en launin eru engin, nema þá helst vanþakklæti. Það má samt ekki gera lítið úr þeim karlmönnum sem sinna heimilisstörfum til jafns við konurnar en því miður virðast þeir vera of fáir. Til að móðga engan þá skal tekið fram að þessi könnun var gerð á meðal kvenna sem unnu úti allan daginn, rétt eins og eiginmennirnir. í þessari sömu könnun kom fram að þrjár af hverjum fjórum konum fengu einhverja aðstoð við heimil- isstörfin. oftast frá börnunum, en 39% þeirra sögðust fá hjálp frá mönnunum sínum ef þær bæðu þá um aðstoð. Æ, æ, æ hvar er jafnréttið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.