Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 28
Þegar ég var barn gaf vin-
kona mömmu mér lítið
silfurarmband. Þetta var
mjó keðja sem litlir sílfur-
grísir héngu á og ég var
óskaplega hrifin af bví. Ég
gekk með bað dag hvern
og fannst ég ekki full-
klædd fyrr en armbandið
hafði verið fest um úlniið-
inn. Lásinn á armbandinu
var svolítið hrekkjóttur og
átti bað tíl að opnast og
ég tyndi bví oft. í hvert
sinn bað gerðist var ég
óhuggandi en alltaf tókst
okkur að finna bað aftur.
Einu sinni týndist bað
begar ég var að leik á
óbyggðu svæði í nágrenni
æskuheimilis míns og bá
héldum við að nú væri
bað endanlega glatað. Ég
grét allt kvöldið og loks
sambykkti pabbi að fara
með mér eina ferðina enn
og leita.
Þetta var í ágúst og tek-
ið að skyggja á kvöld-
in. Við vorum vopnuð
vasaljósum og skriðum
milli þúfna og grastoppa og
reyndum að greiða gróðurinn
sem mest í sundur. Allt í einu
kallaði pabbi upp yfir sig: „Nei,
nú dámar mér ekki.“ Hann hafði
fundið armbandið mitt. Eg varð
yfir mig glöð og hét því að ég
myndi aldrei týna því aftur. Pabbi
sagðist líka ætla að gera sitt til
að svo yrði ekki. Hann fór með
armbandið til gullsmiðs og lét
gera við lásinn. Eftir það týndist
armbandið ekki en þegar ég tók
að stækka kom auðvitað að því
að armbandið varð of lítið. Ég
notaði hluta af fyrsta sumarkaup-
inu mínu þegar ég var fimmtán
ára til að láta bæta hlekkjum við
keðjuna. Grísirnir voru ófáanleg-
ir en það var hægt að færa þá til
þannig að þótt þeir væru fáir á
svona langri keðju leit armband-
ið vel út.
Ég var farin að líta á armband-
ið sem lukkugripinn rninn. Það
var alveg ómissandi í öllum próf-
um og ef ég þurfti að gera eitt-
hvað sem ég kveið fyrir tók ég af
mér armbandið mitt og faldi það
í lófanum þangað til verkefninu
var lokið. Þannig fylgdi arm-
bandið mér í fyrsta skipti sem ég
Það var ekkí fyrr en í fluguelinni að
ég uppgötvaði að armbandið mitt
var horfið. Þá fyrst fór ég að gráta
og ætlaði aldrei að geta hætt.
sótti um vinnu, þegar ég skráði
mig í menntaskólann og þegar ég
hitti mömmu kærasta míns í
fyrsta sinn. Það er hægt að tengj-
ast hlutum ótrúlega sterkum til-
finningaböndum og þannig var
það með armbandið mitt, það var
mér óskaplega dýrmætt þótt í
sjálfu sér væri það ekki dýr eða
merkilegur gripur.
Örlagarík bióðhátíð
Sumarið sem ég var átján ára
fórum á þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum um verslunarmannahelgi.
Við vorum fjögur saman í tjaldi
ég, kærasti minn, besta vinkona
mín og strákur sem hún var ný-
byrjuð að vera með. Ég var ekki
vön að drekka mikið og hafði
aldrei fengið mér í glas tvö kvöld
í röð. Það gerði ég um þessa helgi
og seinna kvöldið varð ég mjög
drukkin. Ég man aðeins óljóst
eftir seinni hluta kvöldsins
en veit að ég var að dansa
við kærasta minn þegar
mér varð illa flökurt. Ég
sagði honum ekkert hvað
væri að heldur lét mig
hverfa og ruddi mér braut
út úr mannþrönginni. Mér
tókst að reika eitthvað afsíðis og
þar kastaði ég upp. Sennilega hef
ég sofnað þar því þegar ég rank-
aði við mér lá ég á jörðinni aðeins
utan við hátíðarsvæðið og
óbragðið í munninum á mér var
óskaplegt.
Ég stóð upp og gekk að næsta
vatnskrana. Ég svalaði þorstan-
um og reyndi að skola
munninn vel. Því næst
hélt ég heim í tjald. Þar
var enginn nema strák-
urinn sem vinkona mín
kom með. Hann var að
drekka gos og ég bað
hann að gefa mér sopa þar sem
þorstinn kvaldi mig enn. Ég tók
nokkra gúlsopa og lagðist síðan
út af. Ég hafði ekki legið lengi
þegar allt tók að hringsnúast fyr-
ir augunum á mér og ég þurfti að
kasta upp. Ég skreið út úr tjald-
inu og ældi eins múkki. Ég hef
aldrei, hvorki fyrr né síðar, orð-
ið jafnveik. Ég hélt áfram að kúg-
ast löngu eftir að maginn var orð-
inn tómur og kramparnir voru
hræðilegir. Þegar ég loks komst
inn í tjaldið aftur lagðist ég út í
horn, vafði um mig teppi og nötr-
aði þar. Ég vissi varla í þennan
heim né annan og hugsanlega hef
ég sofnað. Allt í einu hrökk ég
upp við það að strákurinn sem
var með vinkonu minni var að
káfa á mér. Ég reyndi að ýta hon-
um burtu en hann hélt áfram. Ég
sagði honum að láta mig í friði og
fara en hann hlustaði ekki á mig.
Hún sagði mér að hún hefði
sjálf orðið fyrir suipuðu begar
hún var unglingur og að hað
hefði tekið sig mestan hluta
æuínnar að komast yfír hað.
Ég sló hann í andlitið og ýtti hon-
um burtu eins harkalega og ég
gat en auðvitað voru kraftarnir
ekki miklir eftir að hafa verið
svona hastarlega veik.
Hann fór að toga af mér fötin
og ég var orðin verulega hrædd og
tók að kalla á hjálp. Ég öskraði
eins hátt og ég gat en enginn kom.
Honum tókst að nauðga mér
þarna og þegar hann hafði lokið
sér af klæddi hann sig í buxurnar
og fór út úr tjaldinu eins og ekk-
ert hefði gerst. Ég lá eftir dofin og
aum og gat ekki einu sinni grát-
ið. Seinna um nóttina komu vin-
kona mín og kærasti aftur. Ég
sagði þeim hljómlausri röddu frá
því sem gerst hafði og jafnvel þá
gat ég ekki heldur grátið.
28
Vikan