Vikan - 26.09.2000, Side 6
S p u r n i n g
l
i
Arna Krisljánsdóttir er hress
og bjartýn hona á fertugs-
aldri sem sagði upp góðri
vinnu tii að stotna fyrirtæki
sem er eitt sinnar tegundar á
landinu. Fyrírtækíð heitir
flink og sérhæfir sig meðal
annars í nokkru sem heitir
rýmislausnir og ráðgjöf fyrir
uerslunareigendur.
„Ég var að vinna sem svæð-
~ isstjórisérvöruhjáHagkaupí
-n Kringlunni og sá því um allt
•=> annað en matvöruna. Þangað
o> var ráðinn heimsþekktur
^ bandarískur ráðgjafi sem
^ heitir Jim Schafir og hefur
~ meðal annars endurskipulagt
bandarísku Wal-Mart versl-
= unarkeðjuna. Hann kom til
— okkar til að kenna yfirmönn-
c um Hagkaups hvað hefur
= áhrif á ákvörðun um kaup,
<■= hver eru lykilatriðin viðvöru-
framsetningu og hvernig er
>< best að skipuleggja það rými
— sem maður hefur í búðinni.
Ég hafði unnið nokkuð lengi
í þessum geira og haft áhuga
á þessum málum. Margt af því
sem hann sagði var mjög rök-
rétt og virtist liggja í augum
uppi þegar hann sagði það.
Eftir þetta fór ég að hugsa um
hvort ekki væri hægt að halda
svona námskeið hérlendis til
að hjálpa búðareigendum að
koma vörum sínum betur á
framfæri.
Það er nefnilega staðreynd
að allt verður fyrir áhrifum
frá umhverfinu, ekki síst við-
skiptavinir verslana. Gott
skipulag verslunarrýmis og
góð vöruframsetning eru því
ákaflega mikilvægir þættir og
geta skipt sköpum um aukna
sölu,“ segir Arna og það er
greinilegt að nýja fyrirtækið
er ekki bara viðurværi henn-
ar heldur einnig áhugamál.
Að hrökkua eða stökkua
Arna viðurkennir fúslega
að það hafi verið mikið stökk
fyrir konu með fjölskyldu að
segja upp góðri, fastri vinnu
til þess að fara út í eigin rekst-
ur og þar að auki rekstur sem
ekki hefur verið reyndur hér-
lendis áður.
„Þetta var bara spurning
um að hrökkva eða stökkva“
segir Arna brosandi.
„Ég hafði reyndar komið
nálægt rekstri áður þar sem
ég rak saumastofu um skeið.
En þegar ég rak hana hafði ég
ekkert vit á rekstrinum og
seldi vinnu mína alltof ódýrt.
Þess vegna dreif ég mig á
námskeið hjá Iðntæknistofn-
un þar sem kennd var stofn-
un og rekstur smáfyrirtækja.
Ég lærði gífurlega mikið af
námskeiðinu því þar sá ég
hvað var mögulegt og hvað
ekki. Þar lærði ég að gera alls
kyns áætlanir og gat því séð
vel fyrir mér hvað ég þyrfti að
gera. Samt sem áður tók und-
irbúningurinn við stofnun fyr-
irtækisins mun lengri tíma en
ég ætlaði mér, eða um þrjá og
hálfan mánuð, en ég hafði
áætlað að undirbúningstím-
inn yrði um sex vikur,“ segir
Arna hlæjandi.
En er einhver þörf fyrir
slíka þjónustu í verslunum
hérlendis?
„Já, það held ég. Áður en
ég starfaði hjá Hagkaup starf-
aði ég sem verslunarstjóri hjá
dönsku verslunarkeðjunni
CHA CHA og þar kynntist ég
því vel hversu miklu máli það
getur skipt hvernig verslunin
er skipulögð hvort fólk kaup-
ir eitthvað. Varan þarf að vera
sýnileg því tilviljun ein ræð-
ur því oft hvað fólk kaupir,“
bætir Arna við.
Konur eru jarðbundnari
Arna lofar mjög námskeið
Iðntæknistofnunar sem eru
öllum opin en segir jafnframt
að meirihluti þeirra sem var
á námskeiðinu hennar hafi
verið konur sem hafi viljað
stofna smáfyrirtæki. Hugsa
konur smærra í viðskiptum en
karlar?
„Já, sennilega gera þær það
að einhverju leyti. Þær byrja
smátt, taka minni lán, eru
jarðbundnari og varkárari en
karlarnir sem stofna kannski
stór hugbúnaðarfyrirtæki
með fjölda starfsmanna í
fyrstu atrennu á meðan kon-
urnar eru allt í öllu í sínu litla
fyrirtæki. En það er ekki þar
með sagt að fyrirtæki kvenn-
anna geti ekki stækkað og
dafnað eins og t.d. líkams-
ræktarveldi Jónínu Ben og
fleiri kvennafyrirtæki sanna.
Það er alla vega staðreynd
að smáfyrirtæki kvenna hér-
lendis ganga yfirleitt vel og
kannski hafa þær bara ein-
6
Vikan