Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 30
hugsjónakona sem skorti hvorki karlmenn né fé
Marietta Peabody Tree var
eín af peim sem tæddust
með sílfurskeið í munni. Hún
var falleg, gáfuð og forrík.
Hvar sem hún kom horfðu
karlmenn á hana aðdáunar-
augum og har sem hún var
af Peabody ættinni tók hún í
arf tengsl við ótal ríkar og
valdamiklar manneskjur í
Nýja Englandi.
Marietta fæddist
áriðl917 og var
alin upp eins og
tíðkaðist meðal
bandarísku yfirstéttarinnar.
Vel uppalin yfirstéttarkona
þess tíma lagði metnað sinn í
að giftast manni, sem líkleg-
ur væri til að komast til frama
og áhrifa, og reynast honum
góð kona. Marietta var ekki
á því að feta þann slóða á lífs-
leið sinni heldur ákvað hún
að leita sjálf frama í stjórn-
málum. Hún var alla tíð mik-
ill talsmaður mannréttinda og
tók þátt í baráttu svertingja í
Bandaríkjunum fyrir borg-
aralegum réttindum.
Mariettu gekk allt í haginn
í starfi og hún var að lokum
útnefnd mannréttindafulltrúi
Bandaríkjanna hjá Samein-
uðu þjóðunum. í einkalífinu
gekk ekki jafn vel og segja má
að hún hafi borgað uppreisn
sína gegn hinu hefðbundna
kvenhlutverki dýru verði.
Marietta var einkadóttir og
elst fimm barna hjónanna
Malcolms Peabody og konu
hans, Mary. Faðir hennar var
prestur en móðir hennar hús-
móðir. I móðurætt hennar var
hins vegar að finna rnikla
kvenskörunga þar á meðal
móðurömmu hennar sem var
einn stofnenda Radcliff há-
skóla sem var einn fyrsti há-
skóli fyrir konur í Bandaríkj-
unum og einn sá virtasti.
Úsamrýnd fjölskylda
Þegar Marietta var átta ára
flutti fjölskyldan til Phila-
delpiu þar sem pabbi hennar
tók við prestsembætti í stórri
kirkju og skömmu síðar hlaut
hann biskupstign. Mariettu
leið ekki vel á nýja staðnum
og henni lynti illa við bræður
sína. Það endaði með því að
hún var send í heimvistar-
skóla og þar gekk henni mjög
vel. Marietta fór í „finishing
school“ (lokaskóla) á Ítalíu
en slíkir skólar voru víða um
Evrópu á þeim árum og þar
voru ungum yfirstéttarstúlk-
um kenndir góðir siðir og
kvenlegar dyggðir.
Marietta var kynnt fyrir yf-
irstétt New York borgar, eða
var „debutante“, eins og það
er kallað þegar stúlkur úr fín-
um fjölskyldum þykja hafa
náð aldri til að taka þátt í sam-
kvæmislífinu, veturinn 1935-
’36. Hún var fljót að finna að
ýmislegt mátti gera sér til
gamans í stórborginni en þeg-
ar föður hennar, hinum siða-
vanda klerki, blöskraði líferni
dótturinnar innritaði hann
hana í háskólann í Pennsyl-
vaniu.
I fyrstu var Marietta á móti
þessari ákvörðun föður síns
en þegar hún fór að mæta í
tíma vaknaði fljótt hjá henni
áhugi á náminu og hún stund-
aði það af sama áhuga og elju
og hún hafði áður ástundað
skemmtanalífið. Hún vann
með skólanum sem módel hjá
Wanamaker verslunarhúsinu,
aðallega til að verða sér úti
um vasapeninga sem hún
rurfti ekki að gera sparsöm-
Marietta nieð
elskhuga síniiiii,
Adlai Stevenson.
um foreldrum sínum grein
fyrir í hvað færu. Marietta
lauk þó aldrei nema fyrsta ár-
inu í háskóla því um veturinn
hitti hún Desmond Fitzgerald
sem var lögfræðingur frá
Harvard og mjög íhaldsamur
repúblikani. Þau giftust og
fluttu til New York þar sem
Marietta reyndi að halda
áfram námi. Hún varð hins
vegar fljótt ófrísk og þegar
dóttir hennar fæddist varð
hún aftur að hætta við há-
skólanámið. Arásin á Pearl
Harbor var gerð u.þ.b. ári
seinna og Desmond gekk í
herinn. Hjónin höfðu ráðið
barnfóstru, eins og venja var
meðal fólks af þeirra stétt, en
Mariettu leiddist aðgerðar-
leysið. Hún réð sig í vinnu hjá
Nelson Rockefeller árið 1942
en þau voru miklir vinir. Hún
var gestgjafi og leiðsögumað-
ur á vegum the Office of Int-
er-American Affairs (skrif-
stofu innanríkismála) og hlut-
verk hennar var að sj á um op-
inbera gesti sem leið áttu um
Manhattan.
Samúð með lítilmagnan-
um
Síðar fékk hún vinnu við
heimildaöflun fyrir tímaritið
Life en líf almúgans sem hún
kynntist í fyrsta sinn í gegnum
starf sitt varð til þess að hún
fór að fylgja demókrötum í
stjórnmálum. Þegar Des-
mond kom heim úr stríðinu
þekkti hann sína heittelskuðu
tæplega fyrir sömu konu. Hún
hafði ekki bara skipt rækilega
um skoðun á því hvernig
landinu væri best stjórnað
heldur hafði hún blómstrað
sem kona og baðað sig í aðdá-
un karlmanna. Hún hafði
bælt tilfinningar sínar og beð-
ið þess að ást þeirra kólnaði
30
Vikan