Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 48

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 48
Texti: Jóhanna Harðardóttir Anægð kona er falleg kona Það parf meira en falleg föt og góðar snyrtivörur til að líta vel út. Reyndar skipta pessir hlutir alls ekki eins miklu máii og bað að hú sért ánægð með sjálfa sig og full af sjálfstrausti. Hér eru nokkrar æfingar sem hú skalt gera og sannaðu til, bér mun ekki aðeins líða miklu betur, heldur muntu líka líta miklu betur út! • Líttu í spegilinn á hverjum morgni og skoðaðu sjálfa þig á já- kvæðan hátt. Finndu þrjá kosti við þig (það er auðvelt) og gleðstu yfir þeim. Leggðu síðan áherslu á að fötin sem þú velur og farðinn sem þú notar undirstriki þessa kosti þína. Láttu þér aldrei detta í hug að leita að göllum, þeir skipta ekki máli. • Gakktu bein í baki, dragðu inn magann og leyfðu brjóstunum að njóta sín, jafnvel þótt þau séu stór. • Hér er góð æfing fyrir líkams- stöðuna: Þrýstu öxlunum eins langt aftur og þú getur tíu sinnum í röð, þrisvar sinnum á dag. Þetta hjálpar þér til að öðlast reisn. • Skoðaðu vel fatnaðinn í skáp- num þínum og vertu gagnrýnin. Hugsaðu um það hvað af fötun- um þínum passar saman og reyndu að vera frjó í hugsun þeg- ar þú raðar þeim saman í hugan- um. Vertu ófeimin við að henda því sem þú hefur ekki notað lengi eða gefa það. Það sem ekki pass- ar þér og það sem þér líkar ekki við skaltu líka losa þig við. Gleðstu síðan yfir því að þú skul- ir vera meðvituð um hverju þú klæðist. • Skrifaðu niður hæfileika þína. Hafðu blað og blýant í töskunni þinni og skrifaðu það niður þeg- ar þér finnst þú hafa gert eitthvað vel. Allir hafa einhverja hæfileika og það er skylda okkar að nýta þá. • Brostu oft, það hefur góð áhrif á þá sem eru í kringum þig og rann- sóknir hafa sýnt að þegar fólk brosir (meira að segja samkvæmt skipun!) eykurþaðbjartsýni þess og lífsgleði. • Finndu mynd af þér þar sem þú lítur einstaklega vel út og settu hana þar sem þú sérð hana vel. Hugsaðu svo: Svona get ég litið vel út þegar ég vil. • Notaðu fínu fötin þín. Mörgum konum hættir til að spara um of föt sem klæða þær vel því þær ætla að geyma þau til betri tíma. Notaðu þau, besti tíminn er núna! • Talaðu vel um sjálfa þig. Ekki segja: „Ég er vonlaus," eða „ég get þetta ekki.“ Segðu frekar: „Mér fer fram við þetta,“ og „ég mun gera mitt besta.“ • Ef þú ert beðin að gera eitthvað sem þú vilt helst vera laus við skaltu einfaldlega segja nei. í því er mikið frelsi fólgið. • Haltu þig í félagsskap fólks sem fær þig til að hlæja og hrósar þér fyrir það sem þú gerir vel. Forðastu fólk sem dregur þig nið- ur og veldur þér áhyggjum. • Farðu reglulega í klippingu. Kauptu þér ilmvatn sem þér lík- ar vel og notaðu það daglega (samt í hófi). Ilmurinn er ekki hugsaður til að tæla karlmenn heldur til að gleðja þig vegna þess að hann umvefur þig allan daginn og færir þér vellíðan. 48 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.