Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 59
og tíu ára. Mér sárnaði svolítið þegar ég sagði Óla frá því að ég væri ófrísk. Við höfðum ekki ráð- gert að eignast barn en ég bjóst samt við því að hann yrði glað- ur. Þegar hann fékk fréttirnar varð hann frekar áhyggjufullur og vonsvikinn. Til að bæta gráu ofan á svart gekk meðgangan ekki sem skyldi og ég var ákaf- lega veik og hélt engu niðri. Ég reyndi þó að harka af mér en einn daginn þegar ég var genginn tæpa sex mánuði með leið yfir mig í eldhúsinu heima. Óli var í „Bandaríkjunum“ eftir því sem ég best vissi, og því fékk ég eldri dóttur mína til að hringja á lækni. Læknirinn kom og sendi mig strax til Reykjavíkur í frekari að- hlynningu. Sem betur fer reyndust veik- indi mín ekki alvarleg og ég var útskrifuð tveimur dögum síðar. Ég hafði ekki komið til Reykja- víkur í nokkur ár og ákvað því að nota tækifærið og koma við í heildsölunni þar sem Óli vann og kaupa mér snyrtivörur á góðu verði. Hin konan Ég fór því í heildsöluna og kynnti mig sem konuna hans Óla og bað um að fá að skoða snyrti- vörurnar hjá þeim. Aumingja konan sem tók á móti mér var hálf vandræðaleg og vissi ekki hvernig hún átti að vera. Ég skildi ekki af hverju hún var svona skrýtin en hélt kannski að ég mætti ekki koma þarna ein og kaupa vörur heldur þyrfti Óli að vera með mér. Ég sagði því kon- unni að ég hefði bara verið stödd í Reykjavík og hefði ákveðið að nota tækifærið jafnvel þótt Óli væri í sinni mánaðarlegu Banda- ríkjaferð. Konan varð hins vegar bara enn vandræðalegri við þessi orð mín og sagðist ekki vita til þess að Óli hefði nokkurn tíma farið til Bandaríkjanna á vegum fyrirtæk- isins. Hann hefði komið við í heildsölunni í morgun og náð í vörur og því væri hann án vafa á landinu. Við þessi orð konunnar áttaði ég mig strax á því að það var maðkur í mysunni. Ég náði þó einhvern veginn að halda andlit- inu og sagðist ætla að koma seinna. Konan var hins vegar ekki á því að sleppa mér og spurði hvort við Óli værum ný- byrjuð saman og hvort hann væri skilin við Gerði. Mér sortnaði fyrir augunum og vissi ekki hverju ég átti að svara. ,,Hver í fjandanum er Gerður?“ hugsaði ég með mér. Ég fékk fljótt svar við því. Gerður var konan sem hann Óli minn hafði mætt með á árshátíðir fyrirtækisins síðastlið- in ár og kynnt sem sambýliskonu sína. Játningin Ég hreint og beint hljóp út úr heildsölunni eftir þessar útskýr- ingar hjá konunni og keyrði í hendingskasti út úr bænum og heim. Þótt ótrúlegt megi virðast felldi ég ekki eitt einasta tár á leiðinni heim því ég vonaði innst inni að þetta væri einhver heimskulegur misskilningur sem væri hægt að leiðrétta. Því miður var það ekki raun- in. Þegar ég kom heim var Óli kominn líka. Hann hafði hringt heim og dóttir okkar hafði sagt honum að ég hefði farið suður á sjúkrahús. Hann sagðist hafa tek- ið fyrstu vél heim frá Bandaríkj- unum þegar hann fékk fréttirnar. Mér varð óglatt þegar ég heyrði þessar lygar hans og öskraði á hann að ég hefði farið í heildsöl- una og vissi sannleikann um hann og Gerði. Óli náfölnaði við þessi orð mín en það var eins og honum létti ör- lítið líka. Hann lét sig falla niður í stól og hristi höfuðið. Hann reyndi ekki að neita framhjá- haldinu og sagði mér rólega alla söguna. Hann hafði haldið við þessa Gerði í rúm þrjú ár og átti von á barni með henni um svip- að leyti og ég átti að eiga. Gerð- ur vissi hins vegar ekkert af minni tilvist og þannig vildi hann hafa það. Hann ætlaði sem sé að yfir- gefa mig, lögmæta eiginkonu sína, og flytja suður til Gerðar. Ég var svo reið að ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Óli flulti út strax næsta dag og bjartsýn manneskja að eðlisfari og ég held að það hafi hjálpað mér yfir erfiðasta hjallann. Ég átti mjög erfitt með að treysta karlmönnum lengi eftir að þetta gerðist en ég á góðan vin í dag sem gæti vel orðið eiginmaður minn í framtíðinni. Lesandi segir Gunnhildi Lily Magnúsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þínni meö okkur? Er eitthvað sem hefur hatt mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja tii okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I leiinilisfaiigiil ur: Vikan - „Lífsreyiislusaga", Seljavegur 2, 1111 Keykjarík. hafði ekki einu sinnu manndóm í sér til að útskýra fyrir dætrum okkar hvað hafði gerst. Ég var ekki mönnum sinnandi fyrstu dagana á eftir og dætrum okkar hefur örugglega liðið mjög illa yfir þessu dularfulla ástandi. Þremur dögum eftir að Óli fór reif ég mig upp úr rúminu og útskýrði fyrir dætrum okkar að við pabbi þeirra ætluðum að skilja. Stelpurnar tóku þessu afar illa og ég var mjög reið Óla fyrir að valda þeim þessarri kvöl. Hann hafði gengið út úr okkar lífi eins og ekkert væri og vildi hefja nýtt líf með annarri konu án þess að ég segði neitt. Mér datt ekki til hugar að fallast á slíkt samkomulag. Ég hringdi því aftur í heildsöluna þar sem Óli vann og fékk uppgefið símanúmer sem hann hafði í bænum. Ég titraði og skalf þegar ég valdi númerið. Sím- anum svaraði ung kona að nafni Gerður sem var jafn grunlaus um gjörðir Óla og ég hafði verið. Ég spurði hana hvort sambýlismaður hennar héti ekki Óli og þau ættu von á sínu fyrsta barni. Það stemmdi. É'g sagði henni síðan alla sólarsög- una og sagðist geta sent henni hjúskaparvottorð okkar Óla í pósti ef hún tryði því ekki að ég væri eiginkona Óla. Konugreyið var jafn miður sín og ég hafði ver- ið þegar ég fékk fréttirnar um Óla og botnaði greinilega ekki neitt í neinu. Við ákváðum því að hittast daginn eftir og hún bauðst til að keyra í bæinn til mín. Heimsókn Gerðar var hræði- lega erfið fyrir okkur báðar. Hún kom heim til mín, inn á heimili okkar Óla, og eftir að hafa út- skýrt söguna betur grétum við báðar, óiétlu konurnar hans Óla. Framhaldið var svo sem eins og ég hafði búist við. Gerður spark- aði Óla og ég sótti um skilnað. Nú eru liðin fimmtán ár síðan þetta gerðist og sárin að mestu leyti gróin. Ég er jákvæð og Netfang; vikan@fr«di.is Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.