Vikan - 26.09.2000, Page 27
eigum allt eins von á því að
konur muni frekar sækja
þetta námskeið. Námskeiðið
er þó ekki síður ætlað körl-
um en konum. „
„Ætla má að það komi öll-
um að gagni að skoða starfið
sem þeir eru í og sjálfan sig,“
segir Anna. „Við vitum að ef
tengsl eru milli áhugasviðs og
starfsvals aukast líkur á því að
fólk verði ánægt í starfi. En
það eru fleiri þættir sem hafa
áhrif. Sjálfsþekking er okkur
öllum nauðsyn, þ.e. að þekkja
styrkleika okkar og veikleika.
Hvernig við getum byggt á
styrk okkar og skoðað hvern-
ig vinna megi með veikleik-
ana, með öðrum orðum
ástundað sjálfsuppeldi. Auk-
in sjálfsþekking og starfsval
byggt á slíkri þekkingu eru
meginmarkmið
skeiðsins.“
hersla íslenska skólakerfisins
á bóklegt nám gerir einnig
mörgum erfitt fyrir. Við telj-
um að allir hafi getu til þess að
læra. Mikilvægast er að finna
hvar styrkur einstaklingsins
liggur og hvert áhugi hans
beinist. Innan sama starfsum-
hverfis eru fjölmörg störf sem
gera mismiklar kröfur til
menntunar.“
„Vissulega eru margar
hindranir sem mæta fólki,“
heldur Anna áfram. „Oft er
það svo að fólk einblínir á
ljónin í veginum eða er með
svo stór og fjarlæg markmið
að fyrirstöðurnar virðast óyf-
irstíganlegar. Við reynum að
hjálpa fólki að nálgast mark-
ið með
Siállsmynd
nam
fllltaf eitthueri
val
Þið talið um
að áhugasvið og
starfsval tengist
og að hœgt sé
að skoða
hvaða starfs-
vettvangur
henti einstak-
lingnum best út
frá því. Nú eru
margirsem vita vel
hvert draumastarfið
er en skortir menntun,
hœfni eða eru einfaldlega
þannig félagslega staddir að
þeir geta ekki sóst eftir slíku
starfi. Hvað þá?
„Við hittum marga sem
standa í þeim sporum,“ segir
Hrafnhildur. „Sérstaklega
finnst fólki sem er atvinnu-
laust að það sé óraunhæf
draumsýn að það geti fengið
starf sem það er ánægt með.
Það segir gjarnan: „Eg hef
ekkert val.“ Félagsleg staða
getur gert fólki erfitt fyrir og
langt í frá að allir hafi frjálst
val. Sömuleiðis er hópur á
vinnumarkaði sem beðið hef-
ur skipbrot í skólakerfinu og
telur menntunarmöguleika
sína litla sem enga. Ofurá-
Þcssi hringur sýnir |iau svið
sem náms- og starfsráðgjal'-
ar vinna við til þess að að-
stoða lolk við náms- og
starl'sval.
því að brjóta stóra markmið-
ið niður í fleiri minni sem auð-
veldara er að ná. Valmögu-
leikar þeirra sem hafa mennt-
un eru alltaf fleiri en hinna
sem þurfa meiri hvatningar
við til að sjá möguleika sína.“
„I nútímasamfélagi þykir
sjálfsagt að skipta um starf og
starfsvettvang einhvern tíma
á ævinni," segir Þórdís. „Það
þykir ekki lengur sjálfsagt að
fá starf hjá traustu fyrirtæki
og vinna þar í fimmtíu ár og
fá gullúr þegar farið er á eft-
irlaun. Vinnuumhverfið í dag
gerir þær kröfur til starfs-
manna að þeir séu stöðugt að
tileinka sér nýja þekkingu.“
Öll menntun hefur gildi
Þess er krafist af Islendingum
að þeir velji sér ungir braut að
feta í lífinu. Ohjákvœmilega
hlýtur það að koma fyrir að
menn velji sér fag, mennti sig í
því en komist svo að því að þeim
leiðist starfið og þegar svo er
komið erþá ekki erfitt að skipta
um staifog nýta sér ekki margra
ára dýrt nám ?
„Við segjum reyndar að öll
menntun hafi gildi,“ segir
Anna. „Menntun þroskar
fólk og hefur því ákveð-
ið yfirfærslugildi. Hún
er brunnur sem ein-
staklingurinn getur
stöðugt sótt í og
bætt við. En
vegna þess
hversu miklu
| skiptir að
menn séu
ánægðir í starfi
er nauðsynlegt
að fólk skoði
hug sinn vel og
ígrundi starfsval
sitt. En það eru
fleiri þættir sem
skipta máli í starfsleit-
inni en menntunin sjálf.
Sífellt meiri áhersla er lögð
á félagslega hæfni. Sam-
skiptahæfni er mjög mikil-
væg, þ.e. hversu vel fólki
gengur að vinna með öðr-
um.“
„A vinnumarkaðnum í dag
er ekki nægilegt að vera
stundvís, duglegur og heiðar-
legur,“ bætir Hrafnhildur við.
„Til viðbótar við þessar kröf-
ur er krafist samskiptahæfni,
sveigjanleika, samstarfs-
hæfni, getu til að vinna úr
upplýsingum og að einstak-
lingurinn sé tilbúinn til að
bæta við þekkingu sína.“
Við viljiiin veita fólki tækifæri til
þcss að staldra vió og ígrunda
náms- og starfsval.
Ánægður starfskraftur,
góður starfskraftur
Þeim verður tíðrœtt um mik-
ilvœgi þess að einstaklingurinn
sé ánœgður með starf sitt og
starfsumhverfi. Getur maður í
raun gert þá kröfu að starfið
veiti manni ánœgju?
„Það er engin spurning að
ánægður starfskraftur nær
betri árangri en sá sem er óá-
nægður,“ segir Hrafnhildur.
„Það er hagur fyrirtækisins að
við gerum þá kröfu til starfs-
ins að það veiti okkur ánægju.
Það er því beggja hagur. Við
verjum a.m.k. þriðjungi sólar-
hringsins í vinnunni og ef
okkur líður illa þar þá líður
ekki á löngu þar til það hefur
áhrif á líðan okkar annars
staðar.“
Markmið námskeiðsins er
að stuðla að aukinni sjálfs-
þekkingu og markvissu
starfsvali.
Þær leggja áherslu á að á
fleiru en því, sem hægt er að
vitna um með vottorðum eða
prófskírteinum, megi mann-
inn marka. Mikil samskipta-
hæfni og geta einstaklingsins
til að vinna með öðrum sé
ekki síður verðmætur kostur.
Þær benda því á að öll hæfni
geti komið mönnum til góða
þegar verið er að leita sér að
nýju starfi, galdurinn sé að-
eins að kunna að vekja at-
hygli á henni á réttan hátt.
Vikan
27