Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 12

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 12
Texti: Margrét V. Helgadóttir Þegar mamma verður veik Mömmur eru stundum eins og vélmenni. Þær vita hvar allir hlutir eru geymdir, hær muna eftir öilu, þær skipuleggja alla hluti af kostgæfni og halda heimilinu og fjöl- skyldunni gangandi. En hvað gerist þegar mamma fær flensuP Mömmur eru bara mannlegar og geta því orðið veikar, rétt eins og allir aðrir. í flestum til- fellum geta pabbar veikst með góðri samvisku. Þeir fá næði til vera veikir og sofa, þeir fá líka mat, drykk og verkjatöfl- ur í rúmið. Þegar ungbörnin veikjast eru tveir fullorðnir á harðahlaupum að dekra við veika ungann. Þegar mamm- an er búin að sinna sjúkling- um í rúma viku, vaka á nótt- unni, skipta á rúmum, snýta, elda og gefa að drekka, er hætt við því að hún leggist sjálf í rúmið. Hennar helsti vandi er hins vegar oftast sá að fá næði til að láta sér batna og jafna sig. Trúlega er mamma, eitt mest notaða orð í heim- inum og það er ekkert lát á notkun þess á meðan mamma liggur veik. Hún á að vita hvar gula peysan er geymd, hvort hvítu sokkarnir séu hreinir, hvort meðalið sé kalt o.s. frv. Pabbarnir verða oft eins og vængbrotnir fuglar en reyna að sinna tvöföldu foreldra- hlutverki. Yfirleitt standa þeir sig mjög vel en þeir koma sjaldnast í staðinn fyrir mömmuna. Mömmur sem búa einar með börnum sínum, fá lítið sem ekkert tækifæri til að sinna sjálfum sér á meðan þær eru veikar. Mömmur eru hetjur, á því leikur enginn vafi. Stundum þurfa þær samt að lúta í lægra haldi og leyfa sér að vera mannlegar, sérstaklega þeg- ar þær liggja í flensu. Ef þær hafa ekki maka sér til aðstoð- ar, þá þurfa þær að leyfa ömmum, öfum og frænkum að hjálpa sér. Og ef þeim er ekki boðin aðstoð, þá verður bara að leita eftir henni. Þá daga sem mamma er veik, er hægt að gera ýmis- legt til að létta á álaginu og skapa henni smá frið til að hún geti sofið. Það skiptir miklu máli á hvaða aldri börnin eru í veikindunum en ef mömmur eiga einhvern kost á að losna við smábörn af heimilinu, þótt ekki væri nema hluta úr degi til að fá smá hvíld. Mömmur ættu að gleyma öllu matartilstandi og ef þær eru einar yfir matmáls- tíma, þá er jógúrt og annað léttmeti það eina sem þær ættu að hugsa um. Mömmur ættu ekki að gleyma því að nærast sjálfar og auðvitað væri best ef einhver gæti eld- að mat fyrir börnin og þær sjálfar. Mömmur þurfa sinn tíma til að jafna sig en í flestum tilfell- um eru þær á harðahlaupum út og inn, þrátt fyrir að vera veikar. Þær fara með börnin til dagmömmu, í leikskóla eða skólann. Það er mesta furða hversu margar mömm- ur ná heilsu aftur miðað við hvernig þær fara með sig á meðan þær eru veikar. Nohkup góð náð til að tá fpið • Myndbandsspóla getur tryggt friö í meira en klukkutíma. Frábær að- ferð sem klikkar ekki og er góð fyrir allan aldur. • Yngstu börnin eru erfiðust. Það er helst að láta þau kubba, púsla eða skoða bækur. Oft eiga þau eitt- hvað upþáhaldsleikfang sem er nauðsynlegt að draga fram. • Litir og blöð geta fangað hugann, sérstaklega ef einhver fullorðinn fylgist með. • Gömul föt og gamlir skór slá alltaf í gegn. Börn á öllum aldri hafa gaman af því að klæðast of stór- um fötum og því er tilvalið að ná í gamlafatapokann og leyfa þeim að leika sér í fötunum. íbúðin verður eins og eftir sprengjuárás en ef mamman nær að hvíla sig er það þess virði. • Þaðermunauðveldaraaðfástvið eldri börnin. Þú getur látið þau fá myndir til að setja inn í albúm, eða komið þeim af stað í tímafreku föndri. • Börn á skólaaldri geta auðveld- lega leikið sér úti. Notaðu öll til- tæk vopn til að halda þeim úti og frá dyraþjölluhringingum, til dæmis með því að lofa verðlaun- um þegar mömmu batnar. • Læknisleikur er frábær leið til að fá hvíld. Lítil börn geta sprautað og skoðað mömmu, eldri börn geta fært henni mat og drykk auk þess sem þau hafa þroska til að gefa mjög veikum sjúklingum frið. • Brúðuleikhús er alltaf vinsælt. Eldri börn geta útbúið leikþáttfyr- ir sjúklinginn sem án efa nýtur þess að liggja í rúminu og fylgj- ast með sýningunni. • Fylltu ísskápinn og eldhússkápa af einhverju gómsætu sem ervin- sælt meðal barnanna. Mömmur- nar losna þá alla vega við nöldr- ið um að börnin séu svöng. • Láttu þau pakka inn gjöfum til hvers annars, og jafnvel frændsystkina eða annarra. Þau geta notað dagblöð, ýmiss konar bönd og annað tilfallandi föndur- dót. Mömmur ættu ekki að hugsa um hvernig heimilið lítur út að loknum veikindum. Það verður hvort sem er allt í óreiðu eftir að þær eru búnar að vera veikar í meira en tvo daga. 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.