Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 18

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 18
Get ég aðstoðaðP Það uæri synd að segja að ís- lendingar byggju yfir ríkri biónustulund í eðli sínu. Reyndar hefur biónusta ntargra fyrírtækja batnað mik- ið á undanförnum árum enda er samkeppnin orðin mun harðari og lífróður margra fyr- irtækja ræðst af framkomu starfsfólksins í pjónustustörf- unum. íslensk fyrirtæki bafa ekki lagt miklar fjárhæðir í kostnað vegna biálfunnar starfsfólks en bað er löngu tímabært að hlúa betur að beim bætti. Þuí miður telst bað ennbá til undantekninga að fá afbragðs góða biónustu. Idaglegu amstri gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu margir aðilar sinna þjónustustörfum og að öll viljum við fá góða þjónustu, alveg sama hvar við komum. Eitt fallegt bros getur gjör- breytt deginum okkar og það sem meira er, það kostar ekk- ert. Ef við förum á bensínstöð og bíðum lengi eftir af- greiðslumanni, pirrumst við gjarnan, en segjum svo ekkert við þennan tiltekna aðila loks- þegar hann kemur, því við viljum ekki vera dónaleg. Að sama skapi viljum við líka að bankagjaldkerinn sé kurteis og sýni okkur þjónustulund þegar við greiðum reikninga- bunkann eða þurfum að fá upplýsingar. Þegar litið er til annarra þjóða má sjá hvern- ig þjóðareinkenni þjóða birt- ast í þjónustu þeirra. Þeir sem hafa ferðast um í Bandaríkj- unum hafa eflaust tekið eftir ómældri þjónustulund af- greiðslufólks í verslunum og í fyrirtækjum. Starfsfólkið brosir breitt og er ávallt tilbú- ið að aðstoða og margir eru einum of ágengir í þjónust- unni að mati Islendinga. í flestunr tilfellum eru sölu- mennirnir á prósentum og því skiptir miklu máli að vera kurteis og hjálplegur. Amer- íkanar eru líka taldir mikið opnari en Islendingar að eðl- isfari og virðast eiga auðveld- ara með að sýna þjónustu- lund og lipurð. Þjónustan í Evrópulöndum eru jafn mis- jöfn og þau eru mörg. íslend- ingar sem hafa heimsótt sól- arstrendur hafa misjafna sögu að segja af þjónustulund heimamanna. I fljótu bragði virðist sem þjónustan í lönd- um Norður-Evrópu sé sam- bærileg þeirri sem þekkist hér á landi. Þegar leitað er eftir ástæð- um þess að lítil áhersla hefur verið lögð á þjónustulund starfsmanna á Islandi má finna ýmsar skýringar. Lítið atvinnuleysi hér á landi kann að vera ein þeirra. Starfsmennirnir vita að fáir sækjast eftir starf- inu þeirra og þá skiptir engu máli hvort þeir mæti geðvondir og fúlir í vinnuna. Smæð landsins gerir það líka að verkum að allir vilja verða for- p stjórar,deildarstjórar og stjórnendur, helst um leið og þeir eru komnir út á hinn almenna vinnumarkað. Störf í þjónustugeiranum eru þannig álitin sem annars flokks störf. Viðhorfin hér á landi virðist einkennast af því að það er merki um metnað- arleysi að vilja starfa í þjón- ustugeiranum og leggja sig fram við að þjónusta við- skiptavini. Allir vilja uera forstjórar Oformleg könnun meðal fólks sem starfaði í framlínu íslenskra þjónustufyrirtækja sýndi, svo ekki var um villst, að starfsfólkið vill alls ekki skilgreina sig sem þjónustu- eða söluaðila. Fimmtíu aðilar sem unnu hjá tveimur fyrir- tækjum voru beðnir að skil- keppnisaðilans. Ónefnt mat- sölufyrirtæki hér á landi virð- ist ekki hafa leitt hugann að því hversu miklu máli það skiptir að hafa þjónustuna í lagi, sérstaklega á álagstím- um. Óþjálfaðir og óstálpaðir unglingar eru í framlínunni og á laugardagskvöldum þeg- ar staðurinn er fullur af hungruðu og pirruðu fólki, standa unglingsgreyin ráð- þrota á bak við borðið og vita ekki hvernig þau eiga að bregðast við. Það er ekki við krakkagreyin að sakast því þau eru bara að reyna að vinna fyrir kaupinu sínu og líður eflaust mjög illa þegar þau finna vanmátt sinn. Að láta hóp af fólki þrasa í sér getur heldur ekki verið mjög uppbyggjandi fyrir viðkvæmt „Þegar á heildina er litið má segja að öll störf bióðfélags- ins séu biónustustörf að einhverju leiti og bví ættu allir að hugsa út í bað hversu gott bað er að fá góða biónustu, bægilegt viðmót og lítið bros hvort sem maður er lítill eða stór, lasinn eða svangur." greina starfssvið sitt en allir þessir starfsmenn voru í fram- línu fyrirtækisins og í beinum tengslum við viðskiptavinina. Yfir níutíu prósent þeirra reyndu að skilgreina sig á annan hátt en sem sölumann eða í þjónustuhlutverki og flestir reyndu eins og þeir hugsanlega gátu að skilgreina sig sem stjórnendur. Því miður er það algengt að stjórnendur fyrirtækja horfi fram hjá gæða- og þjónustu- málum og leggi áherslu á aðra þætti starfseminnar. Alltof fáir stjórnendur og fyrirtækja- eigendur gera sér grein fyrir mikilvægi þess að viðskipta- vinurinn gangi ánægður út og sé tilbúinn að eiga aftur við- skipti við fyrirtækið. Mörg fyrirtæki eiga allt sitt undir góðri þjónustu og hver við- skiptavinur sem gengur óá- nægður út leitar næst til sam- sjálfstraust þeirra. Það hlýt- ur að vera takmark allra stjórnenda að hafa viðskipta- vinina ánægða en hvernig má það vera að margir þeirra bjóða viðskiptavinum sínum upp á óþjálfað starfsfólk sem veldur ekki starfi sínu? Eina augljósa skýringin er sú að þeir geta greitt unglingunum lægri laun en hinum fullorðnu og þar með er hægt að lækka launakostnað fyrirtækisins. Þjálfunarkostnaðinum er haldið í lágmarki á kostnað lélegrar þjónustu. Margir kannast líka við það hversu starfsmenn fyrirtækja geta verið með ólíkindum dóna- legir í síma, rétt eins og við- skiptavinirnir séu að trufla þá persónulega. Sá sem svarar í síma er rödd fyrirtækisins og því sérlega mikilvægt að sá aðili sé kurteis, hjálpsamur og hafi þægilegt viðmót. 18 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.